Fordómar um trúleysi 7. desember 2004 00:01 Trú og trúleysi - Óli Gneisti Sóleyjarson háskólanemi Miðvikudaginn 24. nóvember birtist á baksíðu Fréttablaðsins pistill eftir Þráinn Bertelsson þar sem hann afhjúpaði þröngsýni sína, fáfræði og fordóma. Í þessari grein voru ótal svívirðilegir palladómar um trúleysi. Þráinn tengdi trúleysi meðal annars við þjóðrembu, útlendingahatur, fasisma og neysluhyggju. Það er Fréttablaðinu til skammar að hafa birt þessa þvælu.Það er hvergi ljósara að Þráinn hefur ekki hugmynd um hvað hann er að tala um en þegar hann tengir trúleysi við útlendingahatur, hann talar líka um "þá illsku sem brýst fram í ofstæki og fjandskap gagnvart framanlegritrúarbrögðum". Það að ætla trúleysingjum þá skoðun að þeim líki verr við framanleg trúarbrögð heldur en til að mynda kristni er fáránlegt. Trúleysingjar dæma öll trúarbrögð á sömu forsendum og þá er til dæmis íslam ekki á nokkurn hátt undarlegri eða verri trúarbrögð heldur en kristni.Ég held að það séu fáir hópar sem hafa jafn lágt hlutfall af rasistum innanborðs og trúlausir, það mætti segja að meðaltrúleysingjanum sé verr við útlendingahatur heldur en trúarbrögð. Einhver mesti baráttumaður gegn rasisma á Íslandi síðustu ár er Sigurður Hólm Gunnarsson varaformaður Siðmenntar. Formaður Siðmenntar, sem er eins nálægt því að vera "trúfélag" trúlausra og hægt er, heitir Hope Knútsson og er einsog nafnið bendir til ekki íslensk að uppruna. Er þetta útlendingahatrið sem Þráinn er að tala um? Þráinn væri meiri maður ef hann myndi skoða þessi mál almennilega (einsog hann hefði átt að gera áður en hann skrifaði grein sína) og síðan draga þessa fullyrðingar sínar til baka. Í greininni tengir Þráinn trúleysi við neysluhyggju, ég á bágt með að skilja hvers vegna. Það er ekki einsog að kristnir menn séu almennt lausir við það að kaupa dót, þetta er ekki spurning um trú heldur samfélagsmynd. Þráinn virðist ekki átta sig á að trúleysingjar eru bara fólk einsog hann, bara ekki jafn fordómafullir og hann.Þráinn segir að sú ákvörðun að hafna guðshugmyndum sé oft tekin "í miklu kæruleysi og án dýpri íhugunar". Hvaða rannsóknir hefur Þráinn framkvæmt sem benda til þess að þessar fullyrðingar séu sannar? Hvaða rök hefur Þráinn fyrir þessu? Engin, maðurinn er bara að tala út frá eigin fordómum. Vissulega má segja að ótal Íslendingar hugsi ekki um trúmál að neinu viti og hunsi guð en þetta er ekki fólk sem kallar sig trúlaust. Þeir sem hafa komist að þeirri niðurstöðu að trúleysi sé þeirra lífsafstaða hafa langflestir gert það eftir langa íhugun. Þetta get ég fullyrt af því ég þekki trúlausa og ég er trúlaus. Þráinn þekkir hins vegar ekki trúlausa og sýnir í grein sinni að hann veit ekkert um þá. Það er ákveðin kaldhæðni fólgin í þeirri staðreynd að Þráinn talar um fordóma trúlausra í þessari grein sem er svona illa lituð af hans eigin fordómum. Myndi Þráinn Bertelsson fá að birta grein þar sem hann talaði um múslíma á svipaðan hátt og hann talar um trúlausa? Ég vona ekki, íslam er líka viðurkennd trúarbrögð og njóta sérstakrar lagaverndar. Það að svívirða trúleysingja er hins vegar löglegt, þó það sé vissulega siðlaust.Pistill Þráins gerir töluvert út á þá útbreiddu skoðun að trúleysi sé einskonar trú, "trú á sjálfan sig", "trú á vísindin" og "trú á skynsemi". Hér er verið að rugla saman tvennum ólíkum merkingum sagnarinnar "að trúa", annars vegar trú á yfirnáttúruleg fyrirbrigði og hins vegar það "að treysta". Ég treysti á vísindin, ég treysti á skynsemi mína og ég hef sjálfstraust en ástæðan fyrir að ég kalla mig trúlausan er sú að ég hafna yfirnáttúru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Trú og trúleysi - Óli Gneisti Sóleyjarson háskólanemi Miðvikudaginn 24. nóvember birtist á baksíðu Fréttablaðsins pistill eftir Þráinn Bertelsson þar sem hann afhjúpaði þröngsýni sína, fáfræði og fordóma. Í þessari grein voru ótal svívirðilegir palladómar um trúleysi. Þráinn tengdi trúleysi meðal annars við þjóðrembu, útlendingahatur, fasisma og neysluhyggju. Það er Fréttablaðinu til skammar að hafa birt þessa þvælu.Það er hvergi ljósara að Þráinn hefur ekki hugmynd um hvað hann er að tala um en þegar hann tengir trúleysi við útlendingahatur, hann talar líka um "þá illsku sem brýst fram í ofstæki og fjandskap gagnvart framanlegritrúarbrögðum". Það að ætla trúleysingjum þá skoðun að þeim líki verr við framanleg trúarbrögð heldur en til að mynda kristni er fáránlegt. Trúleysingjar dæma öll trúarbrögð á sömu forsendum og þá er til dæmis íslam ekki á nokkurn hátt undarlegri eða verri trúarbrögð heldur en kristni.Ég held að það séu fáir hópar sem hafa jafn lágt hlutfall af rasistum innanborðs og trúlausir, það mætti segja að meðaltrúleysingjanum sé verr við útlendingahatur heldur en trúarbrögð. Einhver mesti baráttumaður gegn rasisma á Íslandi síðustu ár er Sigurður Hólm Gunnarsson varaformaður Siðmenntar. Formaður Siðmenntar, sem er eins nálægt því að vera "trúfélag" trúlausra og hægt er, heitir Hope Knútsson og er einsog nafnið bendir til ekki íslensk að uppruna. Er þetta útlendingahatrið sem Þráinn er að tala um? Þráinn væri meiri maður ef hann myndi skoða þessi mál almennilega (einsog hann hefði átt að gera áður en hann skrifaði grein sína) og síðan draga þessa fullyrðingar sínar til baka. Í greininni tengir Þráinn trúleysi við neysluhyggju, ég á bágt með að skilja hvers vegna. Það er ekki einsog að kristnir menn séu almennt lausir við það að kaupa dót, þetta er ekki spurning um trú heldur samfélagsmynd. Þráinn virðist ekki átta sig á að trúleysingjar eru bara fólk einsog hann, bara ekki jafn fordómafullir og hann.Þráinn segir að sú ákvörðun að hafna guðshugmyndum sé oft tekin "í miklu kæruleysi og án dýpri íhugunar". Hvaða rannsóknir hefur Þráinn framkvæmt sem benda til þess að þessar fullyrðingar séu sannar? Hvaða rök hefur Þráinn fyrir þessu? Engin, maðurinn er bara að tala út frá eigin fordómum. Vissulega má segja að ótal Íslendingar hugsi ekki um trúmál að neinu viti og hunsi guð en þetta er ekki fólk sem kallar sig trúlaust. Þeir sem hafa komist að þeirri niðurstöðu að trúleysi sé þeirra lífsafstaða hafa langflestir gert það eftir langa íhugun. Þetta get ég fullyrt af því ég þekki trúlausa og ég er trúlaus. Þráinn þekkir hins vegar ekki trúlausa og sýnir í grein sinni að hann veit ekkert um þá. Það er ákveðin kaldhæðni fólgin í þeirri staðreynd að Þráinn talar um fordóma trúlausra í þessari grein sem er svona illa lituð af hans eigin fordómum. Myndi Þráinn Bertelsson fá að birta grein þar sem hann talaði um múslíma á svipaðan hátt og hann talar um trúlausa? Ég vona ekki, íslam er líka viðurkennd trúarbrögð og njóta sérstakrar lagaverndar. Það að svívirða trúleysingja er hins vegar löglegt, þó það sé vissulega siðlaust.Pistill Þráins gerir töluvert út á þá útbreiddu skoðun að trúleysi sé einskonar trú, "trú á sjálfan sig", "trú á vísindin" og "trú á skynsemi". Hér er verið að rugla saman tvennum ólíkum merkingum sagnarinnar "að trúa", annars vegar trú á yfirnáttúruleg fyrirbrigði og hins vegar það "að treysta". Ég treysti á vísindin, ég treysti á skynsemi mína og ég hef sjálfstraust en ástæðan fyrir að ég kalla mig trúlausan er sú að ég hafna yfirnáttúru.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun