Sport

Þýski handboltinn að byrja

Þýska úrvalsdeildin í handknattleik hefst í dag. Þrettán Íslendingar leika að þessu sinni í deildinni og hafa þeir aldrei verið fleiri. Áttatíu og einn útlendingur er á mála hjá liðunum átján í þýsku úrvalsdeildinni og er mál manna að deildin hafi aldrei verið jafn sterk og í ár. Flensburg er það lið sem hefur flesta útlendinga innan sinna vébanda, eða ellefu frá sjö þjóðlöndum. Flensburg, Magdeburg og Kíl eru fyrirfram talin sterkustu liðin deildinni og munu án efa berjast um þýska meistaratitilinn í vetur, ásamt Gummersbach og Lemgo. Á sunnudag mætast Lemgo og Kíl í Skalke Arena þar sem sett verður heimsmet í áhorfendafjölda á handboltaleik þegar 32.000 áhorfendur mæta í höllina.     



Fleiri fréttir

Sjá meira


×