Spyrjið ykkar innri mann 3. nóvember 2004 00:01 Kennaradeilan - Valur Óskarsson Allt frá upphafi verkfalls okkar grunnskólakennara hefur það verið ljóst að ekki myndu takast samningar. Þau stóru mistök voru gerð fyrir nokkrum mánuðum að senda út nokkurs konar óskalista til kennara. Enginn vildi nefna of lágar tölur svo að lokum sat forystan uppi með óskir um 250.000 til handa byrjendum strax og kennsluskyldulækkun upp á 2 tíma á viku. Með þessar kröfur að leiðarljósi fór samninganefnd okkar af stað. Nær hefði verið að spyrja hvaða kjörum fólk teldi sig ná, ef það sæti í sáttanefnd. Ætli sæmilega skynsamt fólk hefði þá ekki nefnt svona 16% á samningstíma, þ.e.a.s. eins og sjómenn eru að fá. Það er nefnilega eitt að semja óskalista og senda hann ábyrgðarlaust til jólasveinsins en allt annað að sitja sjálfur á móti sveinka og reyna að herja út úr honum betri jólagjöf en seinast. Fyrir rúmum 4 árum voru byrjunarlaun grunnskólakennara ríflega 100.000 á mánuði en skánuðu töluvert við síðasta samning enda ekki vanþörf á. Engu að síður er það í meira lagi barnalegt að halda að það sé ekkert mál að ná samningi þar sem byrjandi fer strax í 250.000 enda væri þá um 150% hækkun að ræða á 5 árum. Við megum ekki leika okkur að því að fá fólk á móti stéttinni. Þannig var það með ólíkindum að heyra að margir trúnaðarmenn vildu láta krakkana hanga heima áfram á meðan við dúlluðum okkur við að skoða miðlunartillöguna. Haft var eftir kennara í blöðunum að það yrði erfiðara að skoða þetta eftir að krakkarnir væru komnir í skólann. Hvílíkt bull! Til allrar guðs lukku er formaður vor, Eiríkur, hættur að nenna að hlusta á þvætting. Loksins, loksins er runnin upp sú stund að forystan áttar sig á að trúnaðarmenn bergmála engan veginn skoðanir fjöldans. Samkvæmt sáttatillögunni er skólastjórapotturinn að mestu leyti kominn í föstu launin og einnig lækkar kennsluskylda um 2 tíma á samningstíma. Svo bregðast sumir illir við og tala um launalækkun þessu samfara. Já, en þið heimtuðuð þetta. Vissulega lækka sumir hvað varðar pottflokkana, en það gat hver heilvita maður séð fyrir. Haraldur veðurfræðingur væri varla lengi að benda á að ef ég fengi 4 bónusflokka og hann 2, þá mundi ég tapa ef þeim yrði skipt jafnt á milli okkar. Ég hef oft velt því fyrir mér hvort sveitastjórnarmenn hafi ekki gert stólpagrín að þessari óskiljanlegu kröfu. Niðri í verkfallsmiðstöð okkar heyrði ég mæta konu segja: Munið svo bara að greiða atkvæði eftir innihaldi sáttatillögunnar en ekki hugsa neitt um það að verkfall geti skollið á aftur. Ég get því miður ekki skilið þessa konu og aðra þá sem tala eins þessa dagana. Hvernig í ósköpunum á venjulegt fólk að geta horft framhjá þeirri staðreynd að eitt það ömurlegasta sem gæti hent okkur kennara og nemendur er að híma í verkfalli í svartasta skammdeginu. Góðir félagar. Ekki spyrja næsta mann heldur ykkar innri mann að þessu: Trúi ég því að á allra næstu dögum náist eitthvað miklu betra. Greiðið svo atkvæði samkvæmt því sem ykkar innri maður segir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Kennaradeilan - Valur Óskarsson Allt frá upphafi verkfalls okkar grunnskólakennara hefur það verið ljóst að ekki myndu takast samningar. Þau stóru mistök voru gerð fyrir nokkrum mánuðum að senda út nokkurs konar óskalista til kennara. Enginn vildi nefna of lágar tölur svo að lokum sat forystan uppi með óskir um 250.000 til handa byrjendum strax og kennsluskyldulækkun upp á 2 tíma á viku. Með þessar kröfur að leiðarljósi fór samninganefnd okkar af stað. Nær hefði verið að spyrja hvaða kjörum fólk teldi sig ná, ef það sæti í sáttanefnd. Ætli sæmilega skynsamt fólk hefði þá ekki nefnt svona 16% á samningstíma, þ.e.a.s. eins og sjómenn eru að fá. Það er nefnilega eitt að semja óskalista og senda hann ábyrgðarlaust til jólasveinsins en allt annað að sitja sjálfur á móti sveinka og reyna að herja út úr honum betri jólagjöf en seinast. Fyrir rúmum 4 árum voru byrjunarlaun grunnskólakennara ríflega 100.000 á mánuði en skánuðu töluvert við síðasta samning enda ekki vanþörf á. Engu að síður er það í meira lagi barnalegt að halda að það sé ekkert mál að ná samningi þar sem byrjandi fer strax í 250.000 enda væri þá um 150% hækkun að ræða á 5 árum. Við megum ekki leika okkur að því að fá fólk á móti stéttinni. Þannig var það með ólíkindum að heyra að margir trúnaðarmenn vildu láta krakkana hanga heima áfram á meðan við dúlluðum okkur við að skoða miðlunartillöguna. Haft var eftir kennara í blöðunum að það yrði erfiðara að skoða þetta eftir að krakkarnir væru komnir í skólann. Hvílíkt bull! Til allrar guðs lukku er formaður vor, Eiríkur, hættur að nenna að hlusta á þvætting. Loksins, loksins er runnin upp sú stund að forystan áttar sig á að trúnaðarmenn bergmála engan veginn skoðanir fjöldans. Samkvæmt sáttatillögunni er skólastjórapotturinn að mestu leyti kominn í föstu launin og einnig lækkar kennsluskylda um 2 tíma á samningstíma. Svo bregðast sumir illir við og tala um launalækkun þessu samfara. Já, en þið heimtuðuð þetta. Vissulega lækka sumir hvað varðar pottflokkana, en það gat hver heilvita maður séð fyrir. Haraldur veðurfræðingur væri varla lengi að benda á að ef ég fengi 4 bónusflokka og hann 2, þá mundi ég tapa ef þeim yrði skipt jafnt á milli okkar. Ég hef oft velt því fyrir mér hvort sveitastjórnarmenn hafi ekki gert stólpagrín að þessari óskiljanlegu kröfu. Niðri í verkfallsmiðstöð okkar heyrði ég mæta konu segja: Munið svo bara að greiða atkvæði eftir innihaldi sáttatillögunnar en ekki hugsa neitt um það að verkfall geti skollið á aftur. Ég get því miður ekki skilið þessa konu og aðra þá sem tala eins þessa dagana. Hvernig í ósköpunum á venjulegt fólk að geta horft framhjá þeirri staðreynd að eitt það ömurlegasta sem gæti hent okkur kennara og nemendur er að híma í verkfalli í svartasta skammdeginu. Góðir félagar. Ekki spyrja næsta mann heldur ykkar innri mann að þessu: Trúi ég því að á allra næstu dögum náist eitthvað miklu betra. Greiðið svo atkvæði samkvæmt því sem ykkar innri maður segir.
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun