Hvað missum við næst? 10. nóvember 2004 00:01 Reykingarbann - Friðbjörn Orri Ketilsson hagfræðinemi Bann við reykingum á veitinga- og skemmtistöðum væri skref í ranga átt. Það er óverjandi að ráðast með slíkum hætti gegn eignarrétti þeirra sem tekið hafa lán og skuldsett sig til þess að kaupa húsnæði undir rekstur sinn. Réttilega ættu eigendur veitingastaða að ákveða hvað sé gert og hvað ekki á stöðum sínum rétt eins og eigendur íbúða og húsa telja sig hafa rétt til að ákveða hvort reykt sé innandyra eða ekki. Reykingar eru skaðlegar. En það gefur ekki neinum rétt til að svifta annan mann frelsi til að ákveða að reykja sígarettur. Þeir sem ákveða slíkt eru að taka áhættu sem hugsanlega kann að kosta þá lífið til lengri tíma. Þessa áhættu verðum við að eftirláta náunganum ef við ætlum sjálf að fá að taka aðra áhættu sem einkennir hið daglega líf. Að aka bíl, fara í flugvél, borða majones, klífa fjöll eða drekka áfengi. Það sem einum finnst óþarfa áhætta finnst öðrum nauðsynlegt að gera. Slíkt er misjafnt eftir fólki og ætti þar enginn að hafa rétt til að segja öðrum hvað sé rétt og rangt í því sambandi svo lengi sem hegðun viðkomandi skerðir ekki frelsi annarra til eigna og lífs. Þeir sem ekki reykja geta valið hvort þeir sæki staði sem heimila reykingar eða ekki. Slíkt er sjálfsagður réttur hvers og eins. Hins vegar hafa þeir ekki rétt til að þvinga eigendur veitingastaða til eins né neins. Sömu lögmál gilda um starfsmenn veitingastaða. Þeir geta valið sér vinnustað og hafa til þess fullt frelsi. Hvort þeir kjósa að vinna á veitingastað sem heimilar reykingar eða bannar þær er það þeirra val. Það hefur enginn þann rétt til þess að velja af þeim. Hættulegt er að taka aukin skref í átt að takmarka ákvörðunarrétt fólks yfir líkama sínum og fasteignum. Hvert skref í slíka átt gefur tóninn fyrir það næsta. Það er ekki ríkisins að ákveða hvernig við högum lífi okkar. Það er meðfæddur réttur hvers og eins að taka slíkar ákvarðanir, svo framarlega sem hann skaðar ekki aðra með framferði sínu. Ríkið á ekki fólkið. Ríkið er ekki foreldri sjálfráða fólks. Hvert stefna afskipti ríkisins af einkalífi fólks? Hvað missum við næst? Hvaða minnihlutahópur verður múraður inni næst? Gæti hugsast að hegðun þín, kæri lesandi, verði einn góðan veðurdag fyrir barðinu á stjórnlyndum stjórnmálamönnum? Standa þarf vörð um frelsið og verja það gegn ágangi stjórnlyndis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Reykingarbann - Friðbjörn Orri Ketilsson hagfræðinemi Bann við reykingum á veitinga- og skemmtistöðum væri skref í ranga átt. Það er óverjandi að ráðast með slíkum hætti gegn eignarrétti þeirra sem tekið hafa lán og skuldsett sig til þess að kaupa húsnæði undir rekstur sinn. Réttilega ættu eigendur veitingastaða að ákveða hvað sé gert og hvað ekki á stöðum sínum rétt eins og eigendur íbúða og húsa telja sig hafa rétt til að ákveða hvort reykt sé innandyra eða ekki. Reykingar eru skaðlegar. En það gefur ekki neinum rétt til að svifta annan mann frelsi til að ákveða að reykja sígarettur. Þeir sem ákveða slíkt eru að taka áhættu sem hugsanlega kann að kosta þá lífið til lengri tíma. Þessa áhættu verðum við að eftirláta náunganum ef við ætlum sjálf að fá að taka aðra áhættu sem einkennir hið daglega líf. Að aka bíl, fara í flugvél, borða majones, klífa fjöll eða drekka áfengi. Það sem einum finnst óþarfa áhætta finnst öðrum nauðsynlegt að gera. Slíkt er misjafnt eftir fólki og ætti þar enginn að hafa rétt til að segja öðrum hvað sé rétt og rangt í því sambandi svo lengi sem hegðun viðkomandi skerðir ekki frelsi annarra til eigna og lífs. Þeir sem ekki reykja geta valið hvort þeir sæki staði sem heimila reykingar eða ekki. Slíkt er sjálfsagður réttur hvers og eins. Hins vegar hafa þeir ekki rétt til að þvinga eigendur veitingastaða til eins né neins. Sömu lögmál gilda um starfsmenn veitingastaða. Þeir geta valið sér vinnustað og hafa til þess fullt frelsi. Hvort þeir kjósa að vinna á veitingastað sem heimilar reykingar eða bannar þær er það þeirra val. Það hefur enginn þann rétt til þess að velja af þeim. Hættulegt er að taka aukin skref í átt að takmarka ákvörðunarrétt fólks yfir líkama sínum og fasteignum. Hvert skref í slíka átt gefur tóninn fyrir það næsta. Það er ekki ríkisins að ákveða hvernig við högum lífi okkar. Það er meðfæddur réttur hvers og eins að taka slíkar ákvarðanir, svo framarlega sem hann skaðar ekki aðra með framferði sínu. Ríkið á ekki fólkið. Ríkið er ekki foreldri sjálfráða fólks. Hvert stefna afskipti ríkisins af einkalífi fólks? Hvað missum við næst? Hvaða minnihlutahópur verður múraður inni næst? Gæti hugsast að hegðun þín, kæri lesandi, verði einn góðan veðurdag fyrir barðinu á stjórnlyndum stjórnmálamönnum? Standa þarf vörð um frelsið og verja það gegn ágangi stjórnlyndis.
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun