Fordómar um trúleysi 7. desember 2004 00:01 Trú og trúleysi - Óli Gneisti Sóleyjarson háskólanemi Miðvikudaginn 24. nóvember birtist á baksíðu Fréttablaðsins pistill eftir Þráinn Bertelsson þar sem hann afhjúpaði þröngsýni sína, fáfræði og fordóma. Í þessari grein voru ótal svívirðilegir palladómar um trúleysi. Þráinn tengdi trúleysi meðal annars við þjóðrembu, útlendingahatur, fasisma og neysluhyggju. Það er Fréttablaðinu til skammar að hafa birt þessa þvælu.Það er hvergi ljósara að Þráinn hefur ekki hugmynd um hvað hann er að tala um en þegar hann tengir trúleysi við útlendingahatur, hann talar líka um "þá illsku sem brýst fram í ofstæki og fjandskap gagnvart framanlegritrúarbrögðum". Það að ætla trúleysingjum þá skoðun að þeim líki verr við framanleg trúarbrögð heldur en til að mynda kristni er fáránlegt. Trúleysingjar dæma öll trúarbrögð á sömu forsendum og þá er til dæmis íslam ekki á nokkurn hátt undarlegri eða verri trúarbrögð heldur en kristni.Ég held að það séu fáir hópar sem hafa jafn lágt hlutfall af rasistum innanborðs og trúlausir, það mætti segja að meðaltrúleysingjanum sé verr við útlendingahatur heldur en trúarbrögð. Einhver mesti baráttumaður gegn rasisma á Íslandi síðustu ár er Sigurður Hólm Gunnarsson varaformaður Siðmenntar. Formaður Siðmenntar, sem er eins nálægt því að vera "trúfélag" trúlausra og hægt er, heitir Hope Knútsson og er einsog nafnið bendir til ekki íslensk að uppruna. Er þetta útlendingahatrið sem Þráinn er að tala um? Þráinn væri meiri maður ef hann myndi skoða þessi mál almennilega (einsog hann hefði átt að gera áður en hann skrifaði grein sína) og síðan draga þessa fullyrðingar sínar til baka. Í greininni tengir Þráinn trúleysi við neysluhyggju, ég á bágt með að skilja hvers vegna. Það er ekki einsog að kristnir menn séu almennt lausir við það að kaupa dót, þetta er ekki spurning um trú heldur samfélagsmynd. Þráinn virðist ekki átta sig á að trúleysingjar eru bara fólk einsog hann, bara ekki jafn fordómafullir og hann.Þráinn segir að sú ákvörðun að hafna guðshugmyndum sé oft tekin "í miklu kæruleysi og án dýpri íhugunar". Hvaða rannsóknir hefur Þráinn framkvæmt sem benda til þess að þessar fullyrðingar séu sannar? Hvaða rök hefur Þráinn fyrir þessu? Engin, maðurinn er bara að tala út frá eigin fordómum. Vissulega má segja að ótal Íslendingar hugsi ekki um trúmál að neinu viti og hunsi guð en þetta er ekki fólk sem kallar sig trúlaust. Þeir sem hafa komist að þeirri niðurstöðu að trúleysi sé þeirra lífsafstaða hafa langflestir gert það eftir langa íhugun. Þetta get ég fullyrt af því ég þekki trúlausa og ég er trúlaus. Þráinn þekkir hins vegar ekki trúlausa og sýnir í grein sinni að hann veit ekkert um þá. Það er ákveðin kaldhæðni fólgin í þeirri staðreynd að Þráinn talar um fordóma trúlausra í þessari grein sem er svona illa lituð af hans eigin fordómum. Myndi Þráinn Bertelsson fá að birta grein þar sem hann talaði um múslíma á svipaðan hátt og hann talar um trúlausa? Ég vona ekki, íslam er líka viðurkennd trúarbrögð og njóta sérstakrar lagaverndar. Það að svívirða trúleysingja er hins vegar löglegt, þó það sé vissulega siðlaust.Pistill Þráins gerir töluvert út á þá útbreiddu skoðun að trúleysi sé einskonar trú, "trú á sjálfan sig", "trú á vísindin" og "trú á skynsemi". Hér er verið að rugla saman tvennum ólíkum merkingum sagnarinnar "að trúa", annars vegar trú á yfirnáttúruleg fyrirbrigði og hins vegar það "að treysta". Ég treysti á vísindin, ég treysti á skynsemi mína og ég hef sjálfstraust en ástæðan fyrir að ég kalla mig trúlausan er sú að ég hafna yfirnáttúru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Sjá meira
Trú og trúleysi - Óli Gneisti Sóleyjarson háskólanemi Miðvikudaginn 24. nóvember birtist á baksíðu Fréttablaðsins pistill eftir Þráinn Bertelsson þar sem hann afhjúpaði þröngsýni sína, fáfræði og fordóma. Í þessari grein voru ótal svívirðilegir palladómar um trúleysi. Þráinn tengdi trúleysi meðal annars við þjóðrembu, útlendingahatur, fasisma og neysluhyggju. Það er Fréttablaðinu til skammar að hafa birt þessa þvælu.Það er hvergi ljósara að Þráinn hefur ekki hugmynd um hvað hann er að tala um en þegar hann tengir trúleysi við útlendingahatur, hann talar líka um "þá illsku sem brýst fram í ofstæki og fjandskap gagnvart framanlegritrúarbrögðum". Það að ætla trúleysingjum þá skoðun að þeim líki verr við framanleg trúarbrögð heldur en til að mynda kristni er fáránlegt. Trúleysingjar dæma öll trúarbrögð á sömu forsendum og þá er til dæmis íslam ekki á nokkurn hátt undarlegri eða verri trúarbrögð heldur en kristni.Ég held að það séu fáir hópar sem hafa jafn lágt hlutfall af rasistum innanborðs og trúlausir, það mætti segja að meðaltrúleysingjanum sé verr við útlendingahatur heldur en trúarbrögð. Einhver mesti baráttumaður gegn rasisma á Íslandi síðustu ár er Sigurður Hólm Gunnarsson varaformaður Siðmenntar. Formaður Siðmenntar, sem er eins nálægt því að vera "trúfélag" trúlausra og hægt er, heitir Hope Knútsson og er einsog nafnið bendir til ekki íslensk að uppruna. Er þetta útlendingahatrið sem Þráinn er að tala um? Þráinn væri meiri maður ef hann myndi skoða þessi mál almennilega (einsog hann hefði átt að gera áður en hann skrifaði grein sína) og síðan draga þessa fullyrðingar sínar til baka. Í greininni tengir Þráinn trúleysi við neysluhyggju, ég á bágt með að skilja hvers vegna. Það er ekki einsog að kristnir menn séu almennt lausir við það að kaupa dót, þetta er ekki spurning um trú heldur samfélagsmynd. Þráinn virðist ekki átta sig á að trúleysingjar eru bara fólk einsog hann, bara ekki jafn fordómafullir og hann.Þráinn segir að sú ákvörðun að hafna guðshugmyndum sé oft tekin "í miklu kæruleysi og án dýpri íhugunar". Hvaða rannsóknir hefur Þráinn framkvæmt sem benda til þess að þessar fullyrðingar séu sannar? Hvaða rök hefur Þráinn fyrir þessu? Engin, maðurinn er bara að tala út frá eigin fordómum. Vissulega má segja að ótal Íslendingar hugsi ekki um trúmál að neinu viti og hunsi guð en þetta er ekki fólk sem kallar sig trúlaust. Þeir sem hafa komist að þeirri niðurstöðu að trúleysi sé þeirra lífsafstaða hafa langflestir gert það eftir langa íhugun. Þetta get ég fullyrt af því ég þekki trúlausa og ég er trúlaus. Þráinn þekkir hins vegar ekki trúlausa og sýnir í grein sinni að hann veit ekkert um þá. Það er ákveðin kaldhæðni fólgin í þeirri staðreynd að Þráinn talar um fordóma trúlausra í þessari grein sem er svona illa lituð af hans eigin fordómum. Myndi Þráinn Bertelsson fá að birta grein þar sem hann talaði um múslíma á svipaðan hátt og hann talar um trúlausa? Ég vona ekki, íslam er líka viðurkennd trúarbrögð og njóta sérstakrar lagaverndar. Það að svívirða trúleysingja er hins vegar löglegt, þó það sé vissulega siðlaust.Pistill Þráins gerir töluvert út á þá útbreiddu skoðun að trúleysi sé einskonar trú, "trú á sjálfan sig", "trú á vísindin" og "trú á skynsemi". Hér er verið að rugla saman tvennum ólíkum merkingum sagnarinnar "að trúa", annars vegar trú á yfirnáttúruleg fyrirbrigði og hins vegar það "að treysta". Ég treysti á vísindin, ég treysti á skynsemi mína og ég hef sjálfstraust en ástæðan fyrir að ég kalla mig trúlausan er sú að ég hafna yfirnáttúru.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar