Himininn er að hrynja, hæna mamma 22. október 2004 00:01 Kennaraverkfall - Elín G. Ólafsdóttir "Af hverju heldurðu það, Ungi litli?" "Ég sá það með augunum og heyrði það með eyrunum, og brot úr honum datt á stélið á mér". Þá sagði lágfóta: "Við skulum hlaupa, við skulum hlaupa, inn í grenið mitt, og ég skal segja kónginum það". Þau hlupu inn í grenið hennar lágfótu, gráfótu, en þau komu aldrei út aftur. Kennarar kunna góðu heilli söguna af Unga litla og standa þétt saman í baráttu fyrir bættum kjörum. Samninganefnd sveitarfélaga mætir þéttum vegg samherja sem ekki þekkist heimboð lágfótu. Að leggja niður vinnu er þungbær ákvörðun. Verkfall er neyðarréttur þeirra sem verkkaupi misbýður. Samtök launafólks urðu til vegna biturrar reynslu réttlauss verkafólks og vanmáttar einstaklinga við að verjast yfirgangi "vinnuveitenda" - yfirstéttar karlasamstöðunnar sem vill geta skammtað sjálfri sér laun en öðrum skít úr hnefa. Verkföll reyna á. En hvað skal gera þegar hvorki er hlustað, hvað þá svarað mánuðum saman? Grunnskólakennarar eru að stærstum hluta kvennastétt, illa haldin í launum. Almennt eru laun kvenna á Íslandi úti í hafsauga og það þótt þær beri uppi uppeldi, menntun, atvinnulíf og heimilisrekstur þjóðarinnar. Okkur konur vantar samstöðuanda kennslukvenna. Verkfall kennara er farið að taka á taugar. Uppvakningar húsbóndavaldsins eru því upp risnir úr öllum áttum. Sjálfir sitja þeir í hægu sæti á margföldum launum kennslukvenna – láta aðra draga vagninn eða stunda sjálftöku launa og slá fram lausnum lágfótu. Fulltrúar eiginhagsmuna – lágfótur allra tíma éta minnimáttar. Þeim fjölgar sem hafa gleymt harðsóttum rétti einyrkjans gagnvart húsbóndavaldinu. Þeim fjölgar sem hafa sjálfir öðlast húsbóndavald í krafti nýfrjálshyggju sem sundrar samtakamætti fólks. Þeim fjölgar sem hafa aldrei kynnst bágum kjörum einyrkjans og þeirra sem minna mega sín. Þessir spámenn jafna nú samtökum kennara við valdakerfi hinna harðsnúnu vinnuveitenda og slást í lið með þeim sem vilja veikja eða slá af samtök launafólks – taka verkfallsrétt af kennurum – setja þá undir Kjaradóm. Himinninn er að hrynja yfir marga kennara en þið skuluð ekki þekkjast heimboð lágfótu – þá verðið þið étin með húð og hári. Standið keik, allt sanngjarnt fólk styður ykkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Sjá meira
Kennaraverkfall - Elín G. Ólafsdóttir "Af hverju heldurðu það, Ungi litli?" "Ég sá það með augunum og heyrði það með eyrunum, og brot úr honum datt á stélið á mér". Þá sagði lágfóta: "Við skulum hlaupa, við skulum hlaupa, inn í grenið mitt, og ég skal segja kónginum það". Þau hlupu inn í grenið hennar lágfótu, gráfótu, en þau komu aldrei út aftur. Kennarar kunna góðu heilli söguna af Unga litla og standa þétt saman í baráttu fyrir bættum kjörum. Samninganefnd sveitarfélaga mætir þéttum vegg samherja sem ekki þekkist heimboð lágfótu. Að leggja niður vinnu er þungbær ákvörðun. Verkfall er neyðarréttur þeirra sem verkkaupi misbýður. Samtök launafólks urðu til vegna biturrar reynslu réttlauss verkafólks og vanmáttar einstaklinga við að verjast yfirgangi "vinnuveitenda" - yfirstéttar karlasamstöðunnar sem vill geta skammtað sjálfri sér laun en öðrum skít úr hnefa. Verkföll reyna á. En hvað skal gera þegar hvorki er hlustað, hvað þá svarað mánuðum saman? Grunnskólakennarar eru að stærstum hluta kvennastétt, illa haldin í launum. Almennt eru laun kvenna á Íslandi úti í hafsauga og það þótt þær beri uppi uppeldi, menntun, atvinnulíf og heimilisrekstur þjóðarinnar. Okkur konur vantar samstöðuanda kennslukvenna. Verkfall kennara er farið að taka á taugar. Uppvakningar húsbóndavaldsins eru því upp risnir úr öllum áttum. Sjálfir sitja þeir í hægu sæti á margföldum launum kennslukvenna – láta aðra draga vagninn eða stunda sjálftöku launa og slá fram lausnum lágfótu. Fulltrúar eiginhagsmuna – lágfótur allra tíma éta minnimáttar. Þeim fjölgar sem hafa gleymt harðsóttum rétti einyrkjans gagnvart húsbóndavaldinu. Þeim fjölgar sem hafa sjálfir öðlast húsbóndavald í krafti nýfrjálshyggju sem sundrar samtakamætti fólks. Þeim fjölgar sem hafa aldrei kynnst bágum kjörum einyrkjans og þeirra sem minna mega sín. Þessir spámenn jafna nú samtökum kennara við valdakerfi hinna harðsnúnu vinnuveitenda og slást í lið með þeim sem vilja veikja eða slá af samtök launafólks – taka verkfallsrétt af kennurum – setja þá undir Kjaradóm. Himinninn er að hrynja yfir marga kennara en þið skuluð ekki þekkjast heimboð lágfótu – þá verðið þið étin með húð og hári. Standið keik, allt sanngjarnt fólk styður ykkur.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar