Skoðun

Bréf til ritstjóra Fréttablaðsins.

Skrif um vændi - Þórhildur Andrea Magnúsdóttir Herra ritstjóri! Ég heiti Þórhildur Andrea Magnúsdóttir og er 14 ára stúlka úr Keflavík, Reykjanesbæ. Ég gat nú ekki annað en sent þér athugasemd eftir að hafa lesið blaðið þitt núna á laugardaginn. Mér finnst þú vera að draga upp algerlega ranga mynd af því ólöglega og að þú sért að ýta undir það að ungar konur byrji að stunda vændi. Í grein sem að birt var í blaði þínu laugardaginn 23. október segir kennari frá því hvernig hún fór út í það að stunda vændi til að "drýgja tekjurnar". Einnig segir hún frá því hversu auðvelt hafi verið að byrja á þessu og jafnvel gaman. Mér finnst sjúkt og virkilega rangt að birta svona grein í blaði sem að er aðgengilegt fyrir flesta landsmenn, þ.á.m. ungar stelpur sem að gætu þess vegna tekið upp á því að stunda kynlíf fyrir peninga þar sem það er svona auðvelt. Fyrir utan það er þessi grein birt algerlega gagngrýnislaust. Henni fylgir ekkert sem bendir til þess að þetta sé rangt eða að svona eigi ekki að líta á hlutina. Ég veit vel að þetta er bara skoðun og reynslusaga þessarar konu en ekki má gleyma að vændi er ólöglegt og rangt í alla staði. Mér finnst þetta álíka sniðugt og fyrir anorexíusjúkling að gefa góð ráð fyrir aðra um hvernig sé best að ljúga í kringum sjúkdóminn eða ná bestum árangri í megrun! Ef að þetta er besti kosturinn fyrir efni í blaðagrein ættir þú kannski að endurskoða aðeins starfsemi blaðsins. Því ég veit að ég mundi alls ekki vilja að barnið mitt væri að lesa um íslenskan kennara sem að færi og svæfi síðan hjá feðrum nemenda sinna á kvöldin ef ég vitna í umrædda grein: "Á morgnanna þegar hún er ekki í verkfalli býður hún börnum góðan dag, kennir þeim af alúð og umhyggju en á kvöldin sinnir hún pöbbunum". Finnst þér ekki vanta svolítið siðferði í þetta?



Skoðun

Sjá meira


×