Innlent

Með 300 grömm innvortis

Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði í gær tvo útlendinga í allt að fimm daga gæsluvarðhald að kröfu Sýslumannsins á Keflavíkurflugvelli, vegna rannsóknar á fíkniefnamisferli þeirra. Við komu þeirra til landsins á laugardag fundust á þeim fíkniefni, sem þeir höfðu falið innvortis. Magnið er um það bil 300 grömm en ekki liggja fyrir niðurstöður rannsókna á því um hvaða efni er að ræða, eða styrkleika. Að sögn Sýslumannsembættisins hefur engin íslendingur enn verið yfirheyrður vegna málsins en talið er að mennirnir hafi staðið saman að innflutningnum. Þeir eru útlendingar, sem fyrr segir og búsettir erlendis, en lögregla vill ekki gefa upp hvort þeir hafa komið hingað til lands áður. Tollgæsla og lögreglan á Keflavíkruflugvelli og víðar eru óvenju vakandi fyrir fíkniefnasmygli á þessum tíma þar sem fíkniefnasalar virðast leggja mikla áherslu á að hafa nægt framboð um jólin og hafa jafnan margir verið handteknir fyrir smygl á jólaföstunni undanfarin ár.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×