Sporin hræða 13. október 2005 14:44 Sjónarmið - Hafliði Helgason Hagvöxtur er á fleygiferð og framundan er tími vaxtar í þjóðarbúskapnum. Við slíkar aðstæður eykst hætta í efnahagslífinu. Það umhverfi sem nú blasir við gerir miklar kröfur um aðhaldssama stjórn ríkisfjármála. Innstreymi gjaldeyris vegna stóriðjuframkvæmda styrkir gengi krónunnar. Hækkandi vextir Seðlabankans styrkja einnig gengi krónunnar. Afleiðing sterkrar krónu er hagstætt verð innfluttra vara og aukinn viðskiptahalli. Mikill viðskiptahalli leiðir svo til leiðréttingar á gengi krónunnar þegar sér fyrir endann á veislunni með tilheyrandi verðbólguskoti. Við lok síðustu uppsveiflu gerði ríkisstjórnin mistök. Verðbólgan fór yfir níu prósent í upphafi árs 2002. Hagkerfið náði mjúkri lendingu, meðal annars vegna vaxtar nýrra atvinnugreina. Ríkið sýndi ekki næga ráðdeild þegar á reyndi, en heppnin var með okkur í það sinnið. Líklegt er að við stöndum frammi fyrir þessum hættum á ný við lok stóriðjuframkvæmda. Hvernig okkur reiðir af þá ræðst að nokkru leyti af viðbrögðum við þeim tímamótum, en að miklu leyti hvernig við tökumst á við efnahagslífið næstu tvö ár sem einkennast munu af vexti og hættu á þenslu. Seðlabankinn hefur þegar hafið hækkun vaxta, en hversu mikið bankinn þarf að hækka vexti ræðst fyrst og fremst af efnahagsákvörðunum ríkisstjórnarinnar. Skattalækkanir eru ekki ofarlega á óskalistanum frá hagstjórnarsjónarmiði, nema að skorið sé niður á móti í rekstri ríkisins. Fjárlagafrumvarp Geirs Haarde gerir ráð fyrir ríflega ellefu milljarða afgangi. Gert er ráð fyrir að tekjur ríkisins verði 306 milljarðar króna. Ellefu milljarðar eru því ríflega þrjú og hálft prósent af tekjum ríkisins. Það verður að teljast í minna lagi ef gæta á aðhaldssamrar stefnu í ríkisfjármálum. Ekki síst ef horft er um öxl og greint milli frumvarps og veruleika undanfarinna ára. Meðalfrávik fjárlaga og afkomu ríkissjóðs er þrettán milljarðar á ári síðustu ár. Ef árið 2005 verður meðalár í þessu tilliti þá verður tveggja milljarða halli á fjárlögum. Slíkt væri algjörlega óviðunandi og ógnun við framtíðarstöðugleika. Samneysla hefur vaxið meira en sem nemur hagvexti undanfarin ár þrátt fyrir einkavæðingu. Það þýðir að ríkið tekur árvisst stærri og stærri sneið af verðmætasköpuninni. Þá þróun verður að stöðva. Ríkisútgjöld sem vaxa hraðar en atvinnuvegirnir draga að lokum máttinn úr þeim. Sígandi lukka er best í efnahagsmálum og slaki í hagstjórn næstu tvö hagvaxtarár mun hefna sín af fullum þunga í framhaldinu. Öfgafullar gengissveiflur sem fylgja í kjölfarið geta leitt til þeirrar sóunar sem fylgir gjaldþrotum fyrirtækja sem undir eðlilegum kringumstæðum byggja á ágætum rekstrargrunni. Alþingi verður allt að bera ábyrgð á hagstjórninni. Stjórnarandstaða sem leggur til aukin útgjöld til málaflokka verður að sýna fram á niðurskurð á móti. Annað er ábyrgðarleysi. Reynslan sýnir að afar erfitt er að halda aftur af útgjöldum ríkisins þegar vel árar. Það er eins og að ætla í megrun um jólin. Þess vegna eru fyrirheit um afgang sem nemur þremur og hálfu prósenti af tekjum engan veginn nægjanleg til þess að vekja vonir um að engin magapína fylgi átveislunni sem framundan er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafliði Helgason Mest lesið 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Skoðun Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Sjá meira
Sjónarmið - Hafliði Helgason Hagvöxtur er á fleygiferð og framundan er tími vaxtar í þjóðarbúskapnum. Við slíkar aðstæður eykst hætta í efnahagslífinu. Það umhverfi sem nú blasir við gerir miklar kröfur um aðhaldssama stjórn ríkisfjármála. Innstreymi gjaldeyris vegna stóriðjuframkvæmda styrkir gengi krónunnar. Hækkandi vextir Seðlabankans styrkja einnig gengi krónunnar. Afleiðing sterkrar krónu er hagstætt verð innfluttra vara og aukinn viðskiptahalli. Mikill viðskiptahalli leiðir svo til leiðréttingar á gengi krónunnar þegar sér fyrir endann á veislunni með tilheyrandi verðbólguskoti. Við lok síðustu uppsveiflu gerði ríkisstjórnin mistök. Verðbólgan fór yfir níu prósent í upphafi árs 2002. Hagkerfið náði mjúkri lendingu, meðal annars vegna vaxtar nýrra atvinnugreina. Ríkið sýndi ekki næga ráðdeild þegar á reyndi, en heppnin var með okkur í það sinnið. Líklegt er að við stöndum frammi fyrir þessum hættum á ný við lok stóriðjuframkvæmda. Hvernig okkur reiðir af þá ræðst að nokkru leyti af viðbrögðum við þeim tímamótum, en að miklu leyti hvernig við tökumst á við efnahagslífið næstu tvö ár sem einkennast munu af vexti og hættu á þenslu. Seðlabankinn hefur þegar hafið hækkun vaxta, en hversu mikið bankinn þarf að hækka vexti ræðst fyrst og fremst af efnahagsákvörðunum ríkisstjórnarinnar. Skattalækkanir eru ekki ofarlega á óskalistanum frá hagstjórnarsjónarmiði, nema að skorið sé niður á móti í rekstri ríkisins. Fjárlagafrumvarp Geirs Haarde gerir ráð fyrir ríflega ellefu milljarða afgangi. Gert er ráð fyrir að tekjur ríkisins verði 306 milljarðar króna. Ellefu milljarðar eru því ríflega þrjú og hálft prósent af tekjum ríkisins. Það verður að teljast í minna lagi ef gæta á aðhaldssamrar stefnu í ríkisfjármálum. Ekki síst ef horft er um öxl og greint milli frumvarps og veruleika undanfarinna ára. Meðalfrávik fjárlaga og afkomu ríkissjóðs er þrettán milljarðar á ári síðustu ár. Ef árið 2005 verður meðalár í þessu tilliti þá verður tveggja milljarða halli á fjárlögum. Slíkt væri algjörlega óviðunandi og ógnun við framtíðarstöðugleika. Samneysla hefur vaxið meira en sem nemur hagvexti undanfarin ár þrátt fyrir einkavæðingu. Það þýðir að ríkið tekur árvisst stærri og stærri sneið af verðmætasköpuninni. Þá þróun verður að stöðva. Ríkisútgjöld sem vaxa hraðar en atvinnuvegirnir draga að lokum máttinn úr þeim. Sígandi lukka er best í efnahagsmálum og slaki í hagstjórn næstu tvö hagvaxtarár mun hefna sín af fullum þunga í framhaldinu. Öfgafullar gengissveiflur sem fylgja í kjölfarið geta leitt til þeirrar sóunar sem fylgir gjaldþrotum fyrirtækja sem undir eðlilegum kringumstæðum byggja á ágætum rekstrargrunni. Alþingi verður allt að bera ábyrgð á hagstjórninni. Stjórnarandstaða sem leggur til aukin útgjöld til málaflokka verður að sýna fram á niðurskurð á móti. Annað er ábyrgðarleysi. Reynslan sýnir að afar erfitt er að halda aftur af útgjöldum ríkisins þegar vel árar. Það er eins og að ætla í megrun um jólin. Þess vegna eru fyrirheit um afgang sem nemur þremur og hálfu prósenti af tekjum engan veginn nægjanleg til þess að vekja vonir um að engin magapína fylgi átveislunni sem framundan er.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun