Sport

Valur og Þróttur í úrvalsdeild

Valur og Reykjavíkurþróttarar tryggðu sér í dag sæti í úrvalsdeild karla í knattspyrnu á næsta ári. Þróttur sigraði Hauka 2-1 á Valbjarnarvelli og Valur sigraði Stjörnuna 4-0 á Stjörnuvelli. Fjölnir tapaði 3-0 fyrir Þór á Fjölnisvelli, á Kópavogsvelli vann Breiðablik HK 5-1 og Völsungur sigraði Njarðvík 2-1 á Húsavíkurvelli. Valur hefur þegar tryggt sér sigur í 1. deildinni, er með 34 stig fyrir 18. og síðustu umferð en Þróttur hefur hlotið 29 stig fyrir lokaumferðina sem fram fer næstkomandi föstudag. Þór, Breiðablik og HK berjast um þriðja sætið, hafa öll hlotið 25 stig. Í sjötta sæti er Fjölnir með 22 stig. Fallbaráttan er geysihörð í 1. deild. Fjögur neðstu liðin, Völsungar, Haukar, Stjarnan og Njarðvík berjast öll fyrir lífi sínu í 1. deild. Völsungar hafa 19 stig fyrir lokaumferðina en hin þrjú hafa 18 stig hvert um sig. Í lokaumferðinni föstudaginn 17. september mætast Þór og Völsungur, Valur og Fjölnir, HK og Stjarnan, Haukar og Breiðablik og loks Njarðvík og Þróttur. Allir leikirnir hefjast klukkan 17:30



Fleiri fréttir

Sjá meira


×