Lög og reglur 24. nóvember 2004 00:01 Virðingarleysi fyrir lögum og reglu - Þorsteinn Valur Baldvinsson Ég skrapp til Reykjavíkur um daginn, þar sem ég ólst upp. Þó að ferðin hafi verið skemmtileg setti að mér óhug. Ástæðan var sýnilegt virðingarleysi fyrir lögum og reglu í borginni. Ekki skilja mig svo að ég sé talsmaður aukinna reglna og laga, ég er frekar talsmaður færri laga og reglna í samfélaginu. Enda einkenni vondra stjórnenda að drepa allt frumkvæði og nýsköpun með fjöldanum öllum af reglum sem kæfa nánast allt í fæðingu, því vegna þeirra eigin takmarkana sjá þeir ekki aðra leið til að hafa stjórn á samfélaginu. Hverfisgatan var til dæmis nánast lokuð á löngum köflum fyrir gangandi vegfarendum vegna bíla sem lagt var uppi á gangstéttum, fyrir brunahana, við gatnamót og á fleiri og fleiri stöðum. Lögreglubifreið ók framhjá, full af sjóndöprum mönnum. Leigubílstjóri einn bakkaði upp einstefnugötu eins og það væri í lagi, því hann sneri rétt í götunni, annar ók með látum frá höfuðstöðvum Hreyfils, slengdi afturenda næstum í annan bíl og brunaði yfir gatnamótin á rauðu ljósi. Því miður gæti ég haldið lengi áfram að telja upp. En að mér hvarflaði sú hugsun að of margar reglur, sem enginn fylgdi eftir, væru búnar að glæpavæða stóran hluta þjóðarinnar. Reglur eru settar til að friður og sátt sé tryggð í samfélaginu, þær eru nauðsynlegar og gera gott, en breytast í andstæðu sína ef samfélagið hvorki samþykkir þær né virðir. Löggjafi sem setur eða innleiðir reglur í andstöðu við vilja meirihluta þjóðar uppsker lögbrot og upplausn, það virðir enginn ólög né hlýðir slíku og ef slíkum reglum fjölgar hættir fólk líka að virða þau lög og reglur sem sátt var um áður. Laga- og reglugerðasafn Íslendinga þarf að endurskoða sem fyrst, og tryggja að LÖGUM OG REGLUM sé framfylgt. Þetta á ekki að gera með friðargæslu eða leynilögregluliði, fjölgum frekar miðaldra lögregluþjónum sem ganga eftir götum borgarinnar og eru þar sem fólkið er. Ekki í hópi með alvæpni, heldur sem leiðbeinandi ráðgjafar og verndarar fólks. Þetta þarf líka að eiga sér stað hjá fleiri stofnunum ríkisins, t.d. væri Vinnueftirlitinu hollt að fara að smala fólki út af skrifstofunum hjá sér til að sinna eftirliti með þegar útgefnum reglum en ekki bara standa í þýðingum og ljósritun á aðsendum reglum alla daga sem engin, virðir né framfylgir. Ef ég man rétt er það skattsvik að telja ekki fram þann fisk sem þið veiðið sjálf og það grænmeti sem þið ræktið sjálf upp yfir ákveðið magn eða tilgreinda fjárhæð. Þeir sem ekki hafa gefið þetta upp eru því sakamenn og lögbrjótar; er þetta ekki glæpamannavæðingin í hnotskurn? Með barnalegum og smámunasömum reglum erum við gerð að lögbrjótum, yfirleitt án okkar vitundar. Það er kominn tími til að hætta þessari glæpavæðingu og fara að enduheimta virðingu fólks fyrir lögum og reglu. Það þarf líka að hætta amerískum eftirhermuleik í löggæslu. Yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar er heiðvirt og gott fólk sem er orðið þreytt á því að lögreglan hagi sér eins og í amerískri bíómynd. Út úr skrifstofum og bílum með löggæsluna. Höldum friðinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Virðingarleysi fyrir lögum og reglu - Þorsteinn Valur Baldvinsson Ég skrapp til Reykjavíkur um daginn, þar sem ég ólst upp. Þó að ferðin hafi verið skemmtileg setti að mér óhug. Ástæðan var sýnilegt virðingarleysi fyrir lögum og reglu í borginni. Ekki skilja mig svo að ég sé talsmaður aukinna reglna og laga, ég er frekar talsmaður færri laga og reglna í samfélaginu. Enda einkenni vondra stjórnenda að drepa allt frumkvæði og nýsköpun með fjöldanum öllum af reglum sem kæfa nánast allt í fæðingu, því vegna þeirra eigin takmarkana sjá þeir ekki aðra leið til að hafa stjórn á samfélaginu. Hverfisgatan var til dæmis nánast lokuð á löngum köflum fyrir gangandi vegfarendum vegna bíla sem lagt var uppi á gangstéttum, fyrir brunahana, við gatnamót og á fleiri og fleiri stöðum. Lögreglubifreið ók framhjá, full af sjóndöprum mönnum. Leigubílstjóri einn bakkaði upp einstefnugötu eins og það væri í lagi, því hann sneri rétt í götunni, annar ók með látum frá höfuðstöðvum Hreyfils, slengdi afturenda næstum í annan bíl og brunaði yfir gatnamótin á rauðu ljósi. Því miður gæti ég haldið lengi áfram að telja upp. En að mér hvarflaði sú hugsun að of margar reglur, sem enginn fylgdi eftir, væru búnar að glæpavæða stóran hluta þjóðarinnar. Reglur eru settar til að friður og sátt sé tryggð í samfélaginu, þær eru nauðsynlegar og gera gott, en breytast í andstæðu sína ef samfélagið hvorki samþykkir þær né virðir. Löggjafi sem setur eða innleiðir reglur í andstöðu við vilja meirihluta þjóðar uppsker lögbrot og upplausn, það virðir enginn ólög né hlýðir slíku og ef slíkum reglum fjölgar hættir fólk líka að virða þau lög og reglur sem sátt var um áður. Laga- og reglugerðasafn Íslendinga þarf að endurskoða sem fyrst, og tryggja að LÖGUM OG REGLUM sé framfylgt. Þetta á ekki að gera með friðargæslu eða leynilögregluliði, fjölgum frekar miðaldra lögregluþjónum sem ganga eftir götum borgarinnar og eru þar sem fólkið er. Ekki í hópi með alvæpni, heldur sem leiðbeinandi ráðgjafar og verndarar fólks. Þetta þarf líka að eiga sér stað hjá fleiri stofnunum ríkisins, t.d. væri Vinnueftirlitinu hollt að fara að smala fólki út af skrifstofunum hjá sér til að sinna eftirliti með þegar útgefnum reglum en ekki bara standa í þýðingum og ljósritun á aðsendum reglum alla daga sem engin, virðir né framfylgir. Ef ég man rétt er það skattsvik að telja ekki fram þann fisk sem þið veiðið sjálf og það grænmeti sem þið ræktið sjálf upp yfir ákveðið magn eða tilgreinda fjárhæð. Þeir sem ekki hafa gefið þetta upp eru því sakamenn og lögbrjótar; er þetta ekki glæpamannavæðingin í hnotskurn? Með barnalegum og smámunasömum reglum erum við gerð að lögbrjótum, yfirleitt án okkar vitundar. Það er kominn tími til að hætta þessari glæpavæðingu og fara að enduheimta virðingu fólks fyrir lögum og reglu. Það þarf líka að hætta amerískum eftirhermuleik í löggæslu. Yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar er heiðvirt og gott fólk sem er orðið þreytt á því að lögreglan hagi sér eins og í amerískri bíómynd. Út úr skrifstofum og bílum með löggæsluna. Höldum friðinn.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun