Sport

Neville frá í mánuð

Enski landsliðsbakvörðurinn Gary Neville verður frá keppni í allt að mánuð vegna hnémeiðsla sem hann hlaut í landsleik gegn Pólverjum í síðustu viku. Ljóst er að tíðindin munu ekki falla Skotanum grama Alex Ferguson vel í geð, enda vandamálin í vörn Manchester United næg fyrir. Flestir varnarmanna United hafa verið á meiðslalistanum í lengri eða skemmri tíma undanfarið ár, auk þess sem hinn firnasterki Rio Ferdinand er enn í banni eftir að hafa skrópað í lyfjapróf. Hann mætir þó væntanlega til leiks á ný næstu helgi, þegar United mætir rauða hernum frá Liverpoolborg í stórleik helgarinnar 



Fleiri fréttir

Sjá meira


×