Flugvöllinn áfram til framtíðar 13. desember 2004 00:01 Reykjavíkurflugvöllur - Kristinn Snæland Einar Kr. Guðfinnsson alþingismaður fjallaði nýverið um Reykjavíkurflugvöll í Fréttablaðinu. Það varð til þess að andstæðingar flugvallarins ruku upp og mótmæla nú enn ákaft því að hann skuli standa og leggja gífurlega áherslu á að hann skuli burt. Suðurnesjamenn grípa tækifærið og lýsa því yfir að afar lítið mál sé að taka við öllu innanlandsflugi á Keflavíkurflugvöll. Ég sé ekkert að því að þetta fólk viðri þessar skoðanir en tel það hafa rangt fyrir sér. Að Vatnsmýrin sé dýrmætt byggingarsvæði má sjálfsagt til sanns vegar færa en rangt að ætla að fórna flugvellinum aðeins vegna þess. Mikilvægi þess að hafa flugvöllinn þar sem hann er nú sjá þeir sem gera sér að fullu grein fyrir því hvernig hann fullnægir þörfum landsmanna þar sem hann er nú og að enginn annar staður finnst betri til þess. Guðmundur heitinn Sveinsson netagerðarmaður og bæjarfulltrúi á Ísafirði opnaði augu mín fyrir mikilvægri legu flugvallarins þegar hann sagði mér frá eftirfarandi reynslu sinni, á þessa leið: "Ég hef lent í því að vera 10 daga að komast heim á Ísafjörð frá Reykjavík með flugvél. Þrisvar fórum við í loftið og komumst tvisvar alla leið vestur í Djúp áður en flugvélin varð að snúa við og eitt sinn styttra. Á tíunda degi tókst loks að fljúga vestur og lenda þar." Sögunni fylgdi ekki hversu marga daga það tók að komast suður, enda annað mál að vera þá heima. Þetta gæti komið fyrir Reykvíking sem væri fyrir vestan, þó með öfugum formerkjum, þ.e.a.s. að vera 10 daga að komast suður frá Ísafirði. Að þurfa að leita flugs alla leið til Keflavíkur þann árstíma sem veður eru válynd og dagar skammir eru óraunhæfar ályktanir. Yrði það niðurstaðan mætti hætta öllu innanlandsflugi, a.m.k. að vetrum. Það fólk sem berst fyrir því er beðið um að gera sér grein fyrir því að Reykjavík er höfuðborg allra landsmanna og ber íbúum hennar að taka tillit til þess. Á meðan þörf er talin fyrir innanlandsflug er óhjákvæmilegt að viðurkennt sé að þótt Vatnsmýrin sé dýrmætt byggingarland er hún ómetanlegt land allra landsmanna undir flugvöll. Loks má nefna að borg eftir borg erlendis, fjölmennari en Reykjavík, hefur flugvelli innan borgarmarka sinna og það jafnvel fleiri en einn og með miklu meiri flugumferð en okkar höfuðborgarflugvöllur hefir. Áfram til framtíðar, flugvöll í Vatnsmýri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Sjá meira
Reykjavíkurflugvöllur - Kristinn Snæland Einar Kr. Guðfinnsson alþingismaður fjallaði nýverið um Reykjavíkurflugvöll í Fréttablaðinu. Það varð til þess að andstæðingar flugvallarins ruku upp og mótmæla nú enn ákaft því að hann skuli standa og leggja gífurlega áherslu á að hann skuli burt. Suðurnesjamenn grípa tækifærið og lýsa því yfir að afar lítið mál sé að taka við öllu innanlandsflugi á Keflavíkurflugvöll. Ég sé ekkert að því að þetta fólk viðri þessar skoðanir en tel það hafa rangt fyrir sér. Að Vatnsmýrin sé dýrmætt byggingarsvæði má sjálfsagt til sanns vegar færa en rangt að ætla að fórna flugvellinum aðeins vegna þess. Mikilvægi þess að hafa flugvöllinn þar sem hann er nú sjá þeir sem gera sér að fullu grein fyrir því hvernig hann fullnægir þörfum landsmanna þar sem hann er nú og að enginn annar staður finnst betri til þess. Guðmundur heitinn Sveinsson netagerðarmaður og bæjarfulltrúi á Ísafirði opnaði augu mín fyrir mikilvægri legu flugvallarins þegar hann sagði mér frá eftirfarandi reynslu sinni, á þessa leið: "Ég hef lent í því að vera 10 daga að komast heim á Ísafjörð frá Reykjavík með flugvél. Þrisvar fórum við í loftið og komumst tvisvar alla leið vestur í Djúp áður en flugvélin varð að snúa við og eitt sinn styttra. Á tíunda degi tókst loks að fljúga vestur og lenda þar." Sögunni fylgdi ekki hversu marga daga það tók að komast suður, enda annað mál að vera þá heima. Þetta gæti komið fyrir Reykvíking sem væri fyrir vestan, þó með öfugum formerkjum, þ.e.a.s. að vera 10 daga að komast suður frá Ísafirði. Að þurfa að leita flugs alla leið til Keflavíkur þann árstíma sem veður eru válynd og dagar skammir eru óraunhæfar ályktanir. Yrði það niðurstaðan mætti hætta öllu innanlandsflugi, a.m.k. að vetrum. Það fólk sem berst fyrir því er beðið um að gera sér grein fyrir því að Reykjavík er höfuðborg allra landsmanna og ber íbúum hennar að taka tillit til þess. Á meðan þörf er talin fyrir innanlandsflug er óhjákvæmilegt að viðurkennt sé að þótt Vatnsmýrin sé dýrmætt byggingarland er hún ómetanlegt land allra landsmanna undir flugvöll. Loks má nefna að borg eftir borg erlendis, fjölmennari en Reykjavík, hefur flugvelli innan borgarmarka sinna og það jafnvel fleiri en einn og með miklu meiri flugumferð en okkar höfuðborgarflugvöllur hefir. Áfram til framtíðar, flugvöll í Vatnsmýri.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar