Engin áhrif á ferðaþjónustu 29. nóvember 2004 00:01 Hvalveiðar og ferðaþjónusta - Hjörtur J. Guðmundsson sagnfræðinemi Eins og kunnugt er tóku íslenzk stjórnvöld þá ákvörðun á síðasta ári að hefja hvalveiðar í vísindaskyni, en sú ákvörðun var studd af 75% landsmanna samkvæmt skoðanakönnun Gallup í maí það ár. Höfðu þá hvalveiðar í vísindaskyni ekki verið stundaðar hér við land í 14 ár, eða síðan árið 1989. Hvalveiðar í atvinnuskyni voru hins vegar bannaðar af Alþjóðahvalveiðiráðinu 1986. Þó mikill meirihluti landsmanna hafi stutt ákvörðun stjórnvalda lagðist hún ekki ýkja vel í suma, þ.á.m. forsvarsmenn Hvalaskoðunarsamtakanna og ýmsa aðra aðila innan ferðaþjónustunnar auk ýmissa umhverfisverndarsamtaka. Er óhætt að segja að þessir aðilar hafi keppst við að spá hruni íslenzka ferðamannaiðnaðarins ef stjórnvöld drægju ekki ákvörðun sína til baka. En annað hefur þó komið á daginn.Þvert á fullyrðingar þessara aðila stefnir nú í metár í straumi ferðamanna til landsins. Þannig var greint frá því á mbl.is 1. nóvember sl. að um 37 þúsund fleiri erlendir ferðamenn hafi komið til Íslands fyrstu níu mánuði þessa árs en á sama tímabili í fyrra. Ennfremur kemur fram í fréttinni að Ferðamálaráð geri ráð fyrir að erlendir gestir til landsins verði um 365 þúsund á árinu eða um 45 þúsund fleiri en í fyrra. Þetta samsvarar því að hingað til lands muni að meðaltali um eitt þúsund gestir hafa komið á degi hverjum á árinu. Þarna er þó aðeins átt við erlenda gesti sem dvelja í landinu að sögn Ferðamálaráðs. Því til viðbótar komi fjöldi fólks með skemmtiferðaskipum auk þeirra sem hafa aðeins stutta viðdvöl í Leifsstöð. Sama var uppi á teningnum á síðasta ári. Ekki er að sjá að hvalveiðarnar hafi haft nokkur áhrif þar á frekar en í ár. Samkvæmt upplýsingum frá Ferðamálaráði fyrir árið 2003 var ferðamannastraumurinn til landsins meiri alla mánuði þess árs en sömu mánuði árið áður og breyttist það ekkert eftir að hvalveiðarnar hófust í ágúst. Þannig má nefna að ferðmönnum fjölgaði um 22% í nóvember 2003 miðað við sama mánuð árið á undan. Var það ár metár í ferðaþjónustunni og er þegar ljóst að árið 2004 er orðið að metári miðað við síðasta ár eins og fyrr segir. Guðmundar Gestssonar, varaformaður Hvalaskoðunarsamtakanna, var einn þeirra sem hvað ákafast börðust gegn hvalveiðunum. Hafði hann uppi stór orð um að veiðarnar myndu skaða hvalaskoðunariðnaðinn og gekk svo langt að krefjast þess í ágúst á síðasta ári að Einar K. Guðfinnsson, formaður Ferðamálráðs, segði af sér vegna stuðnings hans við veiðarnar. Í umfjöllun um hvalveiðar í Fréttablaðinu 10. júlí í sumar viðurkenndi Guðmundur hins vegar að hvalveiðarnar hefðu ekki skaðað hvalaskoðunariðnaðinn og að ferðamönnum í hvalaskoðunarferðir hefði ekki fækkað vegna þeirra. Eðli málsins samkvæmt hlýtur maður því að spyrja sig hvað hafi eiginlega orðið af hruni íslenzkrar ferðaþjónustu sem ófáir andstæðingar hvalveiðanna kepptust við að spá á síðasta ári? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Skoðun Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Hvalveiðar og ferðaþjónusta - Hjörtur J. Guðmundsson sagnfræðinemi Eins og kunnugt er tóku íslenzk stjórnvöld þá ákvörðun á síðasta ári að hefja hvalveiðar í vísindaskyni, en sú ákvörðun var studd af 75% landsmanna samkvæmt skoðanakönnun Gallup í maí það ár. Höfðu þá hvalveiðar í vísindaskyni ekki verið stundaðar hér við land í 14 ár, eða síðan árið 1989. Hvalveiðar í atvinnuskyni voru hins vegar bannaðar af Alþjóðahvalveiðiráðinu 1986. Þó mikill meirihluti landsmanna hafi stutt ákvörðun stjórnvalda lagðist hún ekki ýkja vel í suma, þ.á.m. forsvarsmenn Hvalaskoðunarsamtakanna og ýmsa aðra aðila innan ferðaþjónustunnar auk ýmissa umhverfisverndarsamtaka. Er óhætt að segja að þessir aðilar hafi keppst við að spá hruni íslenzka ferðamannaiðnaðarins ef stjórnvöld drægju ekki ákvörðun sína til baka. En annað hefur þó komið á daginn.Þvert á fullyrðingar þessara aðila stefnir nú í metár í straumi ferðamanna til landsins. Þannig var greint frá því á mbl.is 1. nóvember sl. að um 37 þúsund fleiri erlendir ferðamenn hafi komið til Íslands fyrstu níu mánuði þessa árs en á sama tímabili í fyrra. Ennfremur kemur fram í fréttinni að Ferðamálaráð geri ráð fyrir að erlendir gestir til landsins verði um 365 þúsund á árinu eða um 45 þúsund fleiri en í fyrra. Þetta samsvarar því að hingað til lands muni að meðaltali um eitt þúsund gestir hafa komið á degi hverjum á árinu. Þarna er þó aðeins átt við erlenda gesti sem dvelja í landinu að sögn Ferðamálaráðs. Því til viðbótar komi fjöldi fólks með skemmtiferðaskipum auk þeirra sem hafa aðeins stutta viðdvöl í Leifsstöð. Sama var uppi á teningnum á síðasta ári. Ekki er að sjá að hvalveiðarnar hafi haft nokkur áhrif þar á frekar en í ár. Samkvæmt upplýsingum frá Ferðamálaráði fyrir árið 2003 var ferðamannastraumurinn til landsins meiri alla mánuði þess árs en sömu mánuði árið áður og breyttist það ekkert eftir að hvalveiðarnar hófust í ágúst. Þannig má nefna að ferðmönnum fjölgaði um 22% í nóvember 2003 miðað við sama mánuð árið á undan. Var það ár metár í ferðaþjónustunni og er þegar ljóst að árið 2004 er orðið að metári miðað við síðasta ár eins og fyrr segir. Guðmundar Gestssonar, varaformaður Hvalaskoðunarsamtakanna, var einn þeirra sem hvað ákafast börðust gegn hvalveiðunum. Hafði hann uppi stór orð um að veiðarnar myndu skaða hvalaskoðunariðnaðinn og gekk svo langt að krefjast þess í ágúst á síðasta ári að Einar K. Guðfinnsson, formaður Ferðamálráðs, segði af sér vegna stuðnings hans við veiðarnar. Í umfjöllun um hvalveiðar í Fréttablaðinu 10. júlí í sumar viðurkenndi Guðmundur hins vegar að hvalveiðarnar hefðu ekki skaðað hvalaskoðunariðnaðinn og að ferðamönnum í hvalaskoðunarferðir hefði ekki fækkað vegna þeirra. Eðli málsins samkvæmt hlýtur maður því að spyrja sig hvað hafi eiginlega orðið af hruni íslenzkrar ferðaþjónustu sem ófáir andstæðingar hvalveiðanna kepptust við að spá á síðasta ári?
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar