Engin áhrif á ferðaþjónustu 29. nóvember 2004 00:01 Hvalveiðar og ferðaþjónusta - Hjörtur J. Guðmundsson sagnfræðinemi Eins og kunnugt er tóku íslenzk stjórnvöld þá ákvörðun á síðasta ári að hefja hvalveiðar í vísindaskyni, en sú ákvörðun var studd af 75% landsmanna samkvæmt skoðanakönnun Gallup í maí það ár. Höfðu þá hvalveiðar í vísindaskyni ekki verið stundaðar hér við land í 14 ár, eða síðan árið 1989. Hvalveiðar í atvinnuskyni voru hins vegar bannaðar af Alþjóðahvalveiðiráðinu 1986. Þó mikill meirihluti landsmanna hafi stutt ákvörðun stjórnvalda lagðist hún ekki ýkja vel í suma, þ.á.m. forsvarsmenn Hvalaskoðunarsamtakanna og ýmsa aðra aðila innan ferðaþjónustunnar auk ýmissa umhverfisverndarsamtaka. Er óhætt að segja að þessir aðilar hafi keppst við að spá hruni íslenzka ferðamannaiðnaðarins ef stjórnvöld drægju ekki ákvörðun sína til baka. En annað hefur þó komið á daginn.Þvert á fullyrðingar þessara aðila stefnir nú í metár í straumi ferðamanna til landsins. Þannig var greint frá því á mbl.is 1. nóvember sl. að um 37 þúsund fleiri erlendir ferðamenn hafi komið til Íslands fyrstu níu mánuði þessa árs en á sama tímabili í fyrra. Ennfremur kemur fram í fréttinni að Ferðamálaráð geri ráð fyrir að erlendir gestir til landsins verði um 365 þúsund á árinu eða um 45 þúsund fleiri en í fyrra. Þetta samsvarar því að hingað til lands muni að meðaltali um eitt þúsund gestir hafa komið á degi hverjum á árinu. Þarna er þó aðeins átt við erlenda gesti sem dvelja í landinu að sögn Ferðamálaráðs. Því til viðbótar komi fjöldi fólks með skemmtiferðaskipum auk þeirra sem hafa aðeins stutta viðdvöl í Leifsstöð. Sama var uppi á teningnum á síðasta ári. Ekki er að sjá að hvalveiðarnar hafi haft nokkur áhrif þar á frekar en í ár. Samkvæmt upplýsingum frá Ferðamálaráði fyrir árið 2003 var ferðamannastraumurinn til landsins meiri alla mánuði þess árs en sömu mánuði árið áður og breyttist það ekkert eftir að hvalveiðarnar hófust í ágúst. Þannig má nefna að ferðmönnum fjölgaði um 22% í nóvember 2003 miðað við sama mánuð árið á undan. Var það ár metár í ferðaþjónustunni og er þegar ljóst að árið 2004 er orðið að metári miðað við síðasta ár eins og fyrr segir. Guðmundar Gestssonar, varaformaður Hvalaskoðunarsamtakanna, var einn þeirra sem hvað ákafast börðust gegn hvalveiðunum. Hafði hann uppi stór orð um að veiðarnar myndu skaða hvalaskoðunariðnaðinn og gekk svo langt að krefjast þess í ágúst á síðasta ári að Einar K. Guðfinnsson, formaður Ferðamálráðs, segði af sér vegna stuðnings hans við veiðarnar. Í umfjöllun um hvalveiðar í Fréttablaðinu 10. júlí í sumar viðurkenndi Guðmundur hins vegar að hvalveiðarnar hefðu ekki skaðað hvalaskoðunariðnaðinn og að ferðamönnum í hvalaskoðunarferðir hefði ekki fækkað vegna þeirra. Eðli málsins samkvæmt hlýtur maður því að spyrja sig hvað hafi eiginlega orðið af hruni íslenzkrar ferðaþjónustu sem ófáir andstæðingar hvalveiðanna kepptust við að spá á síðasta ári? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Hvalveiðar og ferðaþjónusta - Hjörtur J. Guðmundsson sagnfræðinemi Eins og kunnugt er tóku íslenzk stjórnvöld þá ákvörðun á síðasta ári að hefja hvalveiðar í vísindaskyni, en sú ákvörðun var studd af 75% landsmanna samkvæmt skoðanakönnun Gallup í maí það ár. Höfðu þá hvalveiðar í vísindaskyni ekki verið stundaðar hér við land í 14 ár, eða síðan árið 1989. Hvalveiðar í atvinnuskyni voru hins vegar bannaðar af Alþjóðahvalveiðiráðinu 1986. Þó mikill meirihluti landsmanna hafi stutt ákvörðun stjórnvalda lagðist hún ekki ýkja vel í suma, þ.á.m. forsvarsmenn Hvalaskoðunarsamtakanna og ýmsa aðra aðila innan ferðaþjónustunnar auk ýmissa umhverfisverndarsamtaka. Er óhætt að segja að þessir aðilar hafi keppst við að spá hruni íslenzka ferðamannaiðnaðarins ef stjórnvöld drægju ekki ákvörðun sína til baka. En annað hefur þó komið á daginn.Þvert á fullyrðingar þessara aðila stefnir nú í metár í straumi ferðamanna til landsins. Þannig var greint frá því á mbl.is 1. nóvember sl. að um 37 þúsund fleiri erlendir ferðamenn hafi komið til Íslands fyrstu níu mánuði þessa árs en á sama tímabili í fyrra. Ennfremur kemur fram í fréttinni að Ferðamálaráð geri ráð fyrir að erlendir gestir til landsins verði um 365 þúsund á árinu eða um 45 þúsund fleiri en í fyrra. Þetta samsvarar því að hingað til lands muni að meðaltali um eitt þúsund gestir hafa komið á degi hverjum á árinu. Þarna er þó aðeins átt við erlenda gesti sem dvelja í landinu að sögn Ferðamálaráðs. Því til viðbótar komi fjöldi fólks með skemmtiferðaskipum auk þeirra sem hafa aðeins stutta viðdvöl í Leifsstöð. Sama var uppi á teningnum á síðasta ári. Ekki er að sjá að hvalveiðarnar hafi haft nokkur áhrif þar á frekar en í ár. Samkvæmt upplýsingum frá Ferðamálaráði fyrir árið 2003 var ferðamannastraumurinn til landsins meiri alla mánuði þess árs en sömu mánuði árið áður og breyttist það ekkert eftir að hvalveiðarnar hófust í ágúst. Þannig má nefna að ferðmönnum fjölgaði um 22% í nóvember 2003 miðað við sama mánuð árið á undan. Var það ár metár í ferðaþjónustunni og er þegar ljóst að árið 2004 er orðið að metári miðað við síðasta ár eins og fyrr segir. Guðmundar Gestssonar, varaformaður Hvalaskoðunarsamtakanna, var einn þeirra sem hvað ákafast börðust gegn hvalveiðunum. Hafði hann uppi stór orð um að veiðarnar myndu skaða hvalaskoðunariðnaðinn og gekk svo langt að krefjast þess í ágúst á síðasta ári að Einar K. Guðfinnsson, formaður Ferðamálráðs, segði af sér vegna stuðnings hans við veiðarnar. Í umfjöllun um hvalveiðar í Fréttablaðinu 10. júlí í sumar viðurkenndi Guðmundur hins vegar að hvalveiðarnar hefðu ekki skaðað hvalaskoðunariðnaðinn og að ferðamönnum í hvalaskoðunarferðir hefði ekki fækkað vegna þeirra. Eðli málsins samkvæmt hlýtur maður því að spyrja sig hvað hafi eiginlega orðið af hruni íslenzkrar ferðaþjónustu sem ófáir andstæðingar hvalveiðanna kepptust við að spá á síðasta ári?
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar