Sport

Maradona fluttur á spítala

Knattspyrnugoðið Diego Armando Maradona var fluttur á spítala fyrr í dag vegna öndunarerfiðleika. Að sögn frænda Maradona var ekkert alvarlegt á ferðinni en ákveðið var að hafa varann á og fara með knattspyrnumanninn fyrrverandi á sjúkrahús þegar erfiðleikarnir voru orðnir nokkuð meiri en eðlilegt getur talist. Hinn 43 ára gamli Maradona dvelst nú á meðferðarstofnun í heimalandinu Argentínu en bíður eftir leyfi yfirvalda til að fara aftur á heilsuhælið á Kúbu sem hann dvaldi lengi á fyrir nokkrum misserum og líkaði vel. Eins og margir muna var þessi argentíski knattspyrnusnillingur fluttur í skyndi á sjúkrahús í apríl á þessu ári með hjartatruflanir og var um tíma óttast um líf hans.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×