Sport

Jónína með eftir sjö ára fjarveru

Hin 35 ára Jónína Halla Víglundsdóttir er farin að spila á ný með kvennaliði Skagans í 1. deild kvenna eftir sjö ára fjarveru. Jónína skoraði þrennu í 6-2 sigri ÍA í fyrrakvöld og er markahæsti leikmaður liðsins með fjögur mörk í fyrstu þremur leikjunum. Jónína er þriggja barna móðir en það er ekki að sjá á leik hennar að hún hafi verið lengi frá íslenska boltanum eða sé að koma aftur eftir barnsburð, skotkskórnir eru enn á réttum stað. Skagaliðið er með fullt hús og markatöluna 16-5 í þeim og stefnir hraðbyri upp í efstu deild en þar hefur liðið ekki spilað í fjögur ár. Jónína, sem var valin besti leikmaður Íslandsmótsins 1992 og 1993, lék 134 leiki í efstu deild fyrir ÍA og skoraði í þeim 40 mörk en hún á einnig að baki 11 A-landsleiki. Maður Jónínu er Haraldur Ingólfsson, sem hefur verið í atvinnumennsku í Svíþjóð og Noregi undanfarin sjö ár, en Haraldur kom heim fyrir þetta tímabil og spilar nú með Skagaliðinu í Landsbankadeild karla.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×