Annar og breyttur andi í liðinu 12. nóvember 2004 00:01 "Við tókum góðan fund í gær þar sem við hreinsuðum loftið svo um munar og það er miklu léttara yfir okkur nú," segir Ásta Árnadóttir, einn leikmanna íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta. Í dag mætir liðið Norðmönnum öðru sinni í umspili um sæti í lokakeppni Evrópumótsins sem fram fer í Englandi á næsta ári. Leikurinn fer fram í Noregi og eftir rasskellingu hér heima á miðvikudaginn í fyrri leik liðanna þar sem Ísland tapaði 2-7 verður að telja möguleika Íslands á að komast áfram því sem næst enga. Ásta er hins vegar ekki alveg á þeim buxunum. "Við höfum legið yfir upptökum af fyrri leiknum og teljum okkur vita hvaða mistök við gerðum. Nú er hugur í stelpunum að láta þær norsku að minnsta kosti hafa fyrir hlutunum og hver veit nema við getum komið þeim á óvart og unnið leikinn. Ég held að þær muni vanmeta okkur eftir stórsigurinn á miðvikudaginn og það mun hjálpa." Ásta segir engar stórvægilegar breytingar fyrirhugaðar á leikskipulagi liðsins. "Fyrst og fremst er ætlun okkar að standa í lappirnar og gera betur. Engin okkar var að gera neinar rósir síðast en það er annar og breyttur andi í liðinu nú og ég verð hissa ef okkur tekst ekki að spila miklu betur fyrir vikið." Ásta var ein af fáum leikmönnum Íslands sem gaf þeim norsku lítið eftir í fyrri leiknum og tókst henni að mestu að halda einni skærustu stjörnu norska liðsins, Dagny Mellgren, í skefjum mestallan leikinn. Hún á von á að mæta Mellgren aftur. "Ég á ekki von á öðru og mun reyna mitt besta. Við þurfum að vera á tánum að trufla miðjuspil Norðmanna en það er stór hluti þess hve vel gekk gegn okkur. Hvort það tekst verður að koma í ljós en draumurinn er að hafa sigur í þessum leik og jafnvel þó að það dugi ekki til að komast til Englands þá getum við allavega vel við unað eftir skellinn heima." Íþróttir Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Ómar Ingi skyggði á Gidsel Handbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Fleiri fréttir KA lagði nýliðana á Selfossi Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Elín Klara markahæst í risasigri Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Sjá meira
"Við tókum góðan fund í gær þar sem við hreinsuðum loftið svo um munar og það er miklu léttara yfir okkur nú," segir Ásta Árnadóttir, einn leikmanna íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta. Í dag mætir liðið Norðmönnum öðru sinni í umspili um sæti í lokakeppni Evrópumótsins sem fram fer í Englandi á næsta ári. Leikurinn fer fram í Noregi og eftir rasskellingu hér heima á miðvikudaginn í fyrri leik liðanna þar sem Ísland tapaði 2-7 verður að telja möguleika Íslands á að komast áfram því sem næst enga. Ásta er hins vegar ekki alveg á þeim buxunum. "Við höfum legið yfir upptökum af fyrri leiknum og teljum okkur vita hvaða mistök við gerðum. Nú er hugur í stelpunum að láta þær norsku að minnsta kosti hafa fyrir hlutunum og hver veit nema við getum komið þeim á óvart og unnið leikinn. Ég held að þær muni vanmeta okkur eftir stórsigurinn á miðvikudaginn og það mun hjálpa." Ásta segir engar stórvægilegar breytingar fyrirhugaðar á leikskipulagi liðsins. "Fyrst og fremst er ætlun okkar að standa í lappirnar og gera betur. Engin okkar var að gera neinar rósir síðast en það er annar og breyttur andi í liðinu nú og ég verð hissa ef okkur tekst ekki að spila miklu betur fyrir vikið." Ásta var ein af fáum leikmönnum Íslands sem gaf þeim norsku lítið eftir í fyrri leiknum og tókst henni að mestu að halda einni skærustu stjörnu norska liðsins, Dagny Mellgren, í skefjum mestallan leikinn. Hún á von á að mæta Mellgren aftur. "Ég á ekki von á öðru og mun reyna mitt besta. Við þurfum að vera á tánum að trufla miðjuspil Norðmanna en það er stór hluti þess hve vel gekk gegn okkur. Hvort það tekst verður að koma í ljós en draumurinn er að hafa sigur í þessum leik og jafnvel þó að það dugi ekki til að komast til Englands þá getum við allavega vel við unað eftir skellinn heima."
Íþróttir Mest lesið Albert ekki með gegn Frakklandi Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Fótbolti Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Formúla 1 Ómar Ingi skyggði á Gidsel Handbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Fleiri fréttir KA lagði nýliðana á Selfossi Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Torsóttur sigur enskra gegn Andorra Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Emilía sneri aftur eftir meiðsli Elín Klara markahæst í risasigri Eiga von á breytingum og þyngri miðju gegn Frökkum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Stærsti heimasigur Íslands í keppnisleik Albert ekki með gegn Frakklandi Luis Enrique þarf að fara í aðgerð eftir hjólaslys „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Suárez dæmdur í sex leikja bann fyrir hrákann Stærsti sigur Íslands ekki gegn smáþjóð Myndasyrpa: Frábært kvöld í Laugardalnum Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti