Lög og reglur 24. nóvember 2004 00:01 Virðingarleysi fyrir lögum og reglu - Þorsteinn Valur Baldvinsson Ég skrapp til Reykjavíkur um daginn, þar sem ég ólst upp. Þó að ferðin hafi verið skemmtileg setti að mér óhug. Ástæðan var sýnilegt virðingarleysi fyrir lögum og reglu í borginni. Ekki skilja mig svo að ég sé talsmaður aukinna reglna og laga, ég er frekar talsmaður færri laga og reglna í samfélaginu. Enda einkenni vondra stjórnenda að drepa allt frumkvæði og nýsköpun með fjöldanum öllum af reglum sem kæfa nánast allt í fæðingu, því vegna þeirra eigin takmarkana sjá þeir ekki aðra leið til að hafa stjórn á samfélaginu. Hverfisgatan var til dæmis nánast lokuð á löngum köflum fyrir gangandi vegfarendum vegna bíla sem lagt var uppi á gangstéttum, fyrir brunahana, við gatnamót og á fleiri og fleiri stöðum. Lögreglubifreið ók framhjá, full af sjóndöprum mönnum. Leigubílstjóri einn bakkaði upp einstefnugötu eins og það væri í lagi, því hann sneri rétt í götunni, annar ók með látum frá höfuðstöðvum Hreyfils, slengdi afturenda næstum í annan bíl og brunaði yfir gatnamótin á rauðu ljósi. Því miður gæti ég haldið lengi áfram að telja upp. En að mér hvarflaði sú hugsun að of margar reglur, sem enginn fylgdi eftir, væru búnar að glæpavæða stóran hluta þjóðarinnar. Reglur eru settar til að friður og sátt sé tryggð í samfélaginu, þær eru nauðsynlegar og gera gott, en breytast í andstæðu sína ef samfélagið hvorki samþykkir þær né virðir. Löggjafi sem setur eða innleiðir reglur í andstöðu við vilja meirihluta þjóðar uppsker lögbrot og upplausn, það virðir enginn ólög né hlýðir slíku og ef slíkum reglum fjölgar hættir fólk líka að virða þau lög og reglur sem sátt var um áður. Laga- og reglugerðasafn Íslendinga þarf að endurskoða sem fyrst, og tryggja að LÖGUM OG REGLUM sé framfylgt. Þetta á ekki að gera með friðargæslu eða leynilögregluliði, fjölgum frekar miðaldra lögregluþjónum sem ganga eftir götum borgarinnar og eru þar sem fólkið er. Ekki í hópi með alvæpni, heldur sem leiðbeinandi ráðgjafar og verndarar fólks. Þetta þarf líka að eiga sér stað hjá fleiri stofnunum ríkisins, t.d. væri Vinnueftirlitinu hollt að fara að smala fólki út af skrifstofunum hjá sér til að sinna eftirliti með þegar útgefnum reglum en ekki bara standa í þýðingum og ljósritun á aðsendum reglum alla daga sem engin, virðir né framfylgir. Ef ég man rétt er það skattsvik að telja ekki fram þann fisk sem þið veiðið sjálf og það grænmeti sem þið ræktið sjálf upp yfir ákveðið magn eða tilgreinda fjárhæð. Þeir sem ekki hafa gefið þetta upp eru því sakamenn og lögbrjótar; er þetta ekki glæpamannavæðingin í hnotskurn? Með barnalegum og smámunasömum reglum erum við gerð að lögbrjótum, yfirleitt án okkar vitundar. Það er kominn tími til að hætta þessari glæpavæðingu og fara að enduheimta virðingu fólks fyrir lögum og reglu. Það þarf líka að hætta amerískum eftirhermuleik í löggæslu. Yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar er heiðvirt og gott fólk sem er orðið þreytt á því að lögreglan hagi sér eins og í amerískri bíómynd. Út úr skrifstofum og bílum með löggæsluna. Höldum friðinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Sjá meira
Virðingarleysi fyrir lögum og reglu - Þorsteinn Valur Baldvinsson Ég skrapp til Reykjavíkur um daginn, þar sem ég ólst upp. Þó að ferðin hafi verið skemmtileg setti að mér óhug. Ástæðan var sýnilegt virðingarleysi fyrir lögum og reglu í borginni. Ekki skilja mig svo að ég sé talsmaður aukinna reglna og laga, ég er frekar talsmaður færri laga og reglna í samfélaginu. Enda einkenni vondra stjórnenda að drepa allt frumkvæði og nýsköpun með fjöldanum öllum af reglum sem kæfa nánast allt í fæðingu, því vegna þeirra eigin takmarkana sjá þeir ekki aðra leið til að hafa stjórn á samfélaginu. Hverfisgatan var til dæmis nánast lokuð á löngum köflum fyrir gangandi vegfarendum vegna bíla sem lagt var uppi á gangstéttum, fyrir brunahana, við gatnamót og á fleiri og fleiri stöðum. Lögreglubifreið ók framhjá, full af sjóndöprum mönnum. Leigubílstjóri einn bakkaði upp einstefnugötu eins og það væri í lagi, því hann sneri rétt í götunni, annar ók með látum frá höfuðstöðvum Hreyfils, slengdi afturenda næstum í annan bíl og brunaði yfir gatnamótin á rauðu ljósi. Því miður gæti ég haldið lengi áfram að telja upp. En að mér hvarflaði sú hugsun að of margar reglur, sem enginn fylgdi eftir, væru búnar að glæpavæða stóran hluta þjóðarinnar. Reglur eru settar til að friður og sátt sé tryggð í samfélaginu, þær eru nauðsynlegar og gera gott, en breytast í andstæðu sína ef samfélagið hvorki samþykkir þær né virðir. Löggjafi sem setur eða innleiðir reglur í andstöðu við vilja meirihluta þjóðar uppsker lögbrot og upplausn, það virðir enginn ólög né hlýðir slíku og ef slíkum reglum fjölgar hættir fólk líka að virða þau lög og reglur sem sátt var um áður. Laga- og reglugerðasafn Íslendinga þarf að endurskoða sem fyrst, og tryggja að LÖGUM OG REGLUM sé framfylgt. Þetta á ekki að gera með friðargæslu eða leynilögregluliði, fjölgum frekar miðaldra lögregluþjónum sem ganga eftir götum borgarinnar og eru þar sem fólkið er. Ekki í hópi með alvæpni, heldur sem leiðbeinandi ráðgjafar og verndarar fólks. Þetta þarf líka að eiga sér stað hjá fleiri stofnunum ríkisins, t.d. væri Vinnueftirlitinu hollt að fara að smala fólki út af skrifstofunum hjá sér til að sinna eftirliti með þegar útgefnum reglum en ekki bara standa í þýðingum og ljósritun á aðsendum reglum alla daga sem engin, virðir né framfylgir. Ef ég man rétt er það skattsvik að telja ekki fram þann fisk sem þið veiðið sjálf og það grænmeti sem þið ræktið sjálf upp yfir ákveðið magn eða tilgreinda fjárhæð. Þeir sem ekki hafa gefið þetta upp eru því sakamenn og lögbrjótar; er þetta ekki glæpamannavæðingin í hnotskurn? Með barnalegum og smámunasömum reglum erum við gerð að lögbrjótum, yfirleitt án okkar vitundar. Það er kominn tími til að hætta þessari glæpavæðingu og fara að enduheimta virðingu fólks fyrir lögum og reglu. Það þarf líka að hætta amerískum eftirhermuleik í löggæslu. Yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar er heiðvirt og gott fólk sem er orðið þreytt á því að lögreglan hagi sér eins og í amerískri bíómynd. Út úr skrifstofum og bílum með löggæsluna. Höldum friðinn.
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar