Sport

Ætlar sér stóra hluti með Rooney

Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, segist ætla að gera hinn nítján ára gamla Wayne Rooney að besta knattspyrnumanni heims og telur að það gerist á næstu fimm árum. "Hann á enn margt eftir ólært en við megum ekki gleyma því að hann er enn mjög ungur. Markmiðið er að gera hann að besta fótboltamanni í heimi á næstu fimm árum en hann mun ekki fá neina sérmeðhöndlun. Hann verður gagnrýndur fyrir mistök og hrósað ef hann gerir góða hluti," sagði Ferguson.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×