Í grímulausri samkeppni 8. desember 2004 00:01 Íbúðalán - Guðjón Rúnarsson Sú undarlega staða er komin upp hér á landi að þrátt fyrir yfirlýsingar um annað hefur Íbúðalánasjóður hafið hatramma samkeppni við einkafyrirtæki á frjálsum markaði um lánveitingar til fólks vegna íbúðakaupa. Forsvarsmenn Íbúðalánasjóðs hafa lýst því yfir margítrekað síðustu mánuði að sjóðurinn sé og eigi ekki að vera í samkeppni við banka og sparisjóði. Á sama tíma hafa sömu forsvarsmenn í verki keppst við að undirbjóða vaxtakjör á frjálsum markaði og verið í grimmri auglýsingaherferð þar sem þeir hafa gert mikið úr kostum eigin lána og látið halla á lán "samkeppnisaðila sinna". Sjóðurinn hefur líka talið ástæðu til að vera með sérstakan markaðsstjóra, en hlutverk slíkra aðila í fyrirtækjarekstri er jafnan að tryggja sem bestan árangur í samkeppni. Í þessari grímulausu samkeppni nýtur Íbúðalánasjóður þess forskots að vera undanþeginn skattskyldu og hafa ókeypis ábyrgð ríkissjóðs á fjármögnun lána sinna. Þessi staða er ekki bara undarleg í meira lagi heldur einstök í Evrópu og þótt víðar sé leitað. Síðasta útspil Íbúðalánasjóðs var að gera sérstakan samning við einn aðila um framkvæmd greiðslumats og þjónustu við lánveitingar sínar. Reyndar tekur sjóðurinn fram að öllum fjármálafyrirtækjum á húsnæðislánamarkaði standi til boða sambærilegt samstarf. Fyrir liggur hins vegar að forsvarsmenn sjóðsins nýttu sér þá aðstöðu sína að vera undanþegnir lögum um opinber innkaup og þannig öllum eðlilegum kröfum til ríkisfyrirtækja um útboð á þjónustuþáttum, og hófu viðræður við einn aðila á lánamarkaði um samstarf. Slík vinnubrögð eru tæpast til fyrirmyndar, og breytir litlu þótt forsvarsmenn sjóðsins hafi ekki talið stætt á öðru í framhaldinu en að bjóða öðrum samleið líka. Í fréttatíma Stöðvar 2 síðasta föstudagskvöld gaf markaðsstjóri Íbúðalánasjóðs í skyn að bankar og sparisjóðir hefðu ekki sinnt greiðslumatsvinnu sinni fyrir sjóðinn í gegnum tíðina sem skyldi. Þetta eru alvarlegar ásakanir og það er skilyrðislaus krafa að þeir sem koma fram með slíkt sýni fram á dæmi þar um. Á meðan eru þetta marklausar dylgjur frá hinu opinbera sem gera ekkert nema að skaða starfsemi sjálfstæðra einkafyrirtækja í landinu. Bankar og sparisjóðir hafa lagt mikinn metnað í að veita sem allra besta þjónustu á þessu sviði og hafa þeir m.a.s. gagnrýnt það hversu vægar kröfur Íbúðalánasjóður hefur viljað gera um slíkt greiðslumat, sem þannig yki hættuna á að fólk reisti sér hurðarás um öxl ef greiðslumatið væri ekki í nægilegum takti við raunveruleikann. Það hefur líka sýnt sig að bankar og sparisjóðir gera mun strangari kröfur um greiðslumat í tengslum við nýjar íbúðalánveitingar sínar en sjóðurinn hefur gert. Mikilvægt er á þeim jákvæðu umbrotatímum sem nú ganga yfir íslenskan fjármálaheim, þar sem stóraukinn styrkur hefur gert fjármálafyrirtækjum kleift að koma af krafti inn á íbúðalánamarkaðinn, að hið opinbera stígi gætilega til jarðar við þá endurskoðun á hlutverki Íbúðalánasjóðs sem er hafin. Varast ber að láta starfsmenn opinberra sjóða ráða þeirri ferð því hættan er sú að þeirra hagsmunir fari ekki saman við hagsmuni almennings. Fyrir því er áratuga reynsla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Íbúðalán - Guðjón Rúnarsson Sú undarlega staða er komin upp hér á landi að þrátt fyrir yfirlýsingar um annað hefur Íbúðalánasjóður hafið hatramma samkeppni við einkafyrirtæki á frjálsum markaði um lánveitingar til fólks vegna íbúðakaupa. Forsvarsmenn Íbúðalánasjóðs hafa lýst því yfir margítrekað síðustu mánuði að sjóðurinn sé og eigi ekki að vera í samkeppni við banka og sparisjóði. Á sama tíma hafa sömu forsvarsmenn í verki keppst við að undirbjóða vaxtakjör á frjálsum markaði og verið í grimmri auglýsingaherferð þar sem þeir hafa gert mikið úr kostum eigin lána og látið halla á lán "samkeppnisaðila sinna". Sjóðurinn hefur líka talið ástæðu til að vera með sérstakan markaðsstjóra, en hlutverk slíkra aðila í fyrirtækjarekstri er jafnan að tryggja sem bestan árangur í samkeppni. Í þessari grímulausu samkeppni nýtur Íbúðalánasjóður þess forskots að vera undanþeginn skattskyldu og hafa ókeypis ábyrgð ríkissjóðs á fjármögnun lána sinna. Þessi staða er ekki bara undarleg í meira lagi heldur einstök í Evrópu og þótt víðar sé leitað. Síðasta útspil Íbúðalánasjóðs var að gera sérstakan samning við einn aðila um framkvæmd greiðslumats og þjónustu við lánveitingar sínar. Reyndar tekur sjóðurinn fram að öllum fjármálafyrirtækjum á húsnæðislánamarkaði standi til boða sambærilegt samstarf. Fyrir liggur hins vegar að forsvarsmenn sjóðsins nýttu sér þá aðstöðu sína að vera undanþegnir lögum um opinber innkaup og þannig öllum eðlilegum kröfum til ríkisfyrirtækja um útboð á þjónustuþáttum, og hófu viðræður við einn aðila á lánamarkaði um samstarf. Slík vinnubrögð eru tæpast til fyrirmyndar, og breytir litlu þótt forsvarsmenn sjóðsins hafi ekki talið stætt á öðru í framhaldinu en að bjóða öðrum samleið líka. Í fréttatíma Stöðvar 2 síðasta föstudagskvöld gaf markaðsstjóri Íbúðalánasjóðs í skyn að bankar og sparisjóðir hefðu ekki sinnt greiðslumatsvinnu sinni fyrir sjóðinn í gegnum tíðina sem skyldi. Þetta eru alvarlegar ásakanir og það er skilyrðislaus krafa að þeir sem koma fram með slíkt sýni fram á dæmi þar um. Á meðan eru þetta marklausar dylgjur frá hinu opinbera sem gera ekkert nema að skaða starfsemi sjálfstæðra einkafyrirtækja í landinu. Bankar og sparisjóðir hafa lagt mikinn metnað í að veita sem allra besta þjónustu á þessu sviði og hafa þeir m.a.s. gagnrýnt það hversu vægar kröfur Íbúðalánasjóður hefur viljað gera um slíkt greiðslumat, sem þannig yki hættuna á að fólk reisti sér hurðarás um öxl ef greiðslumatið væri ekki í nægilegum takti við raunveruleikann. Það hefur líka sýnt sig að bankar og sparisjóðir gera mun strangari kröfur um greiðslumat í tengslum við nýjar íbúðalánveitingar sínar en sjóðurinn hefur gert. Mikilvægt er á þeim jákvæðu umbrotatímum sem nú ganga yfir íslenskan fjármálaheim, þar sem stóraukinn styrkur hefur gert fjármálafyrirtækjum kleift að koma af krafti inn á íbúðalánamarkaðinn, að hið opinbera stígi gætilega til jarðar við þá endurskoðun á hlutverki Íbúðalánasjóðs sem er hafin. Varast ber að láta starfsmenn opinberra sjóða ráða þeirri ferð því hættan er sú að þeirra hagsmunir fari ekki saman við hagsmuni almennings. Fyrir því er áratuga reynsla.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun