Spyrjið ykkar innri mann 3. nóvember 2004 00:01 Kennaradeilan - Valur Óskarsson Allt frá upphafi verkfalls okkar grunnskólakennara hefur það verið ljóst að ekki myndu takast samningar. Þau stóru mistök voru gerð fyrir nokkrum mánuðum að senda út nokkurs konar óskalista til kennara. Enginn vildi nefna of lágar tölur svo að lokum sat forystan uppi með óskir um 250.000 til handa byrjendum strax og kennsluskyldulækkun upp á 2 tíma á viku. Með þessar kröfur að leiðarljósi fór samninganefnd okkar af stað. Nær hefði verið að spyrja hvaða kjörum fólk teldi sig ná, ef það sæti í sáttanefnd. Ætli sæmilega skynsamt fólk hefði þá ekki nefnt svona 16% á samningstíma, þ.e.a.s. eins og sjómenn eru að fá. Það er nefnilega eitt að semja óskalista og senda hann ábyrgðarlaust til jólasveinsins en allt annað að sitja sjálfur á móti sveinka og reyna að herja út úr honum betri jólagjöf en seinast. Fyrir rúmum 4 árum voru byrjunarlaun grunnskólakennara ríflega 100.000 á mánuði en skánuðu töluvert við síðasta samning enda ekki vanþörf á. Engu að síður er það í meira lagi barnalegt að halda að það sé ekkert mál að ná samningi þar sem byrjandi fer strax í 250.000 enda væri þá um 150% hækkun að ræða á 5 árum. Við megum ekki leika okkur að því að fá fólk á móti stéttinni. Þannig var það með ólíkindum að heyra að margir trúnaðarmenn vildu láta krakkana hanga heima áfram á meðan við dúlluðum okkur við að skoða miðlunartillöguna. Haft var eftir kennara í blöðunum að það yrði erfiðara að skoða þetta eftir að krakkarnir væru komnir í skólann. Hvílíkt bull! Til allrar guðs lukku er formaður vor, Eiríkur, hættur að nenna að hlusta á þvætting. Loksins, loksins er runnin upp sú stund að forystan áttar sig á að trúnaðarmenn bergmála engan veginn skoðanir fjöldans. Samkvæmt sáttatillögunni er skólastjórapotturinn að mestu leyti kominn í föstu launin og einnig lækkar kennsluskylda um 2 tíma á samningstíma. Svo bregðast sumir illir við og tala um launalækkun þessu samfara. Já, en þið heimtuðuð þetta. Vissulega lækka sumir hvað varðar pottflokkana, en það gat hver heilvita maður séð fyrir. Haraldur veðurfræðingur væri varla lengi að benda á að ef ég fengi 4 bónusflokka og hann 2, þá mundi ég tapa ef þeim yrði skipt jafnt á milli okkar. Ég hef oft velt því fyrir mér hvort sveitastjórnarmenn hafi ekki gert stólpagrín að þessari óskiljanlegu kröfu. Niðri í verkfallsmiðstöð okkar heyrði ég mæta konu segja: Munið svo bara að greiða atkvæði eftir innihaldi sáttatillögunnar en ekki hugsa neitt um það að verkfall geti skollið á aftur. Ég get því miður ekki skilið þessa konu og aðra þá sem tala eins þessa dagana. Hvernig í ósköpunum á venjulegt fólk að geta horft framhjá þeirri staðreynd að eitt það ömurlegasta sem gæti hent okkur kennara og nemendur er að híma í verkfalli í svartasta skammdeginu. Góðir félagar. Ekki spyrja næsta mann heldur ykkar innri mann að þessu: Trúi ég því að á allra næstu dögum náist eitthvað miklu betra. Greiðið svo atkvæði samkvæmt því sem ykkar innri maður segir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Kennaradeilan - Valur Óskarsson Allt frá upphafi verkfalls okkar grunnskólakennara hefur það verið ljóst að ekki myndu takast samningar. Þau stóru mistök voru gerð fyrir nokkrum mánuðum að senda út nokkurs konar óskalista til kennara. Enginn vildi nefna of lágar tölur svo að lokum sat forystan uppi með óskir um 250.000 til handa byrjendum strax og kennsluskyldulækkun upp á 2 tíma á viku. Með þessar kröfur að leiðarljósi fór samninganefnd okkar af stað. Nær hefði verið að spyrja hvaða kjörum fólk teldi sig ná, ef það sæti í sáttanefnd. Ætli sæmilega skynsamt fólk hefði þá ekki nefnt svona 16% á samningstíma, þ.e.a.s. eins og sjómenn eru að fá. Það er nefnilega eitt að semja óskalista og senda hann ábyrgðarlaust til jólasveinsins en allt annað að sitja sjálfur á móti sveinka og reyna að herja út úr honum betri jólagjöf en seinast. Fyrir rúmum 4 árum voru byrjunarlaun grunnskólakennara ríflega 100.000 á mánuði en skánuðu töluvert við síðasta samning enda ekki vanþörf á. Engu að síður er það í meira lagi barnalegt að halda að það sé ekkert mál að ná samningi þar sem byrjandi fer strax í 250.000 enda væri þá um 150% hækkun að ræða á 5 árum. Við megum ekki leika okkur að því að fá fólk á móti stéttinni. Þannig var það með ólíkindum að heyra að margir trúnaðarmenn vildu láta krakkana hanga heima áfram á meðan við dúlluðum okkur við að skoða miðlunartillöguna. Haft var eftir kennara í blöðunum að það yrði erfiðara að skoða þetta eftir að krakkarnir væru komnir í skólann. Hvílíkt bull! Til allrar guðs lukku er formaður vor, Eiríkur, hættur að nenna að hlusta á þvætting. Loksins, loksins er runnin upp sú stund að forystan áttar sig á að trúnaðarmenn bergmála engan veginn skoðanir fjöldans. Samkvæmt sáttatillögunni er skólastjórapotturinn að mestu leyti kominn í föstu launin og einnig lækkar kennsluskylda um 2 tíma á samningstíma. Svo bregðast sumir illir við og tala um launalækkun þessu samfara. Já, en þið heimtuðuð þetta. Vissulega lækka sumir hvað varðar pottflokkana, en það gat hver heilvita maður séð fyrir. Haraldur veðurfræðingur væri varla lengi að benda á að ef ég fengi 4 bónusflokka og hann 2, þá mundi ég tapa ef þeim yrði skipt jafnt á milli okkar. Ég hef oft velt því fyrir mér hvort sveitastjórnarmenn hafi ekki gert stólpagrín að þessari óskiljanlegu kröfu. Niðri í verkfallsmiðstöð okkar heyrði ég mæta konu segja: Munið svo bara að greiða atkvæði eftir innihaldi sáttatillögunnar en ekki hugsa neitt um það að verkfall geti skollið á aftur. Ég get því miður ekki skilið þessa konu og aðra þá sem tala eins þessa dagana. Hvernig í ósköpunum á venjulegt fólk að geta horft framhjá þeirri staðreynd að eitt það ömurlegasta sem gæti hent okkur kennara og nemendur er að híma í verkfalli í svartasta skammdeginu. Góðir félagar. Ekki spyrja næsta mann heldur ykkar innri mann að þessu: Trúi ég því að á allra næstu dögum náist eitthvað miklu betra. Greiðið svo atkvæði samkvæmt því sem ykkar innri maður segir.
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun