Sport

Rússar mætast á Opna bandaríska

Tvær rússneskar stúlkur mætast í úrslitum á Opna bandaríska meistaramótinu í tennis. Elena Dementieva keppir þá við Svetlönu Kuznetsovu. Hin 19 ára Kuznetsova vann Lindsay Davenport frá Bandaríkjunum í undanúrslitum en sú bandaríska hafði unnið 22 leiki í röð. Elena Dementieva sigraði Jennifer Capriati í hinum undanúrslitaleiknum. Í fyrra mættust tvær belgískar stúlkur í úrslitum á Opna bandaríska meistaramótinu en tvær rússneskar í ár. Á myndinni sést Svetlana Kuznetsova sýna snilldartakta í leiknum við Lindsay Davenport í gær. 



Fleiri fréttir

Sjá meira


×