Sport

Chelsea og Arsenal sigruðu

Meistaradeild Evrópu hófst í kvöld með átta leikjum. Chelsea og Arsenal sigruðu bæði en kvöldið endaði illa hjá Eiði Smára Guðjohnsen. Chelsea vann PSG í París, 3-0, með tveim mörkum frá Didier Drogba og einu frá John Terry. Eiður Smári var í byrjunarliði Chelsea en fékk slæmt höfuðhögg í upphafi leiks og varð að yfirgefa völlinn. Arsenal nældi einnig í miklvæg stig er þeir fengu PSV Eindhoven í heimsókn. Arsenal sigraði 1-0 með sjálfsmarki Rodrigo Alex. Barcelona gerði góða ferð til Glasgow þar sem þeir sigruðu Celtic, 1-3. Deco, Ludovic Giuly skoruðu fyrstu mörk Barca en Henke Larsson skoraði síðan þriðja markið á sínum gamla heimavelli. Chris Sutton gerði mark Celtic. Evrópumeistarar Porto byrjuðu titilvörnina illa með því að gera markalaust jafntefli á heimavelli gegn CSKA Moskva. Brasilíumaðurinn Adriano gerði bæði mörk Inter sem sigraði Werder Bremen, 2-0. Hitt Mílanóliðið, AC Milan, sigraði síðan Shaktar Donetsk í Úkraínu, 1-0, með marki frá Clarence Seedorf. Rosenborg laut í gras í Grikklandi gegn Panathinaikos, 2-1. Ezequiel Gonzalez skoraði bæði mörk Grikkjanna en Frode Johnsen mark Norðmannanna. Valencia vann að lokum sigur á Anderlecht, 2-0. Ruben Baraja og Vicente skoruðu mörkin.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×