Skoðun

Þjófnaður með aðstoð reglugerða.

Innritunargjöld - Gunnar Þór Gunnarsson Athugunarleysi stjórnvalda í vor reyndist martröð fyrir þá unglinga sem í góðri trú ætluðu í framhaldsnám í haust. Skólarnir vísuðu mörgum nemendum frá og annað tveggja fengu nemendur inni í skólum sem þeir höfðu sett til vara eða enga skólavist. Ráðherra lét nokkrar milljónir til skólanna sem gátu boðið ungmennin velkomin. Þeir sem fengu inni í skóla sem settur var til vara en síðar inni í draumaskólanum greiddu innritunargjöld á báðum stöðum. Þá var bara að fá endurgreitt þar sem þetta var jú eitt allsherjar klúður og ekki nema sex dagar frá því að gjöldin voru greidd. Sölvi Sveinsson skólameistari FÁ er ekki á sama máli. Skv. þeim reglum sem við búum við þá þarf hann ekki að endurgreiða. Hann má það en hann vill ekki. Ráðuneytið segir að FÁ sé sjálfstæð stofnun og þetta sé þeim óviðkomandi. Sölvi heldur í reglur um endurgreiðslur sem settar voru á þeim tíma þegar hægt var að fá pláss í öllum skólum og endurgreitt. Er ekki of langt gengið við að seilast ofan í vasa unglinganna okkar?



Skoðun

Sjá meira


×