Erlent

Í ljónagryfju

Gestum í dýragarði í Sydney í Ástralíu brá í brún þegar þeir urðu vitni að því, þegar ungur maður klifraði yfir girðinguna sem umlykur leiksvæði ljónanna í garðinum. Þegar hann var kominn yfir girðinguna dró hann upp gamla biblíu og gerði sig líklegan til að reyna að klappa ljónunum. Þeim virtist þó jafnbrugðið og gestunum, sem kann að hafa orðið manninum til lífs. Eftir nokkra stund var manninum kippt út úr ljónabúrinu og hann færður á geðsjúkrahús.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×