Sport

Bolton í bikarnum í kvöld

Fjölmargir leikir eru í enska deildarbikarnum í knattspyrnu í kvöld. Yeovil Town tekur á móti úrvalsdeildarliðinu Bolton Wanderers og hefst leikurinn klukkan 18.45 og er í beinni útsendingu á Sýn. Yeovil er í öðru sæti 4. deildar sem stendur og hefur í gegnum tíðina komið á óvart í bikarnum. Myndin er úr leik Bolton og Arsenal um síðustu helgi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×