Hvað missum við næst? 10. nóvember 2004 00:01 Reykingarbann - Friðbjörn Orri Ketilsson hagfræðinemi Bann við reykingum á veitinga- og skemmtistöðum væri skref í ranga átt. Það er óverjandi að ráðast með slíkum hætti gegn eignarrétti þeirra sem tekið hafa lán og skuldsett sig til þess að kaupa húsnæði undir rekstur sinn. Réttilega ættu eigendur veitingastaða að ákveða hvað sé gert og hvað ekki á stöðum sínum rétt eins og eigendur íbúða og húsa telja sig hafa rétt til að ákveða hvort reykt sé innandyra eða ekki. Reykingar eru skaðlegar. En það gefur ekki neinum rétt til að svifta annan mann frelsi til að ákveða að reykja sígarettur. Þeir sem ákveða slíkt eru að taka áhættu sem hugsanlega kann að kosta þá lífið til lengri tíma. Þessa áhættu verðum við að eftirláta náunganum ef við ætlum sjálf að fá að taka aðra áhættu sem einkennir hið daglega líf. Að aka bíl, fara í flugvél, borða majones, klífa fjöll eða drekka áfengi. Það sem einum finnst óþarfa áhætta finnst öðrum nauðsynlegt að gera. Slíkt er misjafnt eftir fólki og ætti þar enginn að hafa rétt til að segja öðrum hvað sé rétt og rangt í því sambandi svo lengi sem hegðun viðkomandi skerðir ekki frelsi annarra til eigna og lífs. Þeir sem ekki reykja geta valið hvort þeir sæki staði sem heimila reykingar eða ekki. Slíkt er sjálfsagður réttur hvers og eins. Hins vegar hafa þeir ekki rétt til að þvinga eigendur veitingastaða til eins né neins. Sömu lögmál gilda um starfsmenn veitingastaða. Þeir geta valið sér vinnustað og hafa til þess fullt frelsi. Hvort þeir kjósa að vinna á veitingastað sem heimilar reykingar eða bannar þær er það þeirra val. Það hefur enginn þann rétt til þess að velja af þeim. Hættulegt er að taka aukin skref í átt að takmarka ákvörðunarrétt fólks yfir líkama sínum og fasteignum. Hvert skref í slíka átt gefur tóninn fyrir það næsta. Það er ekki ríkisins að ákveða hvernig við högum lífi okkar. Það er meðfæddur réttur hvers og eins að taka slíkar ákvarðanir, svo framarlega sem hann skaðar ekki aðra með framferði sínu. Ríkið á ekki fólkið. Ríkið er ekki foreldri sjálfráða fólks. Hvert stefna afskipti ríkisins af einkalífi fólks? Hvað missum við næst? Hvaða minnihlutahópur verður múraður inni næst? Gæti hugsast að hegðun þín, kæri lesandi, verði einn góðan veðurdag fyrir barðinu á stjórnlyndum stjórnmálamönnum? Standa þarf vörð um frelsið og verja það gegn ágangi stjórnlyndis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun Friðum Eyjafjörð Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Skoðun Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Reykingarbann - Friðbjörn Orri Ketilsson hagfræðinemi Bann við reykingum á veitinga- og skemmtistöðum væri skref í ranga átt. Það er óverjandi að ráðast með slíkum hætti gegn eignarrétti þeirra sem tekið hafa lán og skuldsett sig til þess að kaupa húsnæði undir rekstur sinn. Réttilega ættu eigendur veitingastaða að ákveða hvað sé gert og hvað ekki á stöðum sínum rétt eins og eigendur íbúða og húsa telja sig hafa rétt til að ákveða hvort reykt sé innandyra eða ekki. Reykingar eru skaðlegar. En það gefur ekki neinum rétt til að svifta annan mann frelsi til að ákveða að reykja sígarettur. Þeir sem ákveða slíkt eru að taka áhættu sem hugsanlega kann að kosta þá lífið til lengri tíma. Þessa áhættu verðum við að eftirláta náunganum ef við ætlum sjálf að fá að taka aðra áhættu sem einkennir hið daglega líf. Að aka bíl, fara í flugvél, borða majones, klífa fjöll eða drekka áfengi. Það sem einum finnst óþarfa áhætta finnst öðrum nauðsynlegt að gera. Slíkt er misjafnt eftir fólki og ætti þar enginn að hafa rétt til að segja öðrum hvað sé rétt og rangt í því sambandi svo lengi sem hegðun viðkomandi skerðir ekki frelsi annarra til eigna og lífs. Þeir sem ekki reykja geta valið hvort þeir sæki staði sem heimila reykingar eða ekki. Slíkt er sjálfsagður réttur hvers og eins. Hins vegar hafa þeir ekki rétt til að þvinga eigendur veitingastaða til eins né neins. Sömu lögmál gilda um starfsmenn veitingastaða. Þeir geta valið sér vinnustað og hafa til þess fullt frelsi. Hvort þeir kjósa að vinna á veitingastað sem heimilar reykingar eða bannar þær er það þeirra val. Það hefur enginn þann rétt til þess að velja af þeim. Hættulegt er að taka aukin skref í átt að takmarka ákvörðunarrétt fólks yfir líkama sínum og fasteignum. Hvert skref í slíka átt gefur tóninn fyrir það næsta. Það er ekki ríkisins að ákveða hvernig við högum lífi okkar. Það er meðfæddur réttur hvers og eins að taka slíkar ákvarðanir, svo framarlega sem hann skaðar ekki aðra með framferði sínu. Ríkið á ekki fólkið. Ríkið er ekki foreldri sjálfráða fólks. Hvert stefna afskipti ríkisins af einkalífi fólks? Hvað missum við næst? Hvaða minnihlutahópur verður múraður inni næst? Gæti hugsast að hegðun þín, kæri lesandi, verði einn góðan veðurdag fyrir barðinu á stjórnlyndum stjórnmálamönnum? Standa þarf vörð um frelsið og verja það gegn ágangi stjórnlyndis.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun