Flugvöllinn áfram til framtíðar 13. desember 2004 00:01 Reykjavíkurflugvöllur - Kristinn Snæland Einar Kr. Guðfinnsson alþingismaður fjallaði nýverið um Reykjavíkurflugvöll í Fréttablaðinu. Það varð til þess að andstæðingar flugvallarins ruku upp og mótmæla nú enn ákaft því að hann skuli standa og leggja gífurlega áherslu á að hann skuli burt. Suðurnesjamenn grípa tækifærið og lýsa því yfir að afar lítið mál sé að taka við öllu innanlandsflugi á Keflavíkurflugvöll. Ég sé ekkert að því að þetta fólk viðri þessar skoðanir en tel það hafa rangt fyrir sér. Að Vatnsmýrin sé dýrmætt byggingarsvæði má sjálfsagt til sanns vegar færa en rangt að ætla að fórna flugvellinum aðeins vegna þess. Mikilvægi þess að hafa flugvöllinn þar sem hann er nú sjá þeir sem gera sér að fullu grein fyrir því hvernig hann fullnægir þörfum landsmanna þar sem hann er nú og að enginn annar staður finnst betri til þess. Guðmundur heitinn Sveinsson netagerðarmaður og bæjarfulltrúi á Ísafirði opnaði augu mín fyrir mikilvægri legu flugvallarins þegar hann sagði mér frá eftirfarandi reynslu sinni, á þessa leið: "Ég hef lent í því að vera 10 daga að komast heim á Ísafjörð frá Reykjavík með flugvél. Þrisvar fórum við í loftið og komumst tvisvar alla leið vestur í Djúp áður en flugvélin varð að snúa við og eitt sinn styttra. Á tíunda degi tókst loks að fljúga vestur og lenda þar." Sögunni fylgdi ekki hversu marga daga það tók að komast suður, enda annað mál að vera þá heima. Þetta gæti komið fyrir Reykvíking sem væri fyrir vestan, þó með öfugum formerkjum, þ.e.a.s. að vera 10 daga að komast suður frá Ísafirði. Að þurfa að leita flugs alla leið til Keflavíkur þann árstíma sem veður eru válynd og dagar skammir eru óraunhæfar ályktanir. Yrði það niðurstaðan mætti hætta öllu innanlandsflugi, a.m.k. að vetrum. Það fólk sem berst fyrir því er beðið um að gera sér grein fyrir því að Reykjavík er höfuðborg allra landsmanna og ber íbúum hennar að taka tillit til þess. Á meðan þörf er talin fyrir innanlandsflug er óhjákvæmilegt að viðurkennt sé að þótt Vatnsmýrin sé dýrmætt byggingarland er hún ómetanlegt land allra landsmanna undir flugvöll. Loks má nefna að borg eftir borg erlendis, fjölmennari en Reykjavík, hefur flugvelli innan borgarmarka sinna og það jafnvel fleiri en einn og með miklu meiri flugumferð en okkar höfuðborgarflugvöllur hefir. Áfram til framtíðar, flugvöll í Vatnsmýri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Reykjavíkurflugvöllur - Kristinn Snæland Einar Kr. Guðfinnsson alþingismaður fjallaði nýverið um Reykjavíkurflugvöll í Fréttablaðinu. Það varð til þess að andstæðingar flugvallarins ruku upp og mótmæla nú enn ákaft því að hann skuli standa og leggja gífurlega áherslu á að hann skuli burt. Suðurnesjamenn grípa tækifærið og lýsa því yfir að afar lítið mál sé að taka við öllu innanlandsflugi á Keflavíkurflugvöll. Ég sé ekkert að því að þetta fólk viðri þessar skoðanir en tel það hafa rangt fyrir sér. Að Vatnsmýrin sé dýrmætt byggingarsvæði má sjálfsagt til sanns vegar færa en rangt að ætla að fórna flugvellinum aðeins vegna þess. Mikilvægi þess að hafa flugvöllinn þar sem hann er nú sjá þeir sem gera sér að fullu grein fyrir því hvernig hann fullnægir þörfum landsmanna þar sem hann er nú og að enginn annar staður finnst betri til þess. Guðmundur heitinn Sveinsson netagerðarmaður og bæjarfulltrúi á Ísafirði opnaði augu mín fyrir mikilvægri legu flugvallarins þegar hann sagði mér frá eftirfarandi reynslu sinni, á þessa leið: "Ég hef lent í því að vera 10 daga að komast heim á Ísafjörð frá Reykjavík með flugvél. Þrisvar fórum við í loftið og komumst tvisvar alla leið vestur í Djúp áður en flugvélin varð að snúa við og eitt sinn styttra. Á tíunda degi tókst loks að fljúga vestur og lenda þar." Sögunni fylgdi ekki hversu marga daga það tók að komast suður, enda annað mál að vera þá heima. Þetta gæti komið fyrir Reykvíking sem væri fyrir vestan, þó með öfugum formerkjum, þ.e.a.s. að vera 10 daga að komast suður frá Ísafirði. Að þurfa að leita flugs alla leið til Keflavíkur þann árstíma sem veður eru válynd og dagar skammir eru óraunhæfar ályktanir. Yrði það niðurstaðan mætti hætta öllu innanlandsflugi, a.m.k. að vetrum. Það fólk sem berst fyrir því er beðið um að gera sér grein fyrir því að Reykjavík er höfuðborg allra landsmanna og ber íbúum hennar að taka tillit til þess. Á meðan þörf er talin fyrir innanlandsflug er óhjákvæmilegt að viðurkennt sé að þótt Vatnsmýrin sé dýrmætt byggingarland er hún ómetanlegt land allra landsmanna undir flugvöll. Loks má nefna að borg eftir borg erlendis, fjölmennari en Reykjavík, hefur flugvelli innan borgarmarka sinna og það jafnvel fleiri en einn og með miklu meiri flugumferð en okkar höfuðborgarflugvöllur hefir. Áfram til framtíðar, flugvöll í Vatnsmýri.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun