Þverrandi drengskapur 28. júní 2004 00:01 Einar Sveinbjörnsson skrifar um forsetakosningarnar. Einn helsti\' túlkandi sjálfstæðismanna á stjórnmálalegum tíðindum segir hér í Fréttablaðinu, eftir að úrslit í forsetakjöri voru kunn, að Ólafur Ragnar Grímsson væri ekki forseti þjóðarinnar, heldur væri hann forseti vinstri manna í landinu. Þessi ummæli eru vitanlega með þvílíkum ólíkindum og eru í raun sambærileg við það að segja að forsætisráðherra sé forsætisráðherra Sjálfstæðisflokksins en ekki ríkisstjórnar Lýðveldisins Íslands. Málið er að Ólafur Ragnar hlaut afgerandi kosningu og það með atkvæðum allmargra annarra en þeirra sem flokkast undir vinstri villu Hannesar Hólmsteins. 68% fylgi við Ólaf Ragnar er ekki eingöngu komið frá skilgreindum vinstri mönnum heldur í verulegum mæli frá fjölmörgum stuðningsmönnum beggja ríkisstjórnarflokkanna, þar með þeim sem þetta ritar. Oddvitar ríkisstjórnarflokkanna hafa með ummælum sínum ekki getað leynt vonbrigðum sínum með úrslitin og sérlega dapurlegt þótti mér að heyra í vinkonu minni Valgerði Sverrisdóttur á kosninganótt hálfpartinn finna að að kjöri Ólafs Ragnars og ýja að því að kosninginn væri lítt glæsileg, auðu atkvæði mörg o.s.frv. Sérstaklega í ljósi þess að Framsóknarflokkurinn hlaut í kjördæmi Valgerðar afar góða kosningu til Alþingis fyrir ári eða um þriðjung atkvæða, en í NA-kjördæmi fékk Ólafur Ragnar 75% allra atkvæða. Enginn þarf að segja mér annað en að sömu kjósendur Valgerðar hafi þar lagt þungt lóð á vogarskálarnar, sem og hefðbundnir kjósendur Sjálfstæðisflokksins. Auðir seðlar og atkvæði greidd öðrum frambjóðendum voru mun færri en svo að þau endurspegli alla aðra en þá sem skilgreindir eru sem vinstri menn í landinu. Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni og öðrum þeim sem agnúast út í forsetkjörið vil ég gefa eitt ráð. Sýnið þann drengskap að viðurkenna Ólaf Ragnar Grímsson sem forseta Lýðveldisins. Það er nóg komið af átökum á sviði stjórnmála og stjórnskipunar þar sem hverjum og einum er ætlað að skipa sér á bás með "okkur þessum góðu" eða þá "hinum, vondu köllunum." Samfélagið er sem betur fer ekki svart/hvítt þar sem fólki er skipað í tvö lið. Liðin eru fleiri og liðsmennirnir vilja margir hverjir þvert á liðsheildir vinna saman að sætum sigrum fyrir land og þjóð. Forsetakjörið er staðreynd, virðum það og vinnum með þeirri stjórnskipun sem stjórnarskráin segir fyrir um. Ríkisstjórnin verður að viðurkenna forsetakjörið og þá má ekki gleyma stjórnarandstöðunni sem einnig þarf að læra að viðurkenna réttkjörna ríkisstjórn og þingmeirihluta hennar. Forseti, ríkisstjórn og stjórnarandstaða verða síðan að vinna sameiginlega og af drengskap í hvers annars garð. Átakasamfélagið sem illu heilli hefur verið að skjóta dýpri rótum upp á síðkastið hugnast mér alls ekki. Landsmenn eiga einfaldlega annað og betra skilið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Einar Sveinbjörnsson skrifar um forsetakosningarnar. Einn helsti\' túlkandi sjálfstæðismanna á stjórnmálalegum tíðindum segir hér í Fréttablaðinu, eftir að úrslit í forsetakjöri voru kunn, að Ólafur Ragnar Grímsson væri ekki forseti þjóðarinnar, heldur væri hann forseti vinstri manna í landinu. Þessi ummæli eru vitanlega með þvílíkum ólíkindum og eru í raun sambærileg við það að segja að forsætisráðherra sé forsætisráðherra Sjálfstæðisflokksins en ekki ríkisstjórnar Lýðveldisins Íslands. Málið er að Ólafur Ragnar hlaut afgerandi kosningu og það með atkvæðum allmargra annarra en þeirra sem flokkast undir vinstri villu Hannesar Hólmsteins. 68% fylgi við Ólaf Ragnar er ekki eingöngu komið frá skilgreindum vinstri mönnum heldur í verulegum mæli frá fjölmörgum stuðningsmönnum beggja ríkisstjórnarflokkanna, þar með þeim sem þetta ritar. Oddvitar ríkisstjórnarflokkanna hafa með ummælum sínum ekki getað leynt vonbrigðum sínum með úrslitin og sérlega dapurlegt þótti mér að heyra í vinkonu minni Valgerði Sverrisdóttur á kosninganótt hálfpartinn finna að að kjöri Ólafs Ragnars og ýja að því að kosninginn væri lítt glæsileg, auðu atkvæði mörg o.s.frv. Sérstaklega í ljósi þess að Framsóknarflokkurinn hlaut í kjördæmi Valgerðar afar góða kosningu til Alþingis fyrir ári eða um þriðjung atkvæða, en í NA-kjördæmi fékk Ólafur Ragnar 75% allra atkvæða. Enginn þarf að segja mér annað en að sömu kjósendur Valgerðar hafi þar lagt þungt lóð á vogarskálarnar, sem og hefðbundnir kjósendur Sjálfstæðisflokksins. Auðir seðlar og atkvæði greidd öðrum frambjóðendum voru mun færri en svo að þau endurspegli alla aðra en þá sem skilgreindir eru sem vinstri menn í landinu. Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni og öðrum þeim sem agnúast út í forsetkjörið vil ég gefa eitt ráð. Sýnið þann drengskap að viðurkenna Ólaf Ragnar Grímsson sem forseta Lýðveldisins. Það er nóg komið af átökum á sviði stjórnmála og stjórnskipunar þar sem hverjum og einum er ætlað að skipa sér á bás með "okkur þessum góðu" eða þá "hinum, vondu köllunum." Samfélagið er sem betur fer ekki svart/hvítt þar sem fólki er skipað í tvö lið. Liðin eru fleiri og liðsmennirnir vilja margir hverjir þvert á liðsheildir vinna saman að sætum sigrum fyrir land og þjóð. Forsetakjörið er staðreynd, virðum það og vinnum með þeirri stjórnskipun sem stjórnarskráin segir fyrir um. Ríkisstjórnin verður að viðurkenna forsetakjörið og þá má ekki gleyma stjórnarandstöðunni sem einnig þarf að læra að viðurkenna réttkjörna ríkisstjórn og þingmeirihluta hennar. Forseti, ríkisstjórn og stjórnarandstaða verða síðan að vinna sameiginlega og af drengskap í hvers annars garð. Átakasamfélagið sem illu heilli hefur verið að skjóta dýpri rótum upp á síðkastið hugnast mér alls ekki. Landsmenn eiga einfaldlega annað og betra skilið.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun