Æskan og ellin 22. desember 2004 00:01 Húsnæðismál aldraðra - Steinunn Finnbogadóttir Virðing og hlý umhyggja er ómetanleg hverju barni, en æskan og ellin eru á einum og sama þræði. Hin hljóða ósk eldra fólks er einmitt að njóta virðingar, umhyggju og öryggis. Sem áhugamaður um hagi og líðan fólks vakti það athygli mina og ánægju er Jón Kristjánsson heilbrigðismálaráðherra tjáði sig um sína framtíðarsýn varðandi málefni eldra fólks í útvarpsviðtali þann 16. desember síðastliðinn. Sýn ráðherrans var glögg og ígrunduð eins og vænta mátti úr þeirri átt. Hann taldi að þjónustuíbúðum yrði fjölgað og heimahjúkrun aukin og myndi það leiða til þess að viðkomandi þyrfti ekki að fara á sjúkrastofnun fyrr en í lengstu lög. Þessi yfirlýsing lét einkar vel í eyrum og kallaði fram í huga mínum tillögu sem ég bar fram í stjórn húsnæðissamvinnufélagsins Búmenn í september 2003, en í tillögunni fólst sú ósk m.a. að félagið verði á hverjum tíma boðberi nýrrar sýnar í byggingarmálum og hvers konar þjónustu við fólk á efri árum. Samvinnufélagið Búmenn er landsfélag og meginmarkmið þess er að reisa vandað og hentugt húsnæði fyrir 50 ára og eldri á viðráðanlegu verði. Félaginu hefur vegnað vel og átt góða samvinnu við sveitarstjórnir víðs vegar á landinu. Markmið félagsins er t.d. að við skipulag á nýjum hverfum í borg og bæjum, verði strax séð fyrir góðri lóð fyrir hjúkrunar- og félagsþjónustu fyrir eldra fólk á sama hátt og fyrir íbúðir, skóla og leikskóla, verslun og þjónustu svo nokkuð sé nefnt. Með því að slík þjónusta byggðist strax upp sem eðlilegur hlutur í hverju hverfi skapaðist möguleiki á áframhaldandi nálægð við umhverfið og betri tengsl við vini og vandamenn héldust órofin. Fólk sem nauðugt þarf að flytja langa leið í skjól fyrir aldraða er eins og rifið upp með rótum. Þegar einsemdin bætist við líðan aldraðra og sjúkra er mikil ástæða til að leita allra ráða til úrbóta og finna leiðir til að draga úr bæði ljósum og leyndum vanda eldra fólks í dag. Búmenn hafa mótaðar skoðanir um hvernig fjölga megi valkostum félagsmanna og koma á skapandi umræðu um ólíka og um leið jákvæða möguleika í þjónustu við eldra fólk. Á sama hátt og sveitarfélög víðs vegar á landinu búa við mismunandi aðstæður þá liggur það í augum uppi að það sama á við um alla, hvort sem þeir eru ungir eða gamlir. Því varpa ég ofangreindum hugmyndum mínum fram sem innleggi í slíka umræðu og vonast til þess að á síðum blaðsins eigi eftir að skapast líflegar og uppbyggjandi umræður um þetta mikilvæga málefni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Húsnæðismál aldraðra - Steinunn Finnbogadóttir Virðing og hlý umhyggja er ómetanleg hverju barni, en æskan og ellin eru á einum og sama þræði. Hin hljóða ósk eldra fólks er einmitt að njóta virðingar, umhyggju og öryggis. Sem áhugamaður um hagi og líðan fólks vakti það athygli mina og ánægju er Jón Kristjánsson heilbrigðismálaráðherra tjáði sig um sína framtíðarsýn varðandi málefni eldra fólks í útvarpsviðtali þann 16. desember síðastliðinn. Sýn ráðherrans var glögg og ígrunduð eins og vænta mátti úr þeirri átt. Hann taldi að þjónustuíbúðum yrði fjölgað og heimahjúkrun aukin og myndi það leiða til þess að viðkomandi þyrfti ekki að fara á sjúkrastofnun fyrr en í lengstu lög. Þessi yfirlýsing lét einkar vel í eyrum og kallaði fram í huga mínum tillögu sem ég bar fram í stjórn húsnæðissamvinnufélagsins Búmenn í september 2003, en í tillögunni fólst sú ósk m.a. að félagið verði á hverjum tíma boðberi nýrrar sýnar í byggingarmálum og hvers konar þjónustu við fólk á efri árum. Samvinnufélagið Búmenn er landsfélag og meginmarkmið þess er að reisa vandað og hentugt húsnæði fyrir 50 ára og eldri á viðráðanlegu verði. Félaginu hefur vegnað vel og átt góða samvinnu við sveitarstjórnir víðs vegar á landinu. Markmið félagsins er t.d. að við skipulag á nýjum hverfum í borg og bæjum, verði strax séð fyrir góðri lóð fyrir hjúkrunar- og félagsþjónustu fyrir eldra fólk á sama hátt og fyrir íbúðir, skóla og leikskóla, verslun og þjónustu svo nokkuð sé nefnt. Með því að slík þjónusta byggðist strax upp sem eðlilegur hlutur í hverju hverfi skapaðist möguleiki á áframhaldandi nálægð við umhverfið og betri tengsl við vini og vandamenn héldust órofin. Fólk sem nauðugt þarf að flytja langa leið í skjól fyrir aldraða er eins og rifið upp með rótum. Þegar einsemdin bætist við líðan aldraðra og sjúkra er mikil ástæða til að leita allra ráða til úrbóta og finna leiðir til að draga úr bæði ljósum og leyndum vanda eldra fólks í dag. Búmenn hafa mótaðar skoðanir um hvernig fjölga megi valkostum félagsmanna og koma á skapandi umræðu um ólíka og um leið jákvæða möguleika í þjónustu við eldra fólk. Á sama hátt og sveitarfélög víðs vegar á landinu búa við mismunandi aðstæður þá liggur það í augum uppi að það sama á við um alla, hvort sem þeir eru ungir eða gamlir. Því varpa ég ofangreindum hugmyndum mínum fram sem innleggi í slíka umræðu og vonast til þess að á síðum blaðsins eigi eftir að skapast líflegar og uppbyggjandi umræður um þetta mikilvæga málefni.
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun