Æskan og ellin 22. desember 2004 00:01 Húsnæðismál aldraðra - Steinunn Finnbogadóttir Virðing og hlý umhyggja er ómetanleg hverju barni, en æskan og ellin eru á einum og sama þræði. Hin hljóða ósk eldra fólks er einmitt að njóta virðingar, umhyggju og öryggis. Sem áhugamaður um hagi og líðan fólks vakti það athygli mina og ánægju er Jón Kristjánsson heilbrigðismálaráðherra tjáði sig um sína framtíðarsýn varðandi málefni eldra fólks í útvarpsviðtali þann 16. desember síðastliðinn. Sýn ráðherrans var glögg og ígrunduð eins og vænta mátti úr þeirri átt. Hann taldi að þjónustuíbúðum yrði fjölgað og heimahjúkrun aukin og myndi það leiða til þess að viðkomandi þyrfti ekki að fara á sjúkrastofnun fyrr en í lengstu lög. Þessi yfirlýsing lét einkar vel í eyrum og kallaði fram í huga mínum tillögu sem ég bar fram í stjórn húsnæðissamvinnufélagsins Búmenn í september 2003, en í tillögunni fólst sú ósk m.a. að félagið verði á hverjum tíma boðberi nýrrar sýnar í byggingarmálum og hvers konar þjónustu við fólk á efri árum. Samvinnufélagið Búmenn er landsfélag og meginmarkmið þess er að reisa vandað og hentugt húsnæði fyrir 50 ára og eldri á viðráðanlegu verði. Félaginu hefur vegnað vel og átt góða samvinnu við sveitarstjórnir víðs vegar á landinu. Markmið félagsins er t.d. að við skipulag á nýjum hverfum í borg og bæjum, verði strax séð fyrir góðri lóð fyrir hjúkrunar- og félagsþjónustu fyrir eldra fólk á sama hátt og fyrir íbúðir, skóla og leikskóla, verslun og þjónustu svo nokkuð sé nefnt. Með því að slík þjónusta byggðist strax upp sem eðlilegur hlutur í hverju hverfi skapaðist möguleiki á áframhaldandi nálægð við umhverfið og betri tengsl við vini og vandamenn héldust órofin. Fólk sem nauðugt þarf að flytja langa leið í skjól fyrir aldraða er eins og rifið upp með rótum. Þegar einsemdin bætist við líðan aldraðra og sjúkra er mikil ástæða til að leita allra ráða til úrbóta og finna leiðir til að draga úr bæði ljósum og leyndum vanda eldra fólks í dag. Búmenn hafa mótaðar skoðanir um hvernig fjölga megi valkostum félagsmanna og koma á skapandi umræðu um ólíka og um leið jákvæða möguleika í þjónustu við eldra fólk. Á sama hátt og sveitarfélög víðs vegar á landinu búa við mismunandi aðstæður þá liggur það í augum uppi að það sama á við um alla, hvort sem þeir eru ungir eða gamlir. Því varpa ég ofangreindum hugmyndum mínum fram sem innleggi í slíka umræðu og vonast til þess að á síðum blaðsins eigi eftir að skapast líflegar og uppbyggjandi umræður um þetta mikilvæga málefni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Landspítali í bráðri hættu Læknar á Landspítala Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Ölmusa útgerðarinnar Bolli Héðinsson Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Löng barátta XD fyrir jafnrétti og frelsi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Húsnæðismál aldraðra - Steinunn Finnbogadóttir Virðing og hlý umhyggja er ómetanleg hverju barni, en æskan og ellin eru á einum og sama þræði. Hin hljóða ósk eldra fólks er einmitt að njóta virðingar, umhyggju og öryggis. Sem áhugamaður um hagi og líðan fólks vakti það athygli mina og ánægju er Jón Kristjánsson heilbrigðismálaráðherra tjáði sig um sína framtíðarsýn varðandi málefni eldra fólks í útvarpsviðtali þann 16. desember síðastliðinn. Sýn ráðherrans var glögg og ígrunduð eins og vænta mátti úr þeirri átt. Hann taldi að þjónustuíbúðum yrði fjölgað og heimahjúkrun aukin og myndi það leiða til þess að viðkomandi þyrfti ekki að fara á sjúkrastofnun fyrr en í lengstu lög. Þessi yfirlýsing lét einkar vel í eyrum og kallaði fram í huga mínum tillögu sem ég bar fram í stjórn húsnæðissamvinnufélagsins Búmenn í september 2003, en í tillögunni fólst sú ósk m.a. að félagið verði á hverjum tíma boðberi nýrrar sýnar í byggingarmálum og hvers konar þjónustu við fólk á efri árum. Samvinnufélagið Búmenn er landsfélag og meginmarkmið þess er að reisa vandað og hentugt húsnæði fyrir 50 ára og eldri á viðráðanlegu verði. Félaginu hefur vegnað vel og átt góða samvinnu við sveitarstjórnir víðs vegar á landinu. Markmið félagsins er t.d. að við skipulag á nýjum hverfum í borg og bæjum, verði strax séð fyrir góðri lóð fyrir hjúkrunar- og félagsþjónustu fyrir eldra fólk á sama hátt og fyrir íbúðir, skóla og leikskóla, verslun og þjónustu svo nokkuð sé nefnt. Með því að slík þjónusta byggðist strax upp sem eðlilegur hlutur í hverju hverfi skapaðist möguleiki á áframhaldandi nálægð við umhverfið og betri tengsl við vini og vandamenn héldust órofin. Fólk sem nauðugt þarf að flytja langa leið í skjól fyrir aldraða er eins og rifið upp með rótum. Þegar einsemdin bætist við líðan aldraðra og sjúkra er mikil ástæða til að leita allra ráða til úrbóta og finna leiðir til að draga úr bæði ljósum og leyndum vanda eldra fólks í dag. Búmenn hafa mótaðar skoðanir um hvernig fjölga megi valkostum félagsmanna og koma á skapandi umræðu um ólíka og um leið jákvæða möguleika í þjónustu við eldra fólk. Á sama hátt og sveitarfélög víðs vegar á landinu búa við mismunandi aðstæður þá liggur það í augum uppi að það sama á við um alla, hvort sem þeir eru ungir eða gamlir. Því varpa ég ofangreindum hugmyndum mínum fram sem innleggi í slíka umræðu og vonast til þess að á síðum blaðsins eigi eftir að skapast líflegar og uppbyggjandi umræður um þetta mikilvæga málefni.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun