Efast um árangur sýndarverkfalla 22. október 2004 00:01 Í Fréttabl. 29. sept. sl. skrifaði Kristinn Þór Jakobsson viðskiptafræðingur hugleiðingar sínar um "sýndarverkföll" sem ættu að koma í stað verkfalla eins og hafa tíðkast en þar er meginmarkmiðið að fara í verkfall án þess að leggja niður störf, þá heitir það ekki lengur verk - fall þ.e. að fella niður verkin. Hann bendir réttilega á að það eru börnin okkar sem tapa miklu en þó tel ég að metnaðarfullur kennari muni reyna að lágmarka þann missi eins mikið og kostir leyfa þegar við mætum til starfa. Hitt er annað að það að fara í verkfall er neyðarbrauð, það vill enginn vera í verkfalli en við höfum engin önnur úrræði þar sem nú er í deilu kennara og sveitarfélaga búið að ræða saman í marga mánuði en ekkert gengið til þessa. Ég efast stórlega um að það sem Kristinn telur ákjósanlegt, þ.e. að fara í sýndarverkfall, muni leiða til samninga á einum degi eða tveim. Ég get ekki séð að jafnræði yrði á milli samningsaðila því þó að kennarar haldi áfram að starfa launalaust og sveitarfélögin greiði þó jafngildi launanna í einhvern sjóð eða sjóði þá get ég ekki séð að það skipti nokkru máli fyrir sveitarfélögin hverjum þeir greiða aurana sem kennararnir vinna hvort sem er fyrir. Kristinn er einnig enn að velta sér upp úr digrum verkfallssjóði kennara sem hann segir vera ójafnan leik á milli samningsaðila að hafa, því kennarar geti verið í verkfalli nokkuð lengi þar sem þeir fá svo mikið úr "digrum sjóði" sínum. Hluti þeirra gjalda sem við greiðum til stéttarfélaga rennur í þennan sjóð svo að þegar og ef til verkfalls kemur þá fáum við til baka af þeim peningum og þ.a.l. eru kennarar búnir áður að leggja sitt af mörkum í starfi til að eiga rétt til þessara "launa". Í Fréttablaðinu 20. okt. sl. svarar Kristinn fyrri grein minni um þetta efni en þó aðeins að hluta og útskýring hans sagði mér nákvæmlega ekkert í viðbót sem mætti auka skilning á þessu fyrirbæri. Í umræðu síðustu vikna hefur heyrst að kennarastéttin ætti að taka sér til fyrirmyndar aðferðir verkafólks í vinnudeilu! Verkafólk í dag fer ekki lengur í verkfall, ekki vegna viljaleysis heldur er búið að eyðileggja alla samstöðu meðal verkafólks. Ef fólk samþykkir verkfall eða er með launakröfur á hendur vinnuveitanda þá er því sagt að það geti farið eitthvert annað í vinnu og erlent starfsfólk ráðið í þeirra stað. Aðferðir forystu verkafólks í kjaraviðræðum fela í sér að lágmarka áhættu fólks, betra er að hafa nokkrum krónum minna í umslagið en enga vinnu. Ég tel að það að fara í verkfall sé slæmur kostur en verra sé þó að láta berja sig til hlýðni. Hvað varðar skoðun Kristins um meinta þröngsýni mína og gamaldags hugsunarhátt, þá á sú fullyrðing að hluta til rétt á sér. Ég tel mig ekki þröngsýna og hef haft að leiðarljósi ýmsar breytingar sem ég vildi gjarnan koma á innan skólakerfisins, t.a.m. að auka verknám. Hvað varðar þá skoðun Kristins að ég sé gamaldags þá er það alveg rétt, það er svo margt sem hægt er að læra af fyrirrennurum okkar. Við þurfum ekki að henda því út sem hefur reynst vel aðeins til að breyta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 05.07.2025 Jón Ísak Ragnarsson Halldór Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Sjá meira
Í Fréttabl. 29. sept. sl. skrifaði Kristinn Þór Jakobsson viðskiptafræðingur hugleiðingar sínar um "sýndarverkföll" sem ættu að koma í stað verkfalla eins og hafa tíðkast en þar er meginmarkmiðið að fara í verkfall án þess að leggja niður störf, þá heitir það ekki lengur verk - fall þ.e. að fella niður verkin. Hann bendir réttilega á að það eru börnin okkar sem tapa miklu en þó tel ég að metnaðarfullur kennari muni reyna að lágmarka þann missi eins mikið og kostir leyfa þegar við mætum til starfa. Hitt er annað að það að fara í verkfall er neyðarbrauð, það vill enginn vera í verkfalli en við höfum engin önnur úrræði þar sem nú er í deilu kennara og sveitarfélaga búið að ræða saman í marga mánuði en ekkert gengið til þessa. Ég efast stórlega um að það sem Kristinn telur ákjósanlegt, þ.e. að fara í sýndarverkfall, muni leiða til samninga á einum degi eða tveim. Ég get ekki séð að jafnræði yrði á milli samningsaðila því þó að kennarar haldi áfram að starfa launalaust og sveitarfélögin greiði þó jafngildi launanna í einhvern sjóð eða sjóði þá get ég ekki séð að það skipti nokkru máli fyrir sveitarfélögin hverjum þeir greiða aurana sem kennararnir vinna hvort sem er fyrir. Kristinn er einnig enn að velta sér upp úr digrum verkfallssjóði kennara sem hann segir vera ójafnan leik á milli samningsaðila að hafa, því kennarar geti verið í verkfalli nokkuð lengi þar sem þeir fá svo mikið úr "digrum sjóði" sínum. Hluti þeirra gjalda sem við greiðum til stéttarfélaga rennur í þennan sjóð svo að þegar og ef til verkfalls kemur þá fáum við til baka af þeim peningum og þ.a.l. eru kennarar búnir áður að leggja sitt af mörkum í starfi til að eiga rétt til þessara "launa". Í Fréttablaðinu 20. okt. sl. svarar Kristinn fyrri grein minni um þetta efni en þó aðeins að hluta og útskýring hans sagði mér nákvæmlega ekkert í viðbót sem mætti auka skilning á þessu fyrirbæri. Í umræðu síðustu vikna hefur heyrst að kennarastéttin ætti að taka sér til fyrirmyndar aðferðir verkafólks í vinnudeilu! Verkafólk í dag fer ekki lengur í verkfall, ekki vegna viljaleysis heldur er búið að eyðileggja alla samstöðu meðal verkafólks. Ef fólk samþykkir verkfall eða er með launakröfur á hendur vinnuveitanda þá er því sagt að það geti farið eitthvert annað í vinnu og erlent starfsfólk ráðið í þeirra stað. Aðferðir forystu verkafólks í kjaraviðræðum fela í sér að lágmarka áhættu fólks, betra er að hafa nokkrum krónum minna í umslagið en enga vinnu. Ég tel að það að fara í verkfall sé slæmur kostur en verra sé þó að láta berja sig til hlýðni. Hvað varðar skoðun Kristins um meinta þröngsýni mína og gamaldags hugsunarhátt, þá á sú fullyrðing að hluta til rétt á sér. Ég tel mig ekki þröngsýna og hef haft að leiðarljósi ýmsar breytingar sem ég vildi gjarnan koma á innan skólakerfisins, t.a.m. að auka verknám. Hvað varðar þá skoðun Kristins að ég sé gamaldags þá er það alveg rétt, það er svo margt sem hægt er að læra af fyrirrennurum okkar. Við þurfum ekki að henda því út sem hefur reynst vel aðeins til að breyta.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun