Til hamingju Hagvagnar og Hópbílar 3. nóvember 2004 00:01 Umhverfið- Guðjón I. Eggertsson Nýlega varð sá merki viðburður að fyrirtækin Hagvagnar og Hópbílar fengu afhent vottorð til staðfestingar á að fyrirtækin hafa uppfyllt skilyrði alþjóðlega umhverfisstjórnunarstaðalsins ISO 14001. Samgönguráðherra afhenti fyrirtækjunum staðfestinguna við hátíðlega athöfn í höfuðstöðvum þeirra 7. október s.l. Hafnarfjarðarbær fagnar þessu framtaki fyrirtækjanna og óskar þeim hjartanlega til hamingju með að langþráðu marki er náð. Vottun fyrirækjanna tveggja er sérlega ánægjuleg fyrir Hafnfirðinga í ljósi þess að nú eru þrjú af alls fimm fyrirtækjum á Íslandi sem hafa hlotið vottun samkvæmt ISO 14001 staðsett í Hafnarfirði. Þriðja fyrirtækið er álver Alcan í Straumsvík. Að baki þessum merka áfanga er áhugi stjórnenda og starfsmann Hagvagna og Hópbíla til að taka umhverfismál fyrirtækjanna föstum tökum og skara fram úr á því sviði. Vottunin hefur átt nokkurn aðdraganda en um þrjú ár eru síðan stjórnir fyrirtækjanna settu þau markmið að fyrirtækin skildu sækjast eftir alþjóðlegri umhverfisvottun og er ekki hægt annað en að hrósa stjórnendum og starfsmönnum fyrir dugnað og elju á vegferðinni. Á leiðinni að markinu var farið vandlega yfir umhverfismál í öllum rekstri fyrirtækjanna. Má nefna að farið var yfir alla efnanotkun t.d. hvað varðar þrif og viðhald bifreiða. Einnig fengu starfsmenn fræðslu um umhverfismál og sóttu námskeið í vistvænum akstri til að læra hvernig draga má úr eldsneytiseyðslu og þar með losun gróðurhúsalofttegunda. Að sögn forsvarsmanna hefur fræðsla og skýr stefna í umhverfismálum breytt hugsun og háttum starfsmanna þannig að nú eru hagsmunir umhverfisins í forgangi þegar það á við. Hagvagnar og Hópbílar eru fyrstu fyrirtækin í ferðaþjónustu og samgöngum til að fá þessa vottun á Íslandi en fyrirtækin fengu fyrirtækjaverðlaun Umhverfisráðuneytisins, Kuðunginn, árið 2003. Við innleiðingu staðalsins nutu fyrirtækin aðstoðar starfsmanna IMG Deloitte og Línuhönnunar. Hafnarfjarðarbær fagnar því sérstaklega að meirihluti fyrirtækja á Íslandi sem eru með umhverfisvottun samkvæmt ISO 14001 skuli staðsett í Hafnarfirði. Fyrirtækin eru í fararbroddi í umhverfisstarfi fyrirtækja og öðrum góð fyrirmynd í þeim efnum. Starf þeirra að umhverfismálum er líka innlegg í stefnu bæjarins í átt að sjálfbæru samfélagi í gegnum Staðardagskrá 21, velferðaráætlun sveitarfélagsins þar sem tekið er á félagslegum, efnahagslegum og umhverfisþáttum í því skyni að bæta samfélagið. Sporganga fyrirtækjanna á við Alcan, Hagvagna og Hópbíla, í þessum efnum er mjög mikilvæg og verður vonandi hvatning fyrir önnur fyrirtæki að skara fram úr í umhverfismálum og vinna markvisst að því að draga úr áhrifum sínum á umhverfið, hver eðlis sem þau eru. ISO 14001 staðallinn er alþjóðlegur staðall í umhverfisstjórnun sem er gefin út af Alþjóða staðalráðinu (International Organization for Standardization - ISO). Með vottun samkvæmt staðlinum er staðfest að viðkomandi fyrirtæki hefur sett upp stjórnkerfi sem tryggir og ýtir undir ákveðna hugsun í umhverfismálum í allri starfsemi fyrirtækisins. Með stöðugum umbótum á stjórnkerfinu, hvatningu og virku starfsfólki geta fyrirtæki náð verulegum árangri í því að draga úr áhrifum af starfsemi sinni á umhverfið. Um síðustu áramót höfðu rúmlega 61.000 fyrirtæki um allan heim fengið þessa vottun. Frekari upplýsingar má finna á www.iso.org Höfundur er verkefnisstjóri Staðardagskrár 21 í Hafnarfirði Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verðbólguna Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Flóttafólk er bara fólk Úlfhildur Ólafsdóttir Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Vitundarvakning um auðlindir þjóðar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Umhverfið- Guðjón I. Eggertsson Nýlega varð sá merki viðburður að fyrirtækin Hagvagnar og Hópbílar fengu afhent vottorð til staðfestingar á að fyrirtækin hafa uppfyllt skilyrði alþjóðlega umhverfisstjórnunarstaðalsins ISO 14001. Samgönguráðherra afhenti fyrirtækjunum staðfestinguna við hátíðlega athöfn í höfuðstöðvum þeirra 7. október s.l. Hafnarfjarðarbær fagnar þessu framtaki fyrirtækjanna og óskar þeim hjartanlega til hamingju með að langþráðu marki er náð. Vottun fyrirækjanna tveggja er sérlega ánægjuleg fyrir Hafnfirðinga í ljósi þess að nú eru þrjú af alls fimm fyrirtækjum á Íslandi sem hafa hlotið vottun samkvæmt ISO 14001 staðsett í Hafnarfirði. Þriðja fyrirtækið er álver Alcan í Straumsvík. Að baki þessum merka áfanga er áhugi stjórnenda og starfsmann Hagvagna og Hópbíla til að taka umhverfismál fyrirtækjanna föstum tökum og skara fram úr á því sviði. Vottunin hefur átt nokkurn aðdraganda en um þrjú ár eru síðan stjórnir fyrirtækjanna settu þau markmið að fyrirtækin skildu sækjast eftir alþjóðlegri umhverfisvottun og er ekki hægt annað en að hrósa stjórnendum og starfsmönnum fyrir dugnað og elju á vegferðinni. Á leiðinni að markinu var farið vandlega yfir umhverfismál í öllum rekstri fyrirtækjanna. Má nefna að farið var yfir alla efnanotkun t.d. hvað varðar þrif og viðhald bifreiða. Einnig fengu starfsmenn fræðslu um umhverfismál og sóttu námskeið í vistvænum akstri til að læra hvernig draga má úr eldsneytiseyðslu og þar með losun gróðurhúsalofttegunda. Að sögn forsvarsmanna hefur fræðsla og skýr stefna í umhverfismálum breytt hugsun og háttum starfsmanna þannig að nú eru hagsmunir umhverfisins í forgangi þegar það á við. Hagvagnar og Hópbílar eru fyrstu fyrirtækin í ferðaþjónustu og samgöngum til að fá þessa vottun á Íslandi en fyrirtækin fengu fyrirtækjaverðlaun Umhverfisráðuneytisins, Kuðunginn, árið 2003. Við innleiðingu staðalsins nutu fyrirtækin aðstoðar starfsmanna IMG Deloitte og Línuhönnunar. Hafnarfjarðarbær fagnar því sérstaklega að meirihluti fyrirtækja á Íslandi sem eru með umhverfisvottun samkvæmt ISO 14001 skuli staðsett í Hafnarfirði. Fyrirtækin eru í fararbroddi í umhverfisstarfi fyrirtækja og öðrum góð fyrirmynd í þeim efnum. Starf þeirra að umhverfismálum er líka innlegg í stefnu bæjarins í átt að sjálfbæru samfélagi í gegnum Staðardagskrá 21, velferðaráætlun sveitarfélagsins þar sem tekið er á félagslegum, efnahagslegum og umhverfisþáttum í því skyni að bæta samfélagið. Sporganga fyrirtækjanna á við Alcan, Hagvagna og Hópbíla, í þessum efnum er mjög mikilvæg og verður vonandi hvatning fyrir önnur fyrirtæki að skara fram úr í umhverfismálum og vinna markvisst að því að draga úr áhrifum sínum á umhverfið, hver eðlis sem þau eru. ISO 14001 staðallinn er alþjóðlegur staðall í umhverfisstjórnun sem er gefin út af Alþjóða staðalráðinu (International Organization for Standardization - ISO). Með vottun samkvæmt staðlinum er staðfest að viðkomandi fyrirtæki hefur sett upp stjórnkerfi sem tryggir og ýtir undir ákveðna hugsun í umhverfismálum í allri starfsemi fyrirtækisins. Með stöðugum umbótum á stjórnkerfinu, hvatningu og virku starfsfólki geta fyrirtæki náð verulegum árangri í því að draga úr áhrifum af starfsemi sinni á umhverfið. Um síðustu áramót höfðu rúmlega 61.000 fyrirtæki um allan heim fengið þessa vottun. Frekari upplýsingar má finna á www.iso.org Höfundur er verkefnisstjóri Staðardagskrár 21 í Hafnarfirði
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar