Fordómar um trúleysi 7. desember 2004 00:01 Trú og trúleysi - Óli Gneisti Sóleyjarson háskólanemi Miðvikudaginn 24. nóvember birtist á baksíðu Fréttablaðsins pistill eftir Þráinn Bertelsson þar sem hann afhjúpaði þröngsýni sína, fáfræði og fordóma. Í þessari grein voru ótal svívirðilegir palladómar um trúleysi. Þráinn tengdi trúleysi meðal annars við þjóðrembu, útlendingahatur, fasisma og neysluhyggju. Það er Fréttablaðinu til skammar að hafa birt þessa þvælu.Það er hvergi ljósara að Þráinn hefur ekki hugmynd um hvað hann er að tala um en þegar hann tengir trúleysi við útlendingahatur, hann talar líka um "þá illsku sem brýst fram í ofstæki og fjandskap gagnvart framanlegritrúarbrögðum". Það að ætla trúleysingjum þá skoðun að þeim líki verr við framanleg trúarbrögð heldur en til að mynda kristni er fáránlegt. Trúleysingjar dæma öll trúarbrögð á sömu forsendum og þá er til dæmis íslam ekki á nokkurn hátt undarlegri eða verri trúarbrögð heldur en kristni.Ég held að það séu fáir hópar sem hafa jafn lágt hlutfall af rasistum innanborðs og trúlausir, það mætti segja að meðaltrúleysingjanum sé verr við útlendingahatur heldur en trúarbrögð. Einhver mesti baráttumaður gegn rasisma á Íslandi síðustu ár er Sigurður Hólm Gunnarsson varaformaður Siðmenntar. Formaður Siðmenntar, sem er eins nálægt því að vera "trúfélag" trúlausra og hægt er, heitir Hope Knútsson og er einsog nafnið bendir til ekki íslensk að uppruna. Er þetta útlendingahatrið sem Þráinn er að tala um? Þráinn væri meiri maður ef hann myndi skoða þessi mál almennilega (einsog hann hefði átt að gera áður en hann skrifaði grein sína) og síðan draga þessa fullyrðingar sínar til baka. Í greininni tengir Þráinn trúleysi við neysluhyggju, ég á bágt með að skilja hvers vegna. Það er ekki einsog að kristnir menn séu almennt lausir við það að kaupa dót, þetta er ekki spurning um trú heldur samfélagsmynd. Þráinn virðist ekki átta sig á að trúleysingjar eru bara fólk einsog hann, bara ekki jafn fordómafullir og hann.Þráinn segir að sú ákvörðun að hafna guðshugmyndum sé oft tekin "í miklu kæruleysi og án dýpri íhugunar". Hvaða rannsóknir hefur Þráinn framkvæmt sem benda til þess að þessar fullyrðingar séu sannar? Hvaða rök hefur Þráinn fyrir þessu? Engin, maðurinn er bara að tala út frá eigin fordómum. Vissulega má segja að ótal Íslendingar hugsi ekki um trúmál að neinu viti og hunsi guð en þetta er ekki fólk sem kallar sig trúlaust. Þeir sem hafa komist að þeirri niðurstöðu að trúleysi sé þeirra lífsafstaða hafa langflestir gert það eftir langa íhugun. Þetta get ég fullyrt af því ég þekki trúlausa og ég er trúlaus. Þráinn þekkir hins vegar ekki trúlausa og sýnir í grein sinni að hann veit ekkert um þá. Það er ákveðin kaldhæðni fólgin í þeirri staðreynd að Þráinn talar um fordóma trúlausra í þessari grein sem er svona illa lituð af hans eigin fordómum. Myndi Þráinn Bertelsson fá að birta grein þar sem hann talaði um múslíma á svipaðan hátt og hann talar um trúlausa? Ég vona ekki, íslam er líka viðurkennd trúarbrögð og njóta sérstakrar lagaverndar. Það að svívirða trúleysingja er hins vegar löglegt, þó það sé vissulega siðlaust.Pistill Þráins gerir töluvert út á þá útbreiddu skoðun að trúleysi sé einskonar trú, "trú á sjálfan sig", "trú á vísindin" og "trú á skynsemi". Hér er verið að rugla saman tvennum ólíkum merkingum sagnarinnar "að trúa", annars vegar trú á yfirnáttúruleg fyrirbrigði og hins vegar það "að treysta". Ég treysti á vísindin, ég treysti á skynsemi mína og ég hef sjálfstraust en ástæðan fyrir að ég kalla mig trúlausan er sú að ég hafna yfirnáttúru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Trú og trúleysi - Óli Gneisti Sóleyjarson háskólanemi Miðvikudaginn 24. nóvember birtist á baksíðu Fréttablaðsins pistill eftir Þráinn Bertelsson þar sem hann afhjúpaði þröngsýni sína, fáfræði og fordóma. Í þessari grein voru ótal svívirðilegir palladómar um trúleysi. Þráinn tengdi trúleysi meðal annars við þjóðrembu, útlendingahatur, fasisma og neysluhyggju. Það er Fréttablaðinu til skammar að hafa birt þessa þvælu.Það er hvergi ljósara að Þráinn hefur ekki hugmynd um hvað hann er að tala um en þegar hann tengir trúleysi við útlendingahatur, hann talar líka um "þá illsku sem brýst fram í ofstæki og fjandskap gagnvart framanlegritrúarbrögðum". Það að ætla trúleysingjum þá skoðun að þeim líki verr við framanleg trúarbrögð heldur en til að mynda kristni er fáránlegt. Trúleysingjar dæma öll trúarbrögð á sömu forsendum og þá er til dæmis íslam ekki á nokkurn hátt undarlegri eða verri trúarbrögð heldur en kristni.Ég held að það séu fáir hópar sem hafa jafn lágt hlutfall af rasistum innanborðs og trúlausir, það mætti segja að meðaltrúleysingjanum sé verr við útlendingahatur heldur en trúarbrögð. Einhver mesti baráttumaður gegn rasisma á Íslandi síðustu ár er Sigurður Hólm Gunnarsson varaformaður Siðmenntar. Formaður Siðmenntar, sem er eins nálægt því að vera "trúfélag" trúlausra og hægt er, heitir Hope Knútsson og er einsog nafnið bendir til ekki íslensk að uppruna. Er þetta útlendingahatrið sem Þráinn er að tala um? Þráinn væri meiri maður ef hann myndi skoða þessi mál almennilega (einsog hann hefði átt að gera áður en hann skrifaði grein sína) og síðan draga þessa fullyrðingar sínar til baka. Í greininni tengir Þráinn trúleysi við neysluhyggju, ég á bágt með að skilja hvers vegna. Það er ekki einsog að kristnir menn séu almennt lausir við það að kaupa dót, þetta er ekki spurning um trú heldur samfélagsmynd. Þráinn virðist ekki átta sig á að trúleysingjar eru bara fólk einsog hann, bara ekki jafn fordómafullir og hann.Þráinn segir að sú ákvörðun að hafna guðshugmyndum sé oft tekin "í miklu kæruleysi og án dýpri íhugunar". Hvaða rannsóknir hefur Þráinn framkvæmt sem benda til þess að þessar fullyrðingar séu sannar? Hvaða rök hefur Þráinn fyrir þessu? Engin, maðurinn er bara að tala út frá eigin fordómum. Vissulega má segja að ótal Íslendingar hugsi ekki um trúmál að neinu viti og hunsi guð en þetta er ekki fólk sem kallar sig trúlaust. Þeir sem hafa komist að þeirri niðurstöðu að trúleysi sé þeirra lífsafstaða hafa langflestir gert það eftir langa íhugun. Þetta get ég fullyrt af því ég þekki trúlausa og ég er trúlaus. Þráinn þekkir hins vegar ekki trúlausa og sýnir í grein sinni að hann veit ekkert um þá. Það er ákveðin kaldhæðni fólgin í þeirri staðreynd að Þráinn talar um fordóma trúlausra í þessari grein sem er svona illa lituð af hans eigin fordómum. Myndi Þráinn Bertelsson fá að birta grein þar sem hann talaði um múslíma á svipaðan hátt og hann talar um trúlausa? Ég vona ekki, íslam er líka viðurkennd trúarbrögð og njóta sérstakrar lagaverndar. Það að svívirða trúleysingja er hins vegar löglegt, þó það sé vissulega siðlaust.Pistill Þráins gerir töluvert út á þá útbreiddu skoðun að trúleysi sé einskonar trú, "trú á sjálfan sig", "trú á vísindin" og "trú á skynsemi". Hér er verið að rugla saman tvennum ólíkum merkingum sagnarinnar "að trúa", annars vegar trú á yfirnáttúruleg fyrirbrigði og hins vegar það "að treysta". Ég treysti á vísindin, ég treysti á skynsemi mína og ég hef sjálfstraust en ástæðan fyrir að ég kalla mig trúlausan er sú að ég hafna yfirnáttúru.
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun