Sport

Singh undirstrikaði yfirburðina

Fídjeyingurinn Vijay Singh undirstrikaði í gær að hann væri besti kylfingur heims. Singh lék fyrsta hringinn á 64 höggum, átta undir pari, á móti í Pennsylvaníu í bandarísku mótaröðinni. Singh fékk sex fugla og einn örn á holunum átján. Hann er með þriggja högga forskot á fimm kylfinga í öðru sæti: Richard S. Johnson, Pat Perez, Cameron Beckman, Ben Curtis og Robert Allenby. Ef Singh vinnur mótið slær hann met Tigers Woods frá árinu 2000 þegar Tiger fékk yfir níu milljónir dollara í verðlaunafé.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×