Til hamingju Hagvagnar og Hópbílar 3. nóvember 2004 00:01 Umhverfið- Guðjón I. Eggertsson Nýlega varð sá merki viðburður að fyrirtækin Hagvagnar og Hópbílar fengu afhent vottorð til staðfestingar á að fyrirtækin hafa uppfyllt skilyrði alþjóðlega umhverfisstjórnunarstaðalsins ISO 14001. Samgönguráðherra afhenti fyrirtækjunum staðfestinguna við hátíðlega athöfn í höfuðstöðvum þeirra 7. október s.l. Hafnarfjarðarbær fagnar þessu framtaki fyrirtækjanna og óskar þeim hjartanlega til hamingju með að langþráðu marki er náð. Vottun fyrirækjanna tveggja er sérlega ánægjuleg fyrir Hafnfirðinga í ljósi þess að nú eru þrjú af alls fimm fyrirtækjum á Íslandi sem hafa hlotið vottun samkvæmt ISO 14001 staðsett í Hafnarfirði. Þriðja fyrirtækið er álver Alcan í Straumsvík. Að baki þessum merka áfanga er áhugi stjórnenda og starfsmann Hagvagna og Hópbíla til að taka umhverfismál fyrirtækjanna föstum tökum og skara fram úr á því sviði. Vottunin hefur átt nokkurn aðdraganda en um þrjú ár eru síðan stjórnir fyrirtækjanna settu þau markmið að fyrirtækin skildu sækjast eftir alþjóðlegri umhverfisvottun og er ekki hægt annað en að hrósa stjórnendum og starfsmönnum fyrir dugnað og elju á vegferðinni. Á leiðinni að markinu var farið vandlega yfir umhverfismál í öllum rekstri fyrirtækjanna. Má nefna að farið var yfir alla efnanotkun t.d. hvað varðar þrif og viðhald bifreiða. Einnig fengu starfsmenn fræðslu um umhverfismál og sóttu námskeið í vistvænum akstri til að læra hvernig draga má úr eldsneytiseyðslu og þar með losun gróðurhúsalofttegunda. Að sögn forsvarsmanna hefur fræðsla og skýr stefna í umhverfismálum breytt hugsun og háttum starfsmanna þannig að nú eru hagsmunir umhverfisins í forgangi þegar það á við. Hagvagnar og Hópbílar eru fyrstu fyrirtækin í ferðaþjónustu og samgöngum til að fá þessa vottun á Íslandi en fyrirtækin fengu fyrirtækjaverðlaun Umhverfisráðuneytisins, Kuðunginn, árið 2003. Við innleiðingu staðalsins nutu fyrirtækin aðstoðar starfsmanna IMG Deloitte og Línuhönnunar. Hafnarfjarðarbær fagnar því sérstaklega að meirihluti fyrirtækja á Íslandi sem eru með umhverfisvottun samkvæmt ISO 14001 skuli staðsett í Hafnarfirði. Fyrirtækin eru í fararbroddi í umhverfisstarfi fyrirtækja og öðrum góð fyrirmynd í þeim efnum. Starf þeirra að umhverfismálum er líka innlegg í stefnu bæjarins í átt að sjálfbæru samfélagi í gegnum Staðardagskrá 21, velferðaráætlun sveitarfélagsins þar sem tekið er á félagslegum, efnahagslegum og umhverfisþáttum í því skyni að bæta samfélagið. Sporganga fyrirtækjanna á við Alcan, Hagvagna og Hópbíla, í þessum efnum er mjög mikilvæg og verður vonandi hvatning fyrir önnur fyrirtæki að skara fram úr í umhverfismálum og vinna markvisst að því að draga úr áhrifum sínum á umhverfið, hver eðlis sem þau eru. ISO 14001 staðallinn er alþjóðlegur staðall í umhverfisstjórnun sem er gefin út af Alþjóða staðalráðinu (International Organization for Standardization - ISO). Með vottun samkvæmt staðlinum er staðfest að viðkomandi fyrirtæki hefur sett upp stjórnkerfi sem tryggir og ýtir undir ákveðna hugsun í umhverfismálum í allri starfsemi fyrirtækisins. Með stöðugum umbótum á stjórnkerfinu, hvatningu og virku starfsfólki geta fyrirtæki náð verulegum árangri í því að draga úr áhrifum af starfsemi sinni á umhverfið. Um síðustu áramót höfðu rúmlega 61.000 fyrirtæki um allan heim fengið þessa vottun. Frekari upplýsingar má finna á www.iso.org Höfundur er verkefnisstjóri Staðardagskrár 21 í Hafnarfirði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Raforkuverð: Stórnotendur og almenningur Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Hætt við að hækka ekki skatta á almenning Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattafíkn í skjóli réttlætis: Tímavélin stillt á 2012 Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Sjá meira
Umhverfið- Guðjón I. Eggertsson Nýlega varð sá merki viðburður að fyrirtækin Hagvagnar og Hópbílar fengu afhent vottorð til staðfestingar á að fyrirtækin hafa uppfyllt skilyrði alþjóðlega umhverfisstjórnunarstaðalsins ISO 14001. Samgönguráðherra afhenti fyrirtækjunum staðfestinguna við hátíðlega athöfn í höfuðstöðvum þeirra 7. október s.l. Hafnarfjarðarbær fagnar þessu framtaki fyrirtækjanna og óskar þeim hjartanlega til hamingju með að langþráðu marki er náð. Vottun fyrirækjanna tveggja er sérlega ánægjuleg fyrir Hafnfirðinga í ljósi þess að nú eru þrjú af alls fimm fyrirtækjum á Íslandi sem hafa hlotið vottun samkvæmt ISO 14001 staðsett í Hafnarfirði. Þriðja fyrirtækið er álver Alcan í Straumsvík. Að baki þessum merka áfanga er áhugi stjórnenda og starfsmann Hagvagna og Hópbíla til að taka umhverfismál fyrirtækjanna föstum tökum og skara fram úr á því sviði. Vottunin hefur átt nokkurn aðdraganda en um þrjú ár eru síðan stjórnir fyrirtækjanna settu þau markmið að fyrirtækin skildu sækjast eftir alþjóðlegri umhverfisvottun og er ekki hægt annað en að hrósa stjórnendum og starfsmönnum fyrir dugnað og elju á vegferðinni. Á leiðinni að markinu var farið vandlega yfir umhverfismál í öllum rekstri fyrirtækjanna. Má nefna að farið var yfir alla efnanotkun t.d. hvað varðar þrif og viðhald bifreiða. Einnig fengu starfsmenn fræðslu um umhverfismál og sóttu námskeið í vistvænum akstri til að læra hvernig draga má úr eldsneytiseyðslu og þar með losun gróðurhúsalofttegunda. Að sögn forsvarsmanna hefur fræðsla og skýr stefna í umhverfismálum breytt hugsun og háttum starfsmanna þannig að nú eru hagsmunir umhverfisins í forgangi þegar það á við. Hagvagnar og Hópbílar eru fyrstu fyrirtækin í ferðaþjónustu og samgöngum til að fá þessa vottun á Íslandi en fyrirtækin fengu fyrirtækjaverðlaun Umhverfisráðuneytisins, Kuðunginn, árið 2003. Við innleiðingu staðalsins nutu fyrirtækin aðstoðar starfsmanna IMG Deloitte og Línuhönnunar. Hafnarfjarðarbær fagnar því sérstaklega að meirihluti fyrirtækja á Íslandi sem eru með umhverfisvottun samkvæmt ISO 14001 skuli staðsett í Hafnarfirði. Fyrirtækin eru í fararbroddi í umhverfisstarfi fyrirtækja og öðrum góð fyrirmynd í þeim efnum. Starf þeirra að umhverfismálum er líka innlegg í stefnu bæjarins í átt að sjálfbæru samfélagi í gegnum Staðardagskrá 21, velferðaráætlun sveitarfélagsins þar sem tekið er á félagslegum, efnahagslegum og umhverfisþáttum í því skyni að bæta samfélagið. Sporganga fyrirtækjanna á við Alcan, Hagvagna og Hópbíla, í þessum efnum er mjög mikilvæg og verður vonandi hvatning fyrir önnur fyrirtæki að skara fram úr í umhverfismálum og vinna markvisst að því að draga úr áhrifum sínum á umhverfið, hver eðlis sem þau eru. ISO 14001 staðallinn er alþjóðlegur staðall í umhverfisstjórnun sem er gefin út af Alþjóða staðalráðinu (International Organization for Standardization - ISO). Með vottun samkvæmt staðlinum er staðfest að viðkomandi fyrirtæki hefur sett upp stjórnkerfi sem tryggir og ýtir undir ákveðna hugsun í umhverfismálum í allri starfsemi fyrirtækisins. Með stöðugum umbótum á stjórnkerfinu, hvatningu og virku starfsfólki geta fyrirtæki náð verulegum árangri í því að draga úr áhrifum af starfsemi sinni á umhverfið. Um síðustu áramót höfðu rúmlega 61.000 fyrirtæki um allan heim fengið þessa vottun. Frekari upplýsingar má finna á www.iso.org Höfundur er verkefnisstjóri Staðardagskrár 21 í Hafnarfirði
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun