Sport

Gaf þeim markið

Heimir Guðjónsson, fyrirliði FH-inga, var að vonum verulega svekktur með lyktir leiksins og hafði þetta að segja. "Það er ósköp lítið annað að segja en að þeir skoruðu en við ekki og þetta mark gaf ég þeim. Við vorum vel stemmdir fyrir leikinn, byrjuðum reyndar ekki vel en unnum okkur svo inn í hann. Við fengum fullt af færum í þessum leik, ég meina, við erum búnir að spila tvisvar við KA á tæpri viku, þeir fengu fjögur færi í leikjunum og skoruðu tvö mörk, við fengum þrjátíu færi og skoruðum tvö mörk. En þótt við hefðum spilað til klukkan tíu í kvöld hefðum við líklega ekki skorað - þetta var ekki okkar dagur og okkur var ekki ætlað að sigra - því miður. Við ætluðum okkur svo sannarlega í úrslitaleikinn, stærsta leik sumarsins, og ná fyrsta bikartitli FH en það gekk ekki. Við megum þó ekki alveg gleyma okkur í vonleysinu, við náðum í Íslandsmeistaratitilinn og getum borið höfuðið hátt eftir sumarið." Aðspurður segist Heimir ekki enn vera búinn að gera upp hug sinn hvort hann mæti til leiks aftur á næst sumri. "Það verður bara að koma í ljós, ég ætla ekki að vera með neinar ótímabærar yfirlýsingar, en ég læt ykkur vita," sagði Heimir Guðjónsson.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×