Sport

Mutu boðin þjálfarastaða

Framherjanum Adrian Mutu, sem nýlega var settur í sjö mánaða keppnisbann og rekinn frá liði sínu Chelsea fyrir að falla á lyfjaprófi, hefur verið boðið að vera aðstoðarþjálfari rúmenska landsliðsins. Þetta er haft eftir þjálfara rúmenska landsliðsins, Angel Iordanescu, í breska götublaðinu News of the World  í dag. "Ég hef boðið honum (Mutu) að ganga til liðs við okkur hjá landsliðinu meðan á keppnisbanninu stendur og verða aðstoðarþjálfari minn", sagði Iordanescu. "Ég er viss um að Adrian mun ná sér aftur á strik eftir þetta og við viljum hjálpa honum. Hann hefur getuna til þess vegna þess að hann er sterkur persónuleiki og hefur stuðning allra í Rúmeníu", bætti Iordanescu við. Mutu hefur verið harðlega gagnrýndur í heimalandi sínu þar sem margir líta barnslega hegðun hans hornauga. Um þetta sagði Iordanescu. "Þeir áhangendur sem ekki eru sammála ákvörðun minni ættu að minnast þess að Adrian vann tvo leiki fyrir okkur upp á sitt einsdæmi. Hann gerði mikil mistök en er ennþá okkar.  Við höfum heyrt fólk tala illa um hann, segjandi að það skammist sín fyrir að vera frá sama landi og Mutu. Þetta er heimskt fólk. Það verður að hjálpa stráknum".



Fleiri fréttir

Sjá meira


×