Öryggisleysið á Íslandi 2. desember 2004 00:01 Varnir Íslands - Gunnar Karlsson prófessor Laugardaginn 27. nóvember síðastliðinn sögðu dagblöðin frá því að sendiráð Bandaríkjanna hefði látið koma fyrir steinkerum framan við hús sitt við Laufásveg til að verjast sprengjutilræði. Að sögn sendiráðsins var þetta gert í samræmi við hertar öryggiskröfur við bandarísk sendiráð um allan heim. Íbúar við Laufásveg hafa mótmælt þessari framkvæmd, og í Fréttablaðinu var haft eftir Erlingi Gíslasyni leikara að nærtækara væri að gera öryggisráðstafanir í þágu annarra íbúa við götuna. Líka kom fram að þrásinnis hefur verið farið fram á að sendiráðið yrði flutt og sett niður einhvers staðar utan íbúðarhverfis, en staðið hefur á fjárveitingum frá stórveldinu. Þeir sem hafa átt leið um Laufásveg síðustu árin vita líka að götunni hefur verið lokað í austurendann, og það var gert í verndarskyni við sendiráðið að sögn Morgunblaðsins. Sjálfsagt var ætlunin að reyna að tryggja að þeir sem kæmu akandi vestan að og gerðu sprengjuárás á sendiráðshúsið gætu ekki ekið viðstöðulaust áfram og komist undan áður en tóm gæfist til að skjóta þá. Sendiráð Bandaríkjanna hefur því skapað nokkurs konar hernaðarástand við þessa einkar friðsamlegu og vingjarnlegu íbúðargötu í Þingholtunum. Fyrir nokkrum vikum voru bandarískir borgarar á Norðurlöndum varaðir sérstaklega við yfirvofandi árás. Til hennar kom sem betur fer ekki, en hér kemur nákvæmlega það sama í ljós og í Þingholtunum í Reykjavík. Allt bandarískt telst vera í sérstakri lífshættu. Þetta er dapurleg staðreynd fyrir mesta herveldi veraldar. En þannig gengur það stundum til í heiminum: þeir sterkustu reynast viðkvæmastir, og drambið er falli næst. Valdahroki bandarískra stjórnvalda hefur gert ríki þeirra svo illa þokkað að jafnvel friðsömustu þegnar þess og meinlausustu stofnanir hvar sem er um heiminn eru talin þurfa sérstaka vernd og aðgæslu. Að sjálfsögðu vitum við aldrei hver er í raunverulegri hættu og hver ekki. En í öryggismálum getum við ekki gert betur en að reyna að beita skynseminni, og með hana að tæki verður ekki dregin af þessu önnur ályktun en sú að bandaríska herstöðin á Keflavíkurflugvelli sé sá staður á Íslandi sem sé í mestri árásarhættu. Þess vegna hlýtur að fylgja því nokkur hætta fyrir Íslendinga að eiga helsta farþegaflugvöll sinn inni í herstöðinni. Það er andvaraleysi af íslenskum stjórnvöldum að bregðast ekki við þessu og nota það tækifæri sem nú virðist gefast til að leggja herstöðina niður og losna við bandaríska nærveru af Keflavíkurflugvelli. Það er þröngsýni og skammsýni að stefna farþegaflugi okkar í hættu, þótt vonandi sé hún ekki mikil, fyrir það smáræði að Bandaríkjaher sjái um að bræða ís og halda við malbiki á flugbrautum vallarins. Það er ekkert víst að tækifærið til að losna við Bandaríkjaher af flugvallarsvæðinu standi um alla framtíð. Valdahroki bandarískra stjórnvalda getur vaxið í þá áttina að þeim finnist nauðsynlegt að hafa aðstöðu til að beita ofbeldi á hverju útskeri heimsins þar sem þau eiga kost á því. Ef til vill er okkur Íslendingum að gefast einstakt tækifæri einmitt nú, ef við þekkjum okkar vitjunartíma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Málþófið er séríslenskt Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Sjá meira
Varnir Íslands - Gunnar Karlsson prófessor Laugardaginn 27. nóvember síðastliðinn sögðu dagblöðin frá því að sendiráð Bandaríkjanna hefði látið koma fyrir steinkerum framan við hús sitt við Laufásveg til að verjast sprengjutilræði. Að sögn sendiráðsins var þetta gert í samræmi við hertar öryggiskröfur við bandarísk sendiráð um allan heim. Íbúar við Laufásveg hafa mótmælt þessari framkvæmd, og í Fréttablaðinu var haft eftir Erlingi Gíslasyni leikara að nærtækara væri að gera öryggisráðstafanir í þágu annarra íbúa við götuna. Líka kom fram að þrásinnis hefur verið farið fram á að sendiráðið yrði flutt og sett niður einhvers staðar utan íbúðarhverfis, en staðið hefur á fjárveitingum frá stórveldinu. Þeir sem hafa átt leið um Laufásveg síðustu árin vita líka að götunni hefur verið lokað í austurendann, og það var gert í verndarskyni við sendiráðið að sögn Morgunblaðsins. Sjálfsagt var ætlunin að reyna að tryggja að þeir sem kæmu akandi vestan að og gerðu sprengjuárás á sendiráðshúsið gætu ekki ekið viðstöðulaust áfram og komist undan áður en tóm gæfist til að skjóta þá. Sendiráð Bandaríkjanna hefur því skapað nokkurs konar hernaðarástand við þessa einkar friðsamlegu og vingjarnlegu íbúðargötu í Þingholtunum. Fyrir nokkrum vikum voru bandarískir borgarar á Norðurlöndum varaðir sérstaklega við yfirvofandi árás. Til hennar kom sem betur fer ekki, en hér kemur nákvæmlega það sama í ljós og í Þingholtunum í Reykjavík. Allt bandarískt telst vera í sérstakri lífshættu. Þetta er dapurleg staðreynd fyrir mesta herveldi veraldar. En þannig gengur það stundum til í heiminum: þeir sterkustu reynast viðkvæmastir, og drambið er falli næst. Valdahroki bandarískra stjórnvalda hefur gert ríki þeirra svo illa þokkað að jafnvel friðsömustu þegnar þess og meinlausustu stofnanir hvar sem er um heiminn eru talin þurfa sérstaka vernd og aðgæslu. Að sjálfsögðu vitum við aldrei hver er í raunverulegri hættu og hver ekki. En í öryggismálum getum við ekki gert betur en að reyna að beita skynseminni, og með hana að tæki verður ekki dregin af þessu önnur ályktun en sú að bandaríska herstöðin á Keflavíkurflugvelli sé sá staður á Íslandi sem sé í mestri árásarhættu. Þess vegna hlýtur að fylgja því nokkur hætta fyrir Íslendinga að eiga helsta farþegaflugvöll sinn inni í herstöðinni. Það er andvaraleysi af íslenskum stjórnvöldum að bregðast ekki við þessu og nota það tækifæri sem nú virðist gefast til að leggja herstöðina niður og losna við bandaríska nærveru af Keflavíkurflugvelli. Það er þröngsýni og skammsýni að stefna farþegaflugi okkar í hættu, þótt vonandi sé hún ekki mikil, fyrir það smáræði að Bandaríkjaher sjái um að bræða ís og halda við malbiki á flugbrautum vallarins. Það er ekkert víst að tækifærið til að losna við Bandaríkjaher af flugvallarsvæðinu standi um alla framtíð. Valdahroki bandarískra stjórnvalda getur vaxið í þá áttina að þeim finnist nauðsynlegt að hafa aðstöðu til að beita ofbeldi á hverju útskeri heimsins þar sem þau eiga kost á því. Ef til vill er okkur Íslendingum að gefast einstakt tækifæri einmitt nú, ef við þekkjum okkar vitjunartíma.
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar