Sport

Með tilboð frá Leeds og Cardiff

Knattspyrnumaðurinn Gylfi Einarsson er með tvö tilboð upp á vasann frá ensku 1. deildarliðunum Leeds United og Cardiff City. Gylfi fór til reynslu hjá liðunum og báðum leist vel á. Hann er að skoða tilboðin en samkvæmt heimildum íþróttadeildar bjóða þau Gylfa samning í sex mánuði, með lengri samning í huga eftir það ef hann stendur sig. Íþróttadeildin reyndi ítrekað að ná í Gylfa í morgun en án árangurs.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×