Skotleyfi á kennara? 5. nóvember 2004 00:01 Viðhorf til kennarastéttarinnar - Alma Vestmann kennari "Karlinn á kassanum" segir í síðasta tölublaði Víkurfrétta í Reykjanesbæ: "Kennaraverkfallið er svo sannarlega farið að hafa áhrif á börnin. Fyrir stuttu gerðust þeir hrikalegu atburðir að unglingar eyðilögðu leiði og legsteina í kirkjugarðinum í Keflavík. Ábyrgðarleysið hefur verið algjört og kallinn trúir því ekki að svona lagað sé gert með fullu ráði. Guð hjálpi okkur öllum!" Það skal engan undra að hann kalli Guð til hjálpar því hann þarf að ná betri yfirsýn á þau mál sem hann telur sig knúinn til að fjalla um. Í sama blaði í "Svörtu og sykurlausu" er fárast yfir því að Reykjanesbær skuli lána kennurum húsnæði í verkfallinu. Ég þakka bænum þá aðstöðu. Það er ekki gefið að sveitastjórnarmenn séu andvígir kennurum þótt þeir eigi í kjarabaráttu við stéttina. Fólk þarf að greiða útsvar til bæjarins til að reka það. Það er ekki nóg að greiða arð af fjármagnstekjum til ríkisins en láta sveitarfélögin lönd og leið og hrópa síðan á meiri fyrirgreiðslu og betri þjónustu. Nú kastar tólfunum! Kennarastéttin situr undir því ámæli að hún sé ábyrg fyrir drykkju, dópneyslu og skemmdarverkum unglinga. Við hvað takmarkast umfang kennslustarfsins? Eða eins og ein móðir sagði: "Það er ekki hægt að fara á veitingastað með börnin því skólinn kennir þeim enga borðsiði." Hvað felst í orðinu "samstarf" heimilis og skóla? Hverra er ábyrgðin og hver á að vinna þá vinnu sem það krefst? Foreldrasamtök heimilis og skóla hafa boðað til mótmælastöðu fyrir utan Alþingi. Í fyrra skiptið mættu svo fáir að umfjöllun náði varla til fjölmiðla. Í seinna skiptið taldi lögreglan um 500 manns, ekki einungis foreldra heldur foreldra og börn. Samstaðan og krafan um lögbundið skólastarf virðist ekki sterk eða er sinnuleysið orðið svo mikið á skóla- og uppeldismálum að einungis ein stétt er dregin til ábyrgðar? Hve mörg börn eru í skólum Reykjavíkur og nágrannabæjanna? Hve marga foreldra eiga þau? Á forsíðu Fréttablaðsins var mynd frá seinni fundinum af barni með áróðursspjald. Þetta er eitt af því jákvæða sem sést hefur og spjaldið hefur vafalaust glatt eitt gamalt kennarahjarta. Á því stóð: "Hærri laun fyrir Rósu, hún er góður kennari." Ég er 55 ára kennslukona og hef selt skólanum sál mína. Ég neita að sitja undir aðdróttunum "einhverra" í samfélaginu. Ég hef aldrei unnið með foreldrum sem hafa vegið að mér með þeim orðum sem sjá má í fjölmiðlum þessa dagana. Undantekningarlítið hef ég átt gott samstarf við foreldra. Ég velti því fyrir mér hvaðan þessi neikvæða afstaða kemur, er hún tilbúningur fjölmiðlamanna eða er annað uppi þegar kennarar eru hvergi nærri? Ég tel það hlutverk mitt að koma þeim einstaklingum sem ég kenni til nokkurs þroska en er orðin leið á að hlusta á klisjuna: "Þessir kennaraandskotar fá nóg laun fyrir að vera alltaf í fríi." Þið, sem teljið starfið svona girnilegt, ættuð að drífa ykkur í Kennaraháskólann eða Háskólann og sinna síðan þessu "slökunarstarfi". Þið sem skiljið álagið, sem kennarar starfa undir, ættuð að leggjast á sveif með þeim og koma skólamálum í lag svo kennarastéttin þurfi ekki á nokkurra ára fresti að fara í verkfall til að fá mannsæmandi laun. Fyrir tveimur árum var maðurinn minn, sem framhaldsskólakennari, í verkfalli í átta vikur og nú er ég búin að vera í sex. Við völdum að vera kennarar og erum stolt af en óneitanlega setur skugga á starfið vanvirðingin og þær endalausu kröfur sem þessi stétt býr við. Er það sjálfgefið að kennarar þurfi að vera launalausir á nokkurra ára fresti? Vilja aðrar stéttir missa laun sín á þennan hátt? "Þér var nær að velja þér þetta starf," sagði kona nokkur. Veit hún ekki að laun eru mannleg ákvörðun og breytingum undirorpin? Í næstu kosningum ætla ég að greiða atkvæði þeim alþingis- og sveitarstjórnarmönnum sem ég tel "góða". Það er ekki vænlegt að bjóða sig fram til verka sem maður ræður ekki við. Þið, sem buðuð ykkur fram til ábyrgðar á þjóðfélagi og sveitarfélögum, getið ekki vikið ykkur undan vinnunni sem fylgir. Getið þið ekki rekið skólana með reisn ættuð þið að íhuga annað starf sem þið getið sinnt með sóma. Miðlunartillaga er komin fram og kennarar ríða ekki feitum hesti frá samningum verði hún samþykkt. Hún nær varla að halda í við verðbólguna í þjóðfélaginu. Ég skora á þá kennara sem hafa barist fyrir betra skólastarfi að horfa til framtíðar og skoða vel þessa tillögu áður en þeir greiða atkvæði. Látið ekki stundarhagsmuni víkja fyrir betri framtíð. Verum samstiga og hvort sem jólin verða rauð eða hvít þá koma þau samt. Höfundur er kennari og námsráðgjafi við Myllubakkaskóla í Keflavík og er stolt af því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Málþófið er séríslenskt Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Viðhorf til kennarastéttarinnar - Alma Vestmann kennari "Karlinn á kassanum" segir í síðasta tölublaði Víkurfrétta í Reykjanesbæ: "Kennaraverkfallið er svo sannarlega farið að hafa áhrif á börnin. Fyrir stuttu gerðust þeir hrikalegu atburðir að unglingar eyðilögðu leiði og legsteina í kirkjugarðinum í Keflavík. Ábyrgðarleysið hefur verið algjört og kallinn trúir því ekki að svona lagað sé gert með fullu ráði. Guð hjálpi okkur öllum!" Það skal engan undra að hann kalli Guð til hjálpar því hann þarf að ná betri yfirsýn á þau mál sem hann telur sig knúinn til að fjalla um. Í sama blaði í "Svörtu og sykurlausu" er fárast yfir því að Reykjanesbær skuli lána kennurum húsnæði í verkfallinu. Ég þakka bænum þá aðstöðu. Það er ekki gefið að sveitastjórnarmenn séu andvígir kennurum þótt þeir eigi í kjarabaráttu við stéttina. Fólk þarf að greiða útsvar til bæjarins til að reka það. Það er ekki nóg að greiða arð af fjármagnstekjum til ríkisins en láta sveitarfélögin lönd og leið og hrópa síðan á meiri fyrirgreiðslu og betri þjónustu. Nú kastar tólfunum! Kennarastéttin situr undir því ámæli að hún sé ábyrg fyrir drykkju, dópneyslu og skemmdarverkum unglinga. Við hvað takmarkast umfang kennslustarfsins? Eða eins og ein móðir sagði: "Það er ekki hægt að fara á veitingastað með börnin því skólinn kennir þeim enga borðsiði." Hvað felst í orðinu "samstarf" heimilis og skóla? Hverra er ábyrgðin og hver á að vinna þá vinnu sem það krefst? Foreldrasamtök heimilis og skóla hafa boðað til mótmælastöðu fyrir utan Alþingi. Í fyrra skiptið mættu svo fáir að umfjöllun náði varla til fjölmiðla. Í seinna skiptið taldi lögreglan um 500 manns, ekki einungis foreldra heldur foreldra og börn. Samstaðan og krafan um lögbundið skólastarf virðist ekki sterk eða er sinnuleysið orðið svo mikið á skóla- og uppeldismálum að einungis ein stétt er dregin til ábyrgðar? Hve mörg börn eru í skólum Reykjavíkur og nágrannabæjanna? Hve marga foreldra eiga þau? Á forsíðu Fréttablaðsins var mynd frá seinni fundinum af barni með áróðursspjald. Þetta er eitt af því jákvæða sem sést hefur og spjaldið hefur vafalaust glatt eitt gamalt kennarahjarta. Á því stóð: "Hærri laun fyrir Rósu, hún er góður kennari." Ég er 55 ára kennslukona og hef selt skólanum sál mína. Ég neita að sitja undir aðdróttunum "einhverra" í samfélaginu. Ég hef aldrei unnið með foreldrum sem hafa vegið að mér með þeim orðum sem sjá má í fjölmiðlum þessa dagana. Undantekningarlítið hef ég átt gott samstarf við foreldra. Ég velti því fyrir mér hvaðan þessi neikvæða afstaða kemur, er hún tilbúningur fjölmiðlamanna eða er annað uppi þegar kennarar eru hvergi nærri? Ég tel það hlutverk mitt að koma þeim einstaklingum sem ég kenni til nokkurs þroska en er orðin leið á að hlusta á klisjuna: "Þessir kennaraandskotar fá nóg laun fyrir að vera alltaf í fríi." Þið, sem teljið starfið svona girnilegt, ættuð að drífa ykkur í Kennaraháskólann eða Háskólann og sinna síðan þessu "slökunarstarfi". Þið sem skiljið álagið, sem kennarar starfa undir, ættuð að leggjast á sveif með þeim og koma skólamálum í lag svo kennarastéttin þurfi ekki á nokkurra ára fresti að fara í verkfall til að fá mannsæmandi laun. Fyrir tveimur árum var maðurinn minn, sem framhaldsskólakennari, í verkfalli í átta vikur og nú er ég búin að vera í sex. Við völdum að vera kennarar og erum stolt af en óneitanlega setur skugga á starfið vanvirðingin og þær endalausu kröfur sem þessi stétt býr við. Er það sjálfgefið að kennarar þurfi að vera launalausir á nokkurra ára fresti? Vilja aðrar stéttir missa laun sín á þennan hátt? "Þér var nær að velja þér þetta starf," sagði kona nokkur. Veit hún ekki að laun eru mannleg ákvörðun og breytingum undirorpin? Í næstu kosningum ætla ég að greiða atkvæði þeim alþingis- og sveitarstjórnarmönnum sem ég tel "góða". Það er ekki vænlegt að bjóða sig fram til verka sem maður ræður ekki við. Þið, sem buðuð ykkur fram til ábyrgðar á þjóðfélagi og sveitarfélögum, getið ekki vikið ykkur undan vinnunni sem fylgir. Getið þið ekki rekið skólana með reisn ættuð þið að íhuga annað starf sem þið getið sinnt með sóma. Miðlunartillaga er komin fram og kennarar ríða ekki feitum hesti frá samningum verði hún samþykkt. Hún nær varla að halda í við verðbólguna í þjóðfélaginu. Ég skora á þá kennara sem hafa barist fyrir betra skólastarfi að horfa til framtíðar og skoða vel þessa tillögu áður en þeir greiða atkvæði. Látið ekki stundarhagsmuni víkja fyrir betri framtíð. Verum samstiga og hvort sem jólin verða rauð eða hvít þá koma þau samt. Höfundur er kennari og námsráðgjafi við Myllubakkaskóla í Keflavík og er stolt af því.
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun