Efast um árangur sýndarverkfalla 22. október 2004 00:01 Í Fréttabl. 29. sept. sl. skrifaði Kristinn Þór Jakobsson viðskiptafræðingur hugleiðingar sínar um "sýndarverkföll" sem ættu að koma í stað verkfalla eins og hafa tíðkast en þar er meginmarkmiðið að fara í verkfall án þess að leggja niður störf, þá heitir það ekki lengur verk - fall þ.e. að fella niður verkin. Hann bendir réttilega á að það eru börnin okkar sem tapa miklu en þó tel ég að metnaðarfullur kennari muni reyna að lágmarka þann missi eins mikið og kostir leyfa þegar við mætum til starfa. Hitt er annað að það að fara í verkfall er neyðarbrauð, það vill enginn vera í verkfalli en við höfum engin önnur úrræði þar sem nú er í deilu kennara og sveitarfélaga búið að ræða saman í marga mánuði en ekkert gengið til þessa. Ég efast stórlega um að það sem Kristinn telur ákjósanlegt, þ.e. að fara í sýndarverkfall, muni leiða til samninga á einum degi eða tveim. Ég get ekki séð að jafnræði yrði á milli samningsaðila því þó að kennarar haldi áfram að starfa launalaust og sveitarfélögin greiði þó jafngildi launanna í einhvern sjóð eða sjóði þá get ég ekki séð að það skipti nokkru máli fyrir sveitarfélögin hverjum þeir greiða aurana sem kennararnir vinna hvort sem er fyrir. Kristinn er einnig enn að velta sér upp úr digrum verkfallssjóði kennara sem hann segir vera ójafnan leik á milli samningsaðila að hafa, því kennarar geti verið í verkfalli nokkuð lengi þar sem þeir fá svo mikið úr "digrum sjóði" sínum. Hluti þeirra gjalda sem við greiðum til stéttarfélaga rennur í þennan sjóð svo að þegar og ef til verkfalls kemur þá fáum við til baka af þeim peningum og þ.a.l. eru kennarar búnir áður að leggja sitt af mörkum í starfi til að eiga rétt til þessara "launa". Í Fréttablaðinu 20. okt. sl. svarar Kristinn fyrri grein minni um þetta efni en þó aðeins að hluta og útskýring hans sagði mér nákvæmlega ekkert í viðbót sem mætti auka skilning á þessu fyrirbæri. Í umræðu síðustu vikna hefur heyrst að kennarastéttin ætti að taka sér til fyrirmyndar aðferðir verkafólks í vinnudeilu! Verkafólk í dag fer ekki lengur í verkfall, ekki vegna viljaleysis heldur er búið að eyðileggja alla samstöðu meðal verkafólks. Ef fólk samþykkir verkfall eða er með launakröfur á hendur vinnuveitanda þá er því sagt að það geti farið eitthvert annað í vinnu og erlent starfsfólk ráðið í þeirra stað. Aðferðir forystu verkafólks í kjaraviðræðum fela í sér að lágmarka áhættu fólks, betra er að hafa nokkrum krónum minna í umslagið en enga vinnu. Ég tel að það að fara í verkfall sé slæmur kostur en verra sé þó að láta berja sig til hlýðni. Hvað varðar skoðun Kristins um meinta þröngsýni mína og gamaldags hugsunarhátt, þá á sú fullyrðing að hluta til rétt á sér. Ég tel mig ekki þröngsýna og hef haft að leiðarljósi ýmsar breytingar sem ég vildi gjarnan koma á innan skólakerfisins, t.a.m. að auka verknám. Hvað varðar þá skoðun Kristins að ég sé gamaldags þá er það alveg rétt, það er svo margt sem hægt er að læra af fyrirrennurum okkar. Við þurfum ekki að henda því út sem hefur reynst vel aðeins til að breyta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í Fréttabl. 29. sept. sl. skrifaði Kristinn Þór Jakobsson viðskiptafræðingur hugleiðingar sínar um "sýndarverkföll" sem ættu að koma í stað verkfalla eins og hafa tíðkast en þar er meginmarkmiðið að fara í verkfall án þess að leggja niður störf, þá heitir það ekki lengur verk - fall þ.e. að fella niður verkin. Hann bendir réttilega á að það eru börnin okkar sem tapa miklu en þó tel ég að metnaðarfullur kennari muni reyna að lágmarka þann missi eins mikið og kostir leyfa þegar við mætum til starfa. Hitt er annað að það að fara í verkfall er neyðarbrauð, það vill enginn vera í verkfalli en við höfum engin önnur úrræði þar sem nú er í deilu kennara og sveitarfélaga búið að ræða saman í marga mánuði en ekkert gengið til þessa. Ég efast stórlega um að það sem Kristinn telur ákjósanlegt, þ.e. að fara í sýndarverkfall, muni leiða til samninga á einum degi eða tveim. Ég get ekki séð að jafnræði yrði á milli samningsaðila því þó að kennarar haldi áfram að starfa launalaust og sveitarfélögin greiði þó jafngildi launanna í einhvern sjóð eða sjóði þá get ég ekki séð að það skipti nokkru máli fyrir sveitarfélögin hverjum þeir greiða aurana sem kennararnir vinna hvort sem er fyrir. Kristinn er einnig enn að velta sér upp úr digrum verkfallssjóði kennara sem hann segir vera ójafnan leik á milli samningsaðila að hafa, því kennarar geti verið í verkfalli nokkuð lengi þar sem þeir fá svo mikið úr "digrum sjóði" sínum. Hluti þeirra gjalda sem við greiðum til stéttarfélaga rennur í þennan sjóð svo að þegar og ef til verkfalls kemur þá fáum við til baka af þeim peningum og þ.a.l. eru kennarar búnir áður að leggja sitt af mörkum í starfi til að eiga rétt til þessara "launa". Í Fréttablaðinu 20. okt. sl. svarar Kristinn fyrri grein minni um þetta efni en þó aðeins að hluta og útskýring hans sagði mér nákvæmlega ekkert í viðbót sem mætti auka skilning á þessu fyrirbæri. Í umræðu síðustu vikna hefur heyrst að kennarastéttin ætti að taka sér til fyrirmyndar aðferðir verkafólks í vinnudeilu! Verkafólk í dag fer ekki lengur í verkfall, ekki vegna viljaleysis heldur er búið að eyðileggja alla samstöðu meðal verkafólks. Ef fólk samþykkir verkfall eða er með launakröfur á hendur vinnuveitanda þá er því sagt að það geti farið eitthvert annað í vinnu og erlent starfsfólk ráðið í þeirra stað. Aðferðir forystu verkafólks í kjaraviðræðum fela í sér að lágmarka áhættu fólks, betra er að hafa nokkrum krónum minna í umslagið en enga vinnu. Ég tel að það að fara í verkfall sé slæmur kostur en verra sé þó að láta berja sig til hlýðni. Hvað varðar skoðun Kristins um meinta þröngsýni mína og gamaldags hugsunarhátt, þá á sú fullyrðing að hluta til rétt á sér. Ég tel mig ekki þröngsýna og hef haft að leiðarljósi ýmsar breytingar sem ég vildi gjarnan koma á innan skólakerfisins, t.a.m. að auka verknám. Hvað varðar þá skoðun Kristins að ég sé gamaldags þá er það alveg rétt, það er svo margt sem hægt er að læra af fyrirrennurum okkar. Við þurfum ekki að henda því út sem hefur reynst vel aðeins til að breyta.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun