Sport

Unnum vel fyrir þessu

Freyr Bjarnason hefur leikið frábærlega í vörn FH-liðsins í allt sumar og hefur verið traustið uppmálað, vart stigið feilspor. Hann var kátur eins og við mátti búast. "Ég held bara að þetta sé enn skemmtilegra en ég átti von á, þetta er dásamleg tilfinning og alveg kominn tími á þetta. Við unnum verðskuldaðan sigur´hér í dag og í það heila var þetta mjög verðskuldað. Við höfum unnið mjög vel fyrir þessu, erum með þéttan hóp og breiðan, spilum skemmtilega knattspyrnu og það er bara frábært að vera FH-ingur í dag," sagði Freyr Bjarnason.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×