Erlent

4 ára drengur á meðal fallinna

Fjögurra ára palestínskur drengur er á meðal þeirra sem féllu í árás Ísraelshers á skæruliða á sunnanverðri Gasaströnd í dag. Hann stóð í dyragættinni heima hjá sér þegar fallbyssuskothríð frá skriðdrekum varð honum að fjörtjóni. Islam Dweedar var í garðinum heima hjá sér að baka brauð með móður sinni í morgun þegar skothríð dundi á þeim. Islam var fjórtán ára. Luay al-Najjar var aðeins fjögurra ára. Hann stóð í dyragættinni heima hjá sér þegar fallbyssuskothríð frá skriðdrekum varð honum að fjörtjóni. Talsmenn hersins segja ekki rétt að skothríð hermanna hafi kostað Luay lífið. Hundruð syrgjenda fylgdu Islam og Luay til grafar síðdegis. Ísraelsher hefur undanfarna fimm daga verið í herferð í norðurhluta Gasa, að sögn til að koma í veg fyrir að skæruliðar og hryðjuverkamenn geti gert árásir á byggðir gyðinga skammt frá Gasaströndinni. Árásirnar hafa ekki skilað tilætluðum árangri því síðdegis í dag gerðu Hamas-liðar flugskeytaárás á landnemabyggðir. Sextíu og þrír hafa fallið í aðgerðum Ísraelshers og virðist sem tvö hundruð skriðdrekar og brynvagnar dugi ekki til að kveða andspyrnuna niður.


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×