Sigur fyrir Ólaf Ragnar 28. júní 2004 00:01 Mín skoðun - Gunnar Smári Egilsson Næstu daga mun baráttan um forsetakosninganar halda áfram. Nú verður barist um túlkun á niðurstöðum þeirra. Ólafur Ragnar Grímsson mun halda því fram að hann hafi ekki aðeins sigrað í kosningunum heldur einnig lagt forystu Sjálfstæðisflokksins og Morgunblaðið, sem er ekki lengur hægt að kalla annað en málgagn forystu flokksins. Morgunblaðið og harðasti kjarninn í kringum forystu Sjálfstæðisflokksins munu telja sig hafa laskað Ólaf Ragnar svo með auðum atkvæðum að hann hafi á einhvern hátt takmarkaðra umboð frá kjósendum en forsetar hingað til. Næstu daga mun verða deilt um þessar mismunandi túlkanir. Niðurstöður kosninga eru sjaldnast mjög skýrar og það á einnig við um þessar. Baráttan um túlkun þeirra getur því fært báðum nokkurn sigur -- eða í það minnsta varnarsigur. En það er ljóst að hvorugur tapaði.Það er nokkuð afrek að fá frá fimmtungi að fjórðungi þeirra sem mæta á kjörstað til að skila auðu. Það eru sterk mótmæli. Það er hins vegar erfitt að meta styrk þeirra sökum þess hversu öflugir aðilar stóðu að þeim og beittu sér í kosningabaráttunni. Það voru álíka margir sem skiluðu auðu í forsetakosningunum og skrifuðu undir hvatningu til Ólafs Ragnars að staðfesta ekki fjölmiðlalögin. Svipaður fjöldi hefur áður hvatt forseta til að staðfesta ekki lög um virkjanir og samninginn um Evrópska efnahagssvæðið. Mun fleiri skrifuðu þó undir stuðning við varnarsamninginn í herferð Varins lands fyrir þrjátíu árum. Auðu seðlarnir nú skipa sér samt sem áður í flokk með sterkustu mótmælum sögunnar.Sjálfstæðisflokkurinn hefur hins vegar verið gríðarsterkt afl í íslenskum stjórnmálum marga undanfarna áratugi og það er óvanalegt að hann beiti sér í mótmælaaðgerðum. Það er því ef til vill hægt að ætla honum meiri árangur í slíkum aðgerðum en til dæmis Vinstrihreyfingunni -- grænu framboði. Styrkur Sjálfstæðisflokksins og það afl sem Morgunblaðið lagði í kosningabaráttuna gerir það að verkum að þótt veikari öfl gætu vel við unað er fjöldi auðra seðla ekki sigur fyrir flokkinn eða blaðið. En þeir eru nægjanlega margir til að forða tapi.Hvað forysta flokksins hins vegar ætlaði sér með þessum leiðangri sínum er enn óskýrt. Það mátti öllum vera ljóst að þótt flokknum tækist að skaða stöðu forsetans myndi yfirlýst andstaða flokks og blaðs færa Ólafi Ragnari persónulegan sigur.Ólafur Ragnar situr vissulega uppi með mun verri kosningu en Vigdís Finnbogadóttir fékk árið 1988. Þetta eru einu forsetakosningarnar þar sem sitjandi forseti hefur fengið mótframboð og því einu kosningarnar sem eðlilegt er að bera þessar saman við. Mótframbjóðendur Ólafs Ragnars voru tveir og fengu aðeins meira en tvöfalt fylgi eina mótframbjóðanda Vigdísar. Mismunurinn liggur í auðum seðlum. Árið 1988 voru þeir rúm 2 prósent en nú bætast við meira en 20 prósent til viðbótar.Þrátt fyrir að kannanir hafi sýnt að Ólafi Ragnari hafi gengið vel að afla sér fylgis þrátt fyrir pólitíska fortíð sína gerir enginn ráð fyrir að hann verði nokkru sinni jafningi Vigdísar að vinsældum. Hann mátti því búast við fleiri auðum seðlum en Vigdís fékk þótt ekki hefði komið til andstaða Sjálfstæðisflokksins og Morgunblaðsins. Og þegar þessar kosningar eru bornar saman er munurinn ekki mikill í ljósi þess hversu öfluga andstæðinga Ólafur Ragnar var að glíma við.Við getum spurt okkur hvort við hefðum talið það sigur eða tap fyrir Ólaf Ragnar Grímsson fyrir nokkrum misserum síðan að fá þrisvar sinnum meira fylgi en sá kostur sem forysta Sjálfstæðisflokksins og Morgunblaðið börðust fyrir. Þótt það séu ekki góð tíðindi fyrir forseta að hátt í fimmtungur kjósenda skili auðu í mótmælaskyni eru niðurstöður þessara kosninga hins vegar nokkur sigur fyrir Ólaf Ragnar.Baldur Ágústsson má síðan vera stoltur af því að fá um þriðjungs fylgi á við Pétur Thorsteinsson 1980 og helminginn af fylgi Alberts Guðmundssonar i sömu kosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Mest lesið Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed Skoðun Skoðun Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Mín skoðun - Gunnar Smári Egilsson Næstu daga mun baráttan um forsetakosninganar halda áfram. Nú verður barist um túlkun á niðurstöðum þeirra. Ólafur Ragnar Grímsson mun halda því fram að hann hafi ekki aðeins sigrað í kosningunum heldur einnig lagt forystu Sjálfstæðisflokksins og Morgunblaðið, sem er ekki lengur hægt að kalla annað en málgagn forystu flokksins. Morgunblaðið og harðasti kjarninn í kringum forystu Sjálfstæðisflokksins munu telja sig hafa laskað Ólaf Ragnar svo með auðum atkvæðum að hann hafi á einhvern hátt takmarkaðra umboð frá kjósendum en forsetar hingað til. Næstu daga mun verða deilt um þessar mismunandi túlkanir. Niðurstöður kosninga eru sjaldnast mjög skýrar og það á einnig við um þessar. Baráttan um túlkun þeirra getur því fært báðum nokkurn sigur -- eða í það minnsta varnarsigur. En það er ljóst að hvorugur tapaði.Það er nokkuð afrek að fá frá fimmtungi að fjórðungi þeirra sem mæta á kjörstað til að skila auðu. Það eru sterk mótmæli. Það er hins vegar erfitt að meta styrk þeirra sökum þess hversu öflugir aðilar stóðu að þeim og beittu sér í kosningabaráttunni. Það voru álíka margir sem skiluðu auðu í forsetakosningunum og skrifuðu undir hvatningu til Ólafs Ragnars að staðfesta ekki fjölmiðlalögin. Svipaður fjöldi hefur áður hvatt forseta til að staðfesta ekki lög um virkjanir og samninginn um Evrópska efnahagssvæðið. Mun fleiri skrifuðu þó undir stuðning við varnarsamninginn í herferð Varins lands fyrir þrjátíu árum. Auðu seðlarnir nú skipa sér samt sem áður í flokk með sterkustu mótmælum sögunnar.Sjálfstæðisflokkurinn hefur hins vegar verið gríðarsterkt afl í íslenskum stjórnmálum marga undanfarna áratugi og það er óvanalegt að hann beiti sér í mótmælaaðgerðum. Það er því ef til vill hægt að ætla honum meiri árangur í slíkum aðgerðum en til dæmis Vinstrihreyfingunni -- grænu framboði. Styrkur Sjálfstæðisflokksins og það afl sem Morgunblaðið lagði í kosningabaráttuna gerir það að verkum að þótt veikari öfl gætu vel við unað er fjöldi auðra seðla ekki sigur fyrir flokkinn eða blaðið. En þeir eru nægjanlega margir til að forða tapi.Hvað forysta flokksins hins vegar ætlaði sér með þessum leiðangri sínum er enn óskýrt. Það mátti öllum vera ljóst að þótt flokknum tækist að skaða stöðu forsetans myndi yfirlýst andstaða flokks og blaðs færa Ólafi Ragnari persónulegan sigur.Ólafur Ragnar situr vissulega uppi með mun verri kosningu en Vigdís Finnbogadóttir fékk árið 1988. Þetta eru einu forsetakosningarnar þar sem sitjandi forseti hefur fengið mótframboð og því einu kosningarnar sem eðlilegt er að bera þessar saman við. Mótframbjóðendur Ólafs Ragnars voru tveir og fengu aðeins meira en tvöfalt fylgi eina mótframbjóðanda Vigdísar. Mismunurinn liggur í auðum seðlum. Árið 1988 voru þeir rúm 2 prósent en nú bætast við meira en 20 prósent til viðbótar.Þrátt fyrir að kannanir hafi sýnt að Ólafi Ragnari hafi gengið vel að afla sér fylgis þrátt fyrir pólitíska fortíð sína gerir enginn ráð fyrir að hann verði nokkru sinni jafningi Vigdísar að vinsældum. Hann mátti því búast við fleiri auðum seðlum en Vigdís fékk þótt ekki hefði komið til andstaða Sjálfstæðisflokksins og Morgunblaðsins. Og þegar þessar kosningar eru bornar saman er munurinn ekki mikill í ljósi þess hversu öfluga andstæðinga Ólafur Ragnar var að glíma við.Við getum spurt okkur hvort við hefðum talið það sigur eða tap fyrir Ólaf Ragnar Grímsson fyrir nokkrum misserum síðan að fá þrisvar sinnum meira fylgi en sá kostur sem forysta Sjálfstæðisflokksins og Morgunblaðið börðust fyrir. Þótt það séu ekki góð tíðindi fyrir forseta að hátt í fimmtungur kjósenda skili auðu í mótmælaskyni eru niðurstöður þessara kosninga hins vegar nokkur sigur fyrir Ólaf Ragnar.Baldur Ágústsson má síðan vera stoltur af því að fá um þriðjungs fylgi á við Pétur Thorsteinsson 1980 og helminginn af fylgi Alberts Guðmundssonar i sömu kosningum.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun