Barnafólk velur Kópavog 14. október 2004 00:01 Vinsældir Kópavogs - Ármann Kr. Ólafsson Í fjölmiðlum hefur að undanförnu verið mikið fjallað um að stór munur sé á þróun barnafjölda í byggðarlögunum á höfuðborgarsvæðinu sé horft aftur til ársins 1994. Athygli vekur að börnum upp að fimm ára aldri hefur verið að fækka í Reykjavík, en aftur á móti verið að fjölga í ýmsum öðrum sveitarfélögum. Mest hefur fjölgunin verið í Kópavogi, 528 börn, en Mosfellsbær kemur næstur með 146 barna fjölgun. Þeir sem fylgst hafa með störfum bæjarstjórnar Kópavogs vita að ekki er um tilviljun að ræða. Ný hverfi hafa tekið mið af hæfilegri blöndun fjölbýlis og sérbýlis og mikil áhersla verið lögð á þjónustu fyrir ólíka aldurshópa. Bæjarstjórn Kópavogs hefur lagt ríka áherslu á að byggja upp öflugt skólastarf, bæði á grunn- og leikskólastigi, jafnframt því að haga skipulagsmálum þannig að ný hverfi séu aðlaðandi fyrir barnafjölskyldur. Þetta starf hefur verið unnið án stórra yfirlýsinga en verkin látin tala. Það er því ánægjulegt þegar uppskeran verður með þeim hætti að athygli vekur hjá stærstu fjölmiðlum landsins. Nú stendur yfir uppbygging nýrra hverfa í Vatnsenda sem kennd eru við kóra og hvörf. Verið er að ljúka hönnun leikskóla í Hvörfunum sem tekur til starfa að ári. Einnig er verið að ljúka hönnun nýs tveggja hliðstæðu grunnskóla sem áætlað er að taki til starfa næsta haust með inntöku 6-9 ára barna. Skólanefnd Kópavogs hefur ásamt bæjarstjórn markað þá stefnu að við hönnun grunnskólans í Hvörfunum sé horft til þess að nýta þá miklu náttúru sem skólann umlykur. Sérstök áhersla verður því lögð á náttúruvísindi og raungreinar í starfi skólans í framtíðinni. Hliðstæðar þjónustueiningar munu taka til starfa í Kórunum ári síðar. Einnig eru fyrirhuguð íþróttamannvirki á svæðinu til afnota fyrir íþróttafélög, skóla og almenning. Það er bæjarstjórn Kópavogs kappsmál að standa við sett markmið í uppbyggingu nýrra hverfa og þjónustu bæjarins í heild, enda er það einlægur vilji bæjarstjórnar Kópavogs að það sé "gott að búa í Kópavogi". Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verðbólguna Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Sjá meira
Vinsældir Kópavogs - Ármann Kr. Ólafsson Í fjölmiðlum hefur að undanförnu verið mikið fjallað um að stór munur sé á þróun barnafjölda í byggðarlögunum á höfuðborgarsvæðinu sé horft aftur til ársins 1994. Athygli vekur að börnum upp að fimm ára aldri hefur verið að fækka í Reykjavík, en aftur á móti verið að fjölga í ýmsum öðrum sveitarfélögum. Mest hefur fjölgunin verið í Kópavogi, 528 börn, en Mosfellsbær kemur næstur með 146 barna fjölgun. Þeir sem fylgst hafa með störfum bæjarstjórnar Kópavogs vita að ekki er um tilviljun að ræða. Ný hverfi hafa tekið mið af hæfilegri blöndun fjölbýlis og sérbýlis og mikil áhersla verið lögð á þjónustu fyrir ólíka aldurshópa. Bæjarstjórn Kópavogs hefur lagt ríka áherslu á að byggja upp öflugt skólastarf, bæði á grunn- og leikskólastigi, jafnframt því að haga skipulagsmálum þannig að ný hverfi séu aðlaðandi fyrir barnafjölskyldur. Þetta starf hefur verið unnið án stórra yfirlýsinga en verkin látin tala. Það er því ánægjulegt þegar uppskeran verður með þeim hætti að athygli vekur hjá stærstu fjölmiðlum landsins. Nú stendur yfir uppbygging nýrra hverfa í Vatnsenda sem kennd eru við kóra og hvörf. Verið er að ljúka hönnun leikskóla í Hvörfunum sem tekur til starfa að ári. Einnig er verið að ljúka hönnun nýs tveggja hliðstæðu grunnskóla sem áætlað er að taki til starfa næsta haust með inntöku 6-9 ára barna. Skólanefnd Kópavogs hefur ásamt bæjarstjórn markað þá stefnu að við hönnun grunnskólans í Hvörfunum sé horft til þess að nýta þá miklu náttúru sem skólann umlykur. Sérstök áhersla verður því lögð á náttúruvísindi og raungreinar í starfi skólans í framtíðinni. Hliðstæðar þjónustueiningar munu taka til starfa í Kórunum ári síðar. Einnig eru fyrirhuguð íþróttamannvirki á svæðinu til afnota fyrir íþróttafélög, skóla og almenning. Það er bæjarstjórn Kópavogs kappsmál að standa við sett markmið í uppbyggingu nýrra hverfa og þjónustu bæjarins í heild, enda er það einlægur vilji bæjarstjórnar Kópavogs að það sé "gott að búa í Kópavogi".
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar