Fyrsta tapið hjá Mourinho 16. október 2004 00:01 Arsenal náði fimm stiga forskoti á Chelsea og 11 stiga forskoti á Man. United eftir leiki gærdagsins. Liverpool lenti 2–0 undir en vann 2–4. Fótbolti Chelsea tapaði sínum fyrsta leik undir stjórn Portúgalans Jose Mourinho þegar Man. City vann leik liðanna 1–0 í gær. Manchester United tapaði einnig stigum í markalausu jafntefli í Birmingham og meðan bættu meistararnir úr Arsenal enn frekar stöðu sína á toppnum með 3–1 sigri á Aston Villa. „Við erum að verjast vel og spila nógu vel til að skapa okkur góð færi en það er ekki nóg. Eitt mark á leik er ekki nóg fyrir okkur til þess að vinna titilinn. Við verðum að fara að skora meira,“ sagði Jose Mourinho eftir leikinn en Chelsea hefur aðeins skorað 8 mörk í fyrstu 9 leikjum sínum í deildinni, 21 færra en topplið Arsenal. Eiður Smári Guðjohnsen lék allan leikinn og fékk meðal annars mjög gott færi sem hann náði ekki að nýta. Eiður Smári skoraði í fyrsta leik tímabilsins en hefur síðan leikið tíu leiki í röð með Chelsea án þess að skora á sama tíma og hann hefur skorað 4 mörk í fimm landsleikjum. Þetta var ekki víti „Þetta var ekki víti. Dómarinn er ekki töframaður. Það kom löng sending og eina sem hann sá var í bakið á Paulo og því var ómögulegt fyrir hann að meta hvort um víti var að ræða enda í 50 metra fjarlægð,“ sagði Mourinho um vítaspyrnuna sem Nicolas Anelka fiskaði og skoraði eina mark leiksins úr strax á 11. mínútu. „Við áttum meira skilið en leikurinn er búinn og við þurfum að fara að einbeita okkur að næsta leik sem er gegn CSKA í meistaradeildinni,“ sagði Jose. Chelsea lét Jimmy Floyd Hasseilbaink fara frá sér fyrir tímabilið en hann skoraði þrennu í 4–0 sigri Middlesbrough á Blackburn í gær og hefur skorað sex mörk í fyrstu níu leikjunum aðeins tveimur mörkum minna en allt Chelsea-liðið til samans. Manchester United gerði sitt fimmta jafntefli í síðustu sjö leikjum þegar Birmingham náði markalausu jafntefli gegn þeim þrátt fyrir að vera án fimm lykilmanna sem voru meiddir. Það dugði ekki United að vera með þá Alan Smith, Ruud Van Nistelrooy, Wayne Rooney, Cristiano Ronaldo og Luis Saha inn á á sama tíma í seinni hálfleik. „Það er rétt hjá mönnum að afskrifa okkur því við höfum dregist aftur úr en fótboltinn er nú einu sinni þannig íþrótt að hlutirnir geta breyst hratt. Við getum unnið deildina en þá þurfum við að fara að komast í okkar besta form og ég hef áhyggjur af því að við höfum bara skorað níu mörk í níu leikjum,“ sagði Alex Ferguson eftir leikinn en United er 11 stigum á eftir toppliði Arsenal en liðin mætast einmitt á Old Trafford um næstu helgi. Patrick Viera meiddist Liverpool lenti 2–0 undir á útivelli gegn Fulham en allt breyttist í seinni hálfleik þegar Rafael Benitez setti inn Xabi Alonso í seinni hálfleik. Liverpool skoraði fjögur mörk eftir hlé þar af tvö þeirra eftir að bakvörður liðsins, Josemi, fékk að líta sitt annað gula spjald. Liverpool hafði tapað fjórum útileikjum í röð fyrir heimsóknina á Craven Cottage. „Ef við værum í janúar og febrúar þá teldi ég víst að United gæti ekki náð okkur en svona snemma á tímabilinu er allt opið ennþá,“ sagði Arsene Wenger eftir 3–1 sigur á Aston Villa þar sem hann þurfti að horfa á eftir Patrick Viera haltra útaf. „Hann er stór og sterkur strákur, ég vonast eftir honum klárum fyrir næsta leik en það lítur út fyrir að hann missi af leiknum í meistaradeildinni í vikunni,“ sagði Wenger um meiðsli Viera en landar þeirra Robert Pires (2) og Thierry Henry sáu um að skora mörkin en Arsenal lenti undir, fékk á sig mark strax á 3. mínútu. Everton vann fjórða 1–0 sigurinn í síðustu fimm leikjum og er í þriðja sætinu. Sigurmarkið skoraði Leon Osman tveimur mínútum fyrir leikslok. Bolton vann líka 1–0 og er ekkert að gefa eftir í baráttunni um Evrópusætin.Úrslitin í ensku úrvalsdeildinni:Birmingham- Man. Utd. 0-0Arsenal-Aston Villa 3-1 0-1 Hendrie (3.), 1-1 Pires, víti (19.), 2-1 Henry (45.), 3-1 Pires (72.). Blackburn-Middlesbrough 0-4 0-1 Hasselbaink (46.), 0-2 Boateng (50.), 0-3 Hasselbaink (57.), 0-4 Hasselbaink (90.). Bolton-Crystal Palace 1-0 1-0 Davies (45.). Everton-Southampton 1-0 1-0 Osman (88.). Fulham-Liverpool 2-4 1-0 Boa Morte (24.), 2-0 Boa Morte (30.), 2-1 sjálfsmark (50.), 2-2 Baros (71.), 2-3 Alonso (79.), 2-4 Biscan (90.). West Bromwich-Norwich 0-0Man.City-Chelsea 1-0 1-0 Anelka, víti (11.). Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Fleiri fréttir Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Sjá meira
Arsenal náði fimm stiga forskoti á Chelsea og 11 stiga forskoti á Man. United eftir leiki gærdagsins. Liverpool lenti 2–0 undir en vann 2–4. Fótbolti Chelsea tapaði sínum fyrsta leik undir stjórn Portúgalans Jose Mourinho þegar Man. City vann leik liðanna 1–0 í gær. Manchester United tapaði einnig stigum í markalausu jafntefli í Birmingham og meðan bættu meistararnir úr Arsenal enn frekar stöðu sína á toppnum með 3–1 sigri á Aston Villa. „Við erum að verjast vel og spila nógu vel til að skapa okkur góð færi en það er ekki nóg. Eitt mark á leik er ekki nóg fyrir okkur til þess að vinna titilinn. Við verðum að fara að skora meira,“ sagði Jose Mourinho eftir leikinn en Chelsea hefur aðeins skorað 8 mörk í fyrstu 9 leikjum sínum í deildinni, 21 færra en topplið Arsenal. Eiður Smári Guðjohnsen lék allan leikinn og fékk meðal annars mjög gott færi sem hann náði ekki að nýta. Eiður Smári skoraði í fyrsta leik tímabilsins en hefur síðan leikið tíu leiki í röð með Chelsea án þess að skora á sama tíma og hann hefur skorað 4 mörk í fimm landsleikjum. Þetta var ekki víti „Þetta var ekki víti. Dómarinn er ekki töframaður. Það kom löng sending og eina sem hann sá var í bakið á Paulo og því var ómögulegt fyrir hann að meta hvort um víti var að ræða enda í 50 metra fjarlægð,“ sagði Mourinho um vítaspyrnuna sem Nicolas Anelka fiskaði og skoraði eina mark leiksins úr strax á 11. mínútu. „Við áttum meira skilið en leikurinn er búinn og við þurfum að fara að einbeita okkur að næsta leik sem er gegn CSKA í meistaradeildinni,“ sagði Jose. Chelsea lét Jimmy Floyd Hasseilbaink fara frá sér fyrir tímabilið en hann skoraði þrennu í 4–0 sigri Middlesbrough á Blackburn í gær og hefur skorað sex mörk í fyrstu níu leikjunum aðeins tveimur mörkum minna en allt Chelsea-liðið til samans. Manchester United gerði sitt fimmta jafntefli í síðustu sjö leikjum þegar Birmingham náði markalausu jafntefli gegn þeim þrátt fyrir að vera án fimm lykilmanna sem voru meiddir. Það dugði ekki United að vera með þá Alan Smith, Ruud Van Nistelrooy, Wayne Rooney, Cristiano Ronaldo og Luis Saha inn á á sama tíma í seinni hálfleik. „Það er rétt hjá mönnum að afskrifa okkur því við höfum dregist aftur úr en fótboltinn er nú einu sinni þannig íþrótt að hlutirnir geta breyst hratt. Við getum unnið deildina en þá þurfum við að fara að komast í okkar besta form og ég hef áhyggjur af því að við höfum bara skorað níu mörk í níu leikjum,“ sagði Alex Ferguson eftir leikinn en United er 11 stigum á eftir toppliði Arsenal en liðin mætast einmitt á Old Trafford um næstu helgi. Patrick Viera meiddist Liverpool lenti 2–0 undir á útivelli gegn Fulham en allt breyttist í seinni hálfleik þegar Rafael Benitez setti inn Xabi Alonso í seinni hálfleik. Liverpool skoraði fjögur mörk eftir hlé þar af tvö þeirra eftir að bakvörður liðsins, Josemi, fékk að líta sitt annað gula spjald. Liverpool hafði tapað fjórum útileikjum í röð fyrir heimsóknina á Craven Cottage. „Ef við værum í janúar og febrúar þá teldi ég víst að United gæti ekki náð okkur en svona snemma á tímabilinu er allt opið ennþá,“ sagði Arsene Wenger eftir 3–1 sigur á Aston Villa þar sem hann þurfti að horfa á eftir Patrick Viera haltra útaf. „Hann er stór og sterkur strákur, ég vonast eftir honum klárum fyrir næsta leik en það lítur út fyrir að hann missi af leiknum í meistaradeildinni í vikunni,“ sagði Wenger um meiðsli Viera en landar þeirra Robert Pires (2) og Thierry Henry sáu um að skora mörkin en Arsenal lenti undir, fékk á sig mark strax á 3. mínútu. Everton vann fjórða 1–0 sigurinn í síðustu fimm leikjum og er í þriðja sætinu. Sigurmarkið skoraði Leon Osman tveimur mínútum fyrir leikslok. Bolton vann líka 1–0 og er ekkert að gefa eftir í baráttunni um Evrópusætin.Úrslitin í ensku úrvalsdeildinni:Birmingham- Man. Utd. 0-0Arsenal-Aston Villa 3-1 0-1 Hendrie (3.), 1-1 Pires, víti (19.), 2-1 Henry (45.), 3-1 Pires (72.). Blackburn-Middlesbrough 0-4 0-1 Hasselbaink (46.), 0-2 Boateng (50.), 0-3 Hasselbaink (57.), 0-4 Hasselbaink (90.). Bolton-Crystal Palace 1-0 1-0 Davies (45.). Everton-Southampton 1-0 1-0 Osman (88.). Fulham-Liverpool 2-4 1-0 Boa Morte (24.), 2-0 Boa Morte (30.), 2-1 sjálfsmark (50.), 2-2 Baros (71.), 2-3 Alonso (79.), 2-4 Biscan (90.). West Bromwich-Norwich 0-0Man.City-Chelsea 1-0 1-0 Anelka, víti (11.).
Enski boltinn Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport Fleiri fréttir Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ Finnar afgreiddu Georgíu með stæl „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Tiger byrjaður að æfa á nýjan leik Veðreiðafólk fer í verkfall og mótmælir við breska þingið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Dagskráin í dag: Hafnabolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Sjá meira