Alþjóðlegur beinverndardagur 20. október 2004 00:01 Alþjóðlegur beinverndardagur er haldinn 20. október ár hvert. Á hverju ári er dagurinn helgaður sértæku efni sem tengist beinþynningu. Yfirskrift beinverndardagsins í ár er Karlar og beinþynning. Beinvernd mun, í samstarfi við alþjóða beinverndarsamtökin IOF, vera með átak í tilefni dagsins til að auka vitund um beinþynningu meðal karla. Nýr bæklingur um karla og beinþynningu kemur út auk fréttabréfs sem helgað er þessu málefni sérstaklega. Beinvernd bendir körlum á að það eru margir þættir sem geta haft áhrif á beinin s.s. erfðaþættir, reykingar, óhófleg áfengisneysla, hreyfingarleysi, næring sem ekki inniheldur nægjanlegt kalk og D-vítamín, seinkaður kynþroski og aðrir sjúkdómar. Auk þess getur notkun ákveðinna lyfja s.s. sykurstera einnig valdið beinþynningu. Svarið spurningum í áhættuprófi um beinþynningu sem er að finna á vef Beinverndar, www.beinvernd.is og kannið hvort þið eruð í áhættuhópi! Hér á landi er talið að rekja megi um 1.000-1.200 brot til beinþynningar á ári hverju. Algengustu brotin eru framhandleggsbrot, samfallsbrot í hrygg og mjaðmarbrot, sem eru alvarlegust. Sjúkdómurinn er stundum nefndur "hinn þögli faraldur" vegna þess að einkenni hans koma oft ekki í ljós fyrr en við beinbrot. Brotatíðni er mismunandi eftir löndum hjá körlum og konum, en álagið og þjáningarnar sem brotin valda eru að aukast vegna þess að fólk lifir nú að jafnaði lengur en áður og þar af leiðandi eru fleiri aldraðir í heiminum sem hafa tilhneigingu til að brotna. Beinbrot vegna beinþynningar eru kostnaðarsöm, bæði hvað varðar þjáningu þeirra sem fyrir þeim verða og vegna meðferðar og umönnunar Tiltölulega auðvelt er að greina beinþynningu með svokölluðum beinþéttnimælum, sem er góður mælikvarði á brotahættu, líkt og blóðþrýstingur og blóðfitur segja fyrir um áhættuna á kransæðastíflu eða heilablóðfalli. Fullkomnir beinþéttnimælar, svokallaðir DEXA-mælar, eru á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri og Landspítala - háskólasjúkrahúsi í Fossvogi, en hægt er að fara í "minni" mælingu sem gefur vísbendingu um beinhaginn hjá Lyfju, Gigtarfélagi Íslands, Gigtsjúkdómadeild LHS og hjá Beinvernd. Auk þess hefur Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi yfir að ráða handarmæli sem einnig gefur vísbendingu um ástand beinanna. Beinþynningu er hægt að meðhöndla með sértækum lyfjum, auk D-vítamíns og kalks. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt að lyfjameðferð getur viðhaldið beinþéttni og jafnvel aukið beinmassann. Lífshættir og erfðaþættir ráða að miklu leyti þéttni og styrk beina. Þess vegna er mikilvægt að forvarnarstarf sé öflugt og nauðsynlegt er að tryggja forvörnina alla ævi. Þar skiptir hvað mestu máli reglubundin líkamleg hreyfing og mataræði sem inniheldur D-vítamín og kalk. Höfundur er íþróttafræðingur og framkvæmdastjóri Beinverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Sjá meira
Alþjóðlegur beinverndardagur er haldinn 20. október ár hvert. Á hverju ári er dagurinn helgaður sértæku efni sem tengist beinþynningu. Yfirskrift beinverndardagsins í ár er Karlar og beinþynning. Beinvernd mun, í samstarfi við alþjóða beinverndarsamtökin IOF, vera með átak í tilefni dagsins til að auka vitund um beinþynningu meðal karla. Nýr bæklingur um karla og beinþynningu kemur út auk fréttabréfs sem helgað er þessu málefni sérstaklega. Beinvernd bendir körlum á að það eru margir þættir sem geta haft áhrif á beinin s.s. erfðaþættir, reykingar, óhófleg áfengisneysla, hreyfingarleysi, næring sem ekki inniheldur nægjanlegt kalk og D-vítamín, seinkaður kynþroski og aðrir sjúkdómar. Auk þess getur notkun ákveðinna lyfja s.s. sykurstera einnig valdið beinþynningu. Svarið spurningum í áhættuprófi um beinþynningu sem er að finna á vef Beinverndar, www.beinvernd.is og kannið hvort þið eruð í áhættuhópi! Hér á landi er talið að rekja megi um 1.000-1.200 brot til beinþynningar á ári hverju. Algengustu brotin eru framhandleggsbrot, samfallsbrot í hrygg og mjaðmarbrot, sem eru alvarlegust. Sjúkdómurinn er stundum nefndur "hinn þögli faraldur" vegna þess að einkenni hans koma oft ekki í ljós fyrr en við beinbrot. Brotatíðni er mismunandi eftir löndum hjá körlum og konum, en álagið og þjáningarnar sem brotin valda eru að aukast vegna þess að fólk lifir nú að jafnaði lengur en áður og þar af leiðandi eru fleiri aldraðir í heiminum sem hafa tilhneigingu til að brotna. Beinbrot vegna beinþynningar eru kostnaðarsöm, bæði hvað varðar þjáningu þeirra sem fyrir þeim verða og vegna meðferðar og umönnunar Tiltölulega auðvelt er að greina beinþynningu með svokölluðum beinþéttnimælum, sem er góður mælikvarði á brotahættu, líkt og blóðþrýstingur og blóðfitur segja fyrir um áhættuna á kransæðastíflu eða heilablóðfalli. Fullkomnir beinþéttnimælar, svokallaðir DEXA-mælar, eru á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri og Landspítala - háskólasjúkrahúsi í Fossvogi, en hægt er að fara í "minni" mælingu sem gefur vísbendingu um beinhaginn hjá Lyfju, Gigtarfélagi Íslands, Gigtsjúkdómadeild LHS og hjá Beinvernd. Auk þess hefur Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi yfir að ráða handarmæli sem einnig gefur vísbendingu um ástand beinanna. Beinþynningu er hægt að meðhöndla með sértækum lyfjum, auk D-vítamíns og kalks. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt að lyfjameðferð getur viðhaldið beinþéttni og jafnvel aukið beinmassann. Lífshættir og erfðaþættir ráða að miklu leyti þéttni og styrk beina. Þess vegna er mikilvægt að forvarnarstarf sé öflugt og nauðsynlegt er að tryggja forvörnina alla ævi. Þar skiptir hvað mestu máli reglubundin líkamleg hreyfing og mataræði sem inniheldur D-vítamín og kalk. Höfundur er íþróttafræðingur og framkvæmdastjóri Beinverndar.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar