Ímynd kennara í verkfalli 13. október 2004 00:01 Kennaraverkfallið - Ástríður Elín Jónsdóttir Þegar þessar línur eru skrifaðar hafa kennarar verið í verkfalli í 15 daga. Það er langur tími af skólaárinu - alltof langur tími sem börn ganga verkefnalaus. Ég rita þessa grein vegna þess að mér blöskrar hvað fólk er tilbúið að skella skuldinni á kennara eina. Þetta er kjaradeila þar sem tveir aðilar deila. Kennurum datt ekki í hug að fara í verkfall bara "af því bara". Staðreyndin er sú að við höfum haft lausa samninga frá 1. mars sl. og það var ekkert að gerast í viðræðum þegar kennarar þurftu að kjósa á vormánuðum um hvort þeir væru tilbúnir til að fara í verkfall. Staðreyndin er einnig sú að grunnskólakennarar hafa dregist mikið aftur úr sambærilegum stéttum í launum svo eftir er tekið. Öll erum við í hjörtum okkar á móti verkföllum, þau bitna yfirleitt alltaf á þeim sem síst skyldi, þau eru í eðli sínu óréttlát og þau kosta okkur sem taka þátt í þeim mikinn pening. Mikill meirihluti kennara greiddi, samt sem áður, atkvæði með verkfalli þar sem ekkert var að gerast í samningaviðræðum. Það segir meira en mörg orð að eftir að verkfall hefur staðið í 15 daga þá er samt ekki mikill vilji hjá samninganefnd sveitarfélaga að semja um lágmarkslaun til handa kennurum - hvað þá þegar ekki var búið að hóta verkfalli. Það er nú einu sinni svo að þetta er eina vopn stétta til að ná fram launahækkunum. Sérstaklega gremjulegt hefur verið að heyra að kennarar beiti börnum, fötluðum sem ófötluðum fyrir sér í kjarabaráttunni. Hvernig dettur fólki í hug að þeir sem hafa lagt mörg ár í að mennta sig í kennslu fatlaðra barna og gerir það síðan að lífsstarfi sínu beiti þeim fyrir sig í verkfalli? Níðist á fötluðum börnum? Það er nú einu sinni svo að vinna kennara er að kenna börnum. Þegar kemur til verkfalls, sem þarf ekki að taka fram að er neyðarúrræði, þá hætta kennarar að kenna en ekki einhverju öðru. Verkföll koma alltaf til með að vera óvinsæl - en ef einhver hefur betri hugmynd um að ná kjarabótum þá er honum velkomið að koma henni til okkar kennara. Guðmundi Andra finnst til dæmis að verkföll séu úrelt og að börn eigi að vera undanþegin verkfalli, en þá má hann líka endilega koma með aðra tillögu, sem hann hlýtur að luma á, þar sem ekki hefur hann verið spar á stóru orðin í garð kennara. Ímynd starfsstétta verður alltaf fyrir hnjaski í verkfalli. Best er unnið að betri ímynd starfsstétta með því að bæta það starf sem unnið er. Það er von mín að kennarar megi halda áfram að nota krafta sína í byggja upp og þróa áfram þann kraftmikla skóla sem við höfum og þurfi ekki að eyða dýrmætum tíma í kjarabaráttu. Til þess þurfum við að standa saman kennarar, foreldrar jafnt sem ráðamenn. Til þess þurfum við að hætta að skella skuldinni á kennara eina og beina spjótum okkar að þeim aðilum sem bera ábyrgðina á því að svona er komið. Til þess þurfum við að þagga niður í Guðmundum þessa lands, sem hafa vinnu af því að rita í blöð og leyfa sér að skrifa harðorðar greinar sem byggja á því að skrifa af vanþekkingu um störf kennara og kjör án þess að nenna að kynna sér málið til hlítar. Verkfallið beinist að sveitarstjórnum og ráðherrum þessa lands - það beinist gegn þeim sem bera ábyrgðina - ekki gegn börnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Sjá meira
Kennaraverkfallið - Ástríður Elín Jónsdóttir Þegar þessar línur eru skrifaðar hafa kennarar verið í verkfalli í 15 daga. Það er langur tími af skólaárinu - alltof langur tími sem börn ganga verkefnalaus. Ég rita þessa grein vegna þess að mér blöskrar hvað fólk er tilbúið að skella skuldinni á kennara eina. Þetta er kjaradeila þar sem tveir aðilar deila. Kennurum datt ekki í hug að fara í verkfall bara "af því bara". Staðreyndin er sú að við höfum haft lausa samninga frá 1. mars sl. og það var ekkert að gerast í viðræðum þegar kennarar þurftu að kjósa á vormánuðum um hvort þeir væru tilbúnir til að fara í verkfall. Staðreyndin er einnig sú að grunnskólakennarar hafa dregist mikið aftur úr sambærilegum stéttum í launum svo eftir er tekið. Öll erum við í hjörtum okkar á móti verkföllum, þau bitna yfirleitt alltaf á þeim sem síst skyldi, þau eru í eðli sínu óréttlát og þau kosta okkur sem taka þátt í þeim mikinn pening. Mikill meirihluti kennara greiddi, samt sem áður, atkvæði með verkfalli þar sem ekkert var að gerast í samningaviðræðum. Það segir meira en mörg orð að eftir að verkfall hefur staðið í 15 daga þá er samt ekki mikill vilji hjá samninganefnd sveitarfélaga að semja um lágmarkslaun til handa kennurum - hvað þá þegar ekki var búið að hóta verkfalli. Það er nú einu sinni svo að þetta er eina vopn stétta til að ná fram launahækkunum. Sérstaklega gremjulegt hefur verið að heyra að kennarar beiti börnum, fötluðum sem ófötluðum fyrir sér í kjarabaráttunni. Hvernig dettur fólki í hug að þeir sem hafa lagt mörg ár í að mennta sig í kennslu fatlaðra barna og gerir það síðan að lífsstarfi sínu beiti þeim fyrir sig í verkfalli? Níðist á fötluðum börnum? Það er nú einu sinni svo að vinna kennara er að kenna börnum. Þegar kemur til verkfalls, sem þarf ekki að taka fram að er neyðarúrræði, þá hætta kennarar að kenna en ekki einhverju öðru. Verkföll koma alltaf til með að vera óvinsæl - en ef einhver hefur betri hugmynd um að ná kjarabótum þá er honum velkomið að koma henni til okkar kennara. Guðmundi Andra finnst til dæmis að verkföll séu úrelt og að börn eigi að vera undanþegin verkfalli, en þá má hann líka endilega koma með aðra tillögu, sem hann hlýtur að luma á, þar sem ekki hefur hann verið spar á stóru orðin í garð kennara. Ímynd starfsstétta verður alltaf fyrir hnjaski í verkfalli. Best er unnið að betri ímynd starfsstétta með því að bæta það starf sem unnið er. Það er von mín að kennarar megi halda áfram að nota krafta sína í byggja upp og þróa áfram þann kraftmikla skóla sem við höfum og þurfi ekki að eyða dýrmætum tíma í kjarabaráttu. Til þess þurfum við að standa saman kennarar, foreldrar jafnt sem ráðamenn. Til þess þurfum við að hætta að skella skuldinni á kennara eina og beina spjótum okkar að þeim aðilum sem bera ábyrgðina á því að svona er komið. Til þess þurfum við að þagga niður í Guðmundum þessa lands, sem hafa vinnu af því að rita í blöð og leyfa sér að skrifa harðorðar greinar sem byggja á því að skrifa af vanþekkingu um störf kennara og kjör án þess að nenna að kynna sér málið til hlítar. Verkfallið beinist að sveitarstjórnum og ráðherrum þessa lands - það beinist gegn þeim sem bera ábyrgðina - ekki gegn börnum.
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar