Leverkusen lék sér að Real 15. september 2004 00:01 Stjörnumprýtt lið Real Madrid fékk skell í heimsókn sinni til Leverkusen í gær þegar Bayer Leverkusen vann sannfærandi 3–0 sigur á spænska stórliðinu í fyrsta leik liðanna í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Þrátt fyrir þennan óvænta stórsigur voru það fréttirnir frá höfuðborg Ítalíu sem fengu mestu athyglina, fréttir af leik þar sem seinni hálfleikur fór aldrei af stað. Það var bara spilaður fyrri hálfleikur í Róm þegar Dynamo Kiev kom í heimsókn. Dynamo Kiev var bæði marki og manni yfir þegar sænski dómarinn Anders Frisk flautaði til hálfleiks en á leiðinni í búningsklefa var hent í hann aðskotahlut úr stúkunni og í framhaldinu ákvað hann alblóðugur að halda leik ekki áfram. Frisk hafði nokkrum sekúndum áður rekið varnarmann Roma, Philippe Mexes, útaf með rautt spjald. Ítalska liðið mun eflaust lenda í miklum vandræðum í kjölfar þessa. „Dómarinn ákvað að hætta leiknum ekki bara vegna þess að hann var alvarlega meiddur heldur einnig af því að hann óttaðist um öryggi sitt og starfsfélaga sinna,“ sagði fulltrúi UEFA. Real Madrid-menn voru yfirspilaðir af þýska liðinu og það bættist síðan við slæman dag að Zinedine Zidane fór úr axlarlið og verður frá í það minnsta 3 vikur. Djibril Cissé og Milan Baros sem kom inn á fyrir Cissé skoruðu mörk Liverpool í 2–0 sigri liðsins á silfurliði Meistaradeildarinnar síðan í fyrravetur, franska liðinu Mónakó. „Við hefðum átt að skora fleiri mörk en þetta var góður leikur hjá okkur,“ sagði Rafael Benitez, stjóri Liverpool eftir leik. „Það var gott fyrir liðið að sóknarmennirnri skoruðu en betra að liðið hélt hreinu í leiknum.“ Ruud Van Nistelrooy skoraði tvö mörk fyrir Manchester United á fimm mínútna kafla í upphafi seinni hálfleiks sem tryggðu liðinu jafntefli á útivelli gegn franska liðinu Lyon sem komst 2-0 yfir fyrir hlé. Van Nistelrooy hefur nú skorað 30 Evrópumörk fyrir Mancester United. United var heppið að sleppa með stig og Paul Scholes varði sem dæmi á marklínu í báðum hálfleikjum. Alex Ferguson þakkaði hollenska markaskorara sínum. „Mörk breyta leikjum og Nistelrooy breytti leiknum frir okkur. Hann er frábær og það er ekki hægt að hrósa honum nógu mikið fyrir það sem hann gerði fyrir okkur í kvöld ekki síst vegna þess að þetta er aðeins annar leikur hans í fjóra mánuði,“ sagði Sir Alex. Þeir Pavel Nedved (Juventus), Pierre van Hooijdonk (Fernerbahce) og Roy Makaay (Bayern München) hafa oft gert útslagið í leik sinna liða og þeir skoruðu allir sigurmörk sinna liða í 1–0 sigri í gær. Úrslit kvöldsins í meistaradeildinni:A-riðill Liverpool–Mónakó 2–0 1–0 Cissé (22.), 2–0 Baros (84.). Deportivo–Olympiakos 0–0 B-riðill Roma–Dynamo Kiev (0–1) 0–1 Gavrancic (29.). Leik hætt í hálfleik. Bayer Leverkusen–Real Madrid 3–0 1–0 Kryznówek (39.), 2–0 Franca (50.), 3–0 Berbatov (55.) C-riðill Ajax–Juventus 0–1 0–1 Nedved (42.) Maccabi Tel Aviv–Bayern München 0–1 0–1 Makaay (64., víti) D-riðill Lyon–Manchester United 2–2 1–0 Cris (35.), 2–0 Frau (45.), 2–1 Van Nistelrooy (56.), 2–2 Van Nistelrooy (61.) Fenerbahce–Sparta Prag 1–0 1–0 Van Hooijdonk (16.) Íslenski boltinn Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Bestu-deildinni og lokadagur The Open Sport Fleiri fréttir Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fengu gullverðlaun sín loksins afhent 28 árum of seint Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Búið að gera tilboð í Ederson og City horfir til Burnley Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Dagskráin í dag: Stórleikur í Bestu-deildinni og lokadagur The Open Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Sjá meira
Stjörnumprýtt lið Real Madrid fékk skell í heimsókn sinni til Leverkusen í gær þegar Bayer Leverkusen vann sannfærandi 3–0 sigur á spænska stórliðinu í fyrsta leik liðanna í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Þrátt fyrir þennan óvænta stórsigur voru það fréttirnir frá höfuðborg Ítalíu sem fengu mestu athyglina, fréttir af leik þar sem seinni hálfleikur fór aldrei af stað. Það var bara spilaður fyrri hálfleikur í Róm þegar Dynamo Kiev kom í heimsókn. Dynamo Kiev var bæði marki og manni yfir þegar sænski dómarinn Anders Frisk flautaði til hálfleiks en á leiðinni í búningsklefa var hent í hann aðskotahlut úr stúkunni og í framhaldinu ákvað hann alblóðugur að halda leik ekki áfram. Frisk hafði nokkrum sekúndum áður rekið varnarmann Roma, Philippe Mexes, útaf með rautt spjald. Ítalska liðið mun eflaust lenda í miklum vandræðum í kjölfar þessa. „Dómarinn ákvað að hætta leiknum ekki bara vegna þess að hann var alvarlega meiddur heldur einnig af því að hann óttaðist um öryggi sitt og starfsfélaga sinna,“ sagði fulltrúi UEFA. Real Madrid-menn voru yfirspilaðir af þýska liðinu og það bættist síðan við slæman dag að Zinedine Zidane fór úr axlarlið og verður frá í það minnsta 3 vikur. Djibril Cissé og Milan Baros sem kom inn á fyrir Cissé skoruðu mörk Liverpool í 2–0 sigri liðsins á silfurliði Meistaradeildarinnar síðan í fyrravetur, franska liðinu Mónakó. „Við hefðum átt að skora fleiri mörk en þetta var góður leikur hjá okkur,“ sagði Rafael Benitez, stjóri Liverpool eftir leik. „Það var gott fyrir liðið að sóknarmennirnri skoruðu en betra að liðið hélt hreinu í leiknum.“ Ruud Van Nistelrooy skoraði tvö mörk fyrir Manchester United á fimm mínútna kafla í upphafi seinni hálfleiks sem tryggðu liðinu jafntefli á útivelli gegn franska liðinu Lyon sem komst 2-0 yfir fyrir hlé. Van Nistelrooy hefur nú skorað 30 Evrópumörk fyrir Mancester United. United var heppið að sleppa með stig og Paul Scholes varði sem dæmi á marklínu í báðum hálfleikjum. Alex Ferguson þakkaði hollenska markaskorara sínum. „Mörk breyta leikjum og Nistelrooy breytti leiknum frir okkur. Hann er frábær og það er ekki hægt að hrósa honum nógu mikið fyrir það sem hann gerði fyrir okkur í kvöld ekki síst vegna þess að þetta er aðeins annar leikur hans í fjóra mánuði,“ sagði Sir Alex. Þeir Pavel Nedved (Juventus), Pierre van Hooijdonk (Fernerbahce) og Roy Makaay (Bayern München) hafa oft gert útslagið í leik sinna liða og þeir skoruðu allir sigurmörk sinna liða í 1–0 sigri í gær. Úrslit kvöldsins í meistaradeildinni:A-riðill Liverpool–Mónakó 2–0 1–0 Cissé (22.), 2–0 Baros (84.). Deportivo–Olympiakos 0–0 B-riðill Roma–Dynamo Kiev (0–1) 0–1 Gavrancic (29.). Leik hætt í hálfleik. Bayer Leverkusen–Real Madrid 3–0 1–0 Kryznówek (39.), 2–0 Franca (50.), 3–0 Berbatov (55.) C-riðill Ajax–Juventus 0–1 0–1 Nedved (42.) Maccabi Tel Aviv–Bayern München 0–1 0–1 Makaay (64., víti) D-riðill Lyon–Manchester United 2–2 1–0 Cris (35.), 2–0 Frau (45.), 2–1 Van Nistelrooy (56.), 2–2 Van Nistelrooy (61.) Fenerbahce–Sparta Prag 1–0 1–0 Van Hooijdonk (16.)
Íslenski boltinn Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Bestu-deildinni og lokadagur The Open Sport Fleiri fréttir Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fengu gullverðlaun sín loksins afhent 28 árum of seint Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Búið að gera tilboð í Ederson og City horfir til Burnley Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Dagskráin í dag: Stórleikur í Bestu-deildinni og lokadagur The Open Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Sjá meira