Sport

600 leikir hjá Giggs

Ryan Giggs er orðinn þriðji leikmaðurinn í glæstri sögu Manchester United til þess að ná að leika 600 leiki fyrir félagið. Þessum áfanga náði Giggs í 2-1 sigurleik gegn Liverpool á Old Trafford á mánudagskvöld. Það var árið 1990 sem Giggs gerðist atvinnumaður hjá Manchester United og hann lék sinn fyrsta leik keppnistímabilið 1990-1991. Leikjahæstur hjá Manchester United er sjálfur Sir Bobby Charlton en hann hefur leikið flesta leiki fyrir félagið, 759 talsins, en næstur þar á eftir er Bill Foulkes, sem lék 688 leiki. Ryan Giggs, sem er aðeins þrítugur, hefur á sínum ferli verið óhemju sigursæll og hefur unnið 14 titla, þar af hefur hann 8 sinnum orðið Englandsmeistari.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×