Sport

Jafnt á Old Trafford

Manchester United og Middlesbrough gerðu 1-1 jafntefli á heimavelli hinna fyrrnefnu í dag. Stuart Downing kom Boro yfir á 33. mínútu en Alan Smith jafnaði fyrir United 10 mínútum fyrir leikslok með skalla eftir fyrirgjöf Cristiano Ronaldo. Þá skildu Birmingham og Newcastle jöfn, 2-2. Jermaine Jenas kom gestunum í Newcastle yfir á 3. mínútu en Dwight Yorke, sem er nýkominn til Birmingham, jafnaði fyrir leikhlé með sínu öðru marki í jafn mörgum leikjum. Matthew Upson kom heimönnum yfir á 57. mínútu en Nicky butt jafnaði fyrir Newcastle tíu mínútum síðar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×