Þórir lætur vita af sér 9. september 2004 00:01 Þórir Ólafsson hefur leikið geysilega vel með Íslandsmeisturum Hauka á undirbúningstímabilinu og er á góðri leið með að verða einn okkar albesti hægri hornamaður. Þórir, sem verður 25 ára gamall í nóvember, er Selfyssingur í húð og hár, fæddur þar og uppalinn, en gekk í raðir Hauka fyrir tveimur árum. Ekki er hægt að segja að byrjun Þóris með Haukum hafi verið gæfuleg. Eftir aðeins tæplega þriggja vikna dvöl hjá félaginu sleit hann krossbönd í hné og var úr leik nánast alt tímabilið. Í fyrra óx honum smám saman ásmegin og hann mjög vel undir lok tímabilsins og átti sinn þátt í fimmta Íslandsmeistaratitli Hauka. Þórir starfar sem símsmiður hjá Símanum og segir hann það ærinn starfa og að stundaskráin hjá honum sé stútfull. En er Þórir að nálgast sitt besta form? "Já, ætli það ekki bara," segir hann léttur í bragði og bætir við: "Það búinn að vera jafn og góður stígandi í þessu hjá mér. Ég er búinn að æfa mjög vel í sumar og það hefur bara gengið rosalega vel að undanförnu og vonandi verður framhald þar á." En telur Þórir að hann geti bætt sig töluvert meira? "Það er alltaf hægt að bæta sig og ég tel mig eiga talsvert inni. Maður verður þó að sleppa við alvarleg meiðsli til að það geti gerst, slæm meiðsli eru fljót að draga mann mikið niður og það er alltaf erfitt að koma til baka." Aðspurður segir Þórir sinn helsta veikleika vera varnarleikinn en hann sé á fullu í að bæta úr því. "Ég þarf að styrkja mig líkamlega og sérstaklega ef horft er til alþjóðahandboltans en þar eru menn yfirleitt mjög líkamlega sterkir og þá sérstaklega bestu varnarmennirnir. Þá er auðvitað nauðsynlegt að styrkja sig til að minnka hættuna á meiðslum og það er það sem ég er helst að vinna í varðandi minn leik." Hvernig gengur sú vinna? "Ágætlega," segir Þórir og bætir við: "Það er mikið að gera í vinnunni og oft er erfitt að finna tíma fyrir aukaæfingar, nóg er nú æft samt. Það er líka til líf fyrir utan handboltans, maður þarf að sinna öðru líka, en þetta gengur allt saman ágætlega." En þótt hér sé minnst á veikleika Þóris er það engin spurning að styrkleikar hans eru mun fleiri en veikleikarnir enda er hann afar fjölhæfur hornamaður með mörg vopn á hendi. "Stökkkrafturinn er ágætur hjá mér og þá er maður alltaf að reyna að bæta skottæknina. Ég er frekar hávaxin miðað við hornamenn hér á landi og það er án efa kostur. Þá nýt ég þess mjög að hafa tvo virkilega sterka örvhenta leikmenn í liðinu, þá Halldór Ingólfsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson, sem draga mjög mikið til sín og opna fyrir mikið fyrir aðra. Þessi hraði leikur sem Hauka spila hentar mér síðan ákaflega vel og mér leiðist ekki að keyra í hraðaupphlaupin." Skipti það einhverju máli fyrir Þóri að þjálfaraskipti urðu hjá Haukum á miðju síðasta tímabili þegar Viggó Sigurðsson var látinn taka pokann sinn og Páll Ólafsson tók við stjórninni? "Nei, ég get ekki sagt það, enda lék ég í sjálfu sér ekki nema í hálft ár undir stjórn Viggós. Páll og Viggó eru talsvert ólíkir persónuleikar en báðir mjög hæfir þjálfarar og það er búið að vera gott og lærdómsríkt að leika undir þeirra stjórn." En hvert stefnir Þórir í framtíðinni? Er ekki draumurinn landsliðssæti og atvinnumennska? "Jú, ég get ekki neitað því. Auðvitað langar öllum handboltamönnum að komast í landsliðið og hafa atvinnu af því að spila handbolta. Það er alltaf hægt að setja sér markmið og ég tel mig alveg hafa nóg til þess að þessi markmið verði að veruleika. Til þess að það takist verð ég þó að leggja enn harðar að mér enda krefst þetta mikillar vinnu. En satt best að segja er ég þó ekkert að hugsa of mikið um þessi mál, einbeiti mér fyrst og fremst að leik mínum með Haukum. Tek þetta bara skref fyrir skref," segir raunsær Selfyssingurinn sem þó hefur aðeins komið við sögu hjá íslenska landsliðinu. "Ég var í æfingahóp fyrir HM 2001 í Frakklandi, þegar Þorbjörn Jensson var við stjórnvölinn. Síðan fór ég til Belgíu í byrjun þessa sumars, en uppistaðan í þeim hópi voru leikmenn sem eru að spila hér heima, þannig að ég hef fengið smá smjörþef af landsliðinu." Að lokum segir Þórir stefnuna hjá Haukum í vetur án alls vafa vera þá að taka alla bikara sem í boði eru. "Við erum með rosalega gott lið og ég segi það að okkar helsti andstæðingur séum við sjálfir. Núna erum við búnir að landa tveimur bikurum og erum hvergi nærri hættir," sagði hornamaðurinn frábæri, Þórir Ólafsson. Íþróttir Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Suður-amerískur glæpahringur braust inn til Mahomes og Burrow Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Dagskráin í dag: Snóker, píla og hafnabolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Hera hafnaði í fimmta sæti á Evrópumótinu Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sjá meira
Þórir Ólafsson hefur leikið geysilega vel með Íslandsmeisturum Hauka á undirbúningstímabilinu og er á góðri leið með að verða einn okkar albesti hægri hornamaður. Þórir, sem verður 25 ára gamall í nóvember, er Selfyssingur í húð og hár, fæddur þar og uppalinn, en gekk í raðir Hauka fyrir tveimur árum. Ekki er hægt að segja að byrjun Þóris með Haukum hafi verið gæfuleg. Eftir aðeins tæplega þriggja vikna dvöl hjá félaginu sleit hann krossbönd í hné og var úr leik nánast alt tímabilið. Í fyrra óx honum smám saman ásmegin og hann mjög vel undir lok tímabilsins og átti sinn þátt í fimmta Íslandsmeistaratitli Hauka. Þórir starfar sem símsmiður hjá Símanum og segir hann það ærinn starfa og að stundaskráin hjá honum sé stútfull. En er Þórir að nálgast sitt besta form? "Já, ætli það ekki bara," segir hann léttur í bragði og bætir við: "Það búinn að vera jafn og góður stígandi í þessu hjá mér. Ég er búinn að æfa mjög vel í sumar og það hefur bara gengið rosalega vel að undanförnu og vonandi verður framhald þar á." En telur Þórir að hann geti bætt sig töluvert meira? "Það er alltaf hægt að bæta sig og ég tel mig eiga talsvert inni. Maður verður þó að sleppa við alvarleg meiðsli til að það geti gerst, slæm meiðsli eru fljót að draga mann mikið niður og það er alltaf erfitt að koma til baka." Aðspurður segir Þórir sinn helsta veikleika vera varnarleikinn en hann sé á fullu í að bæta úr því. "Ég þarf að styrkja mig líkamlega og sérstaklega ef horft er til alþjóðahandboltans en þar eru menn yfirleitt mjög líkamlega sterkir og þá sérstaklega bestu varnarmennirnir. Þá er auðvitað nauðsynlegt að styrkja sig til að minnka hættuna á meiðslum og það er það sem ég er helst að vinna í varðandi minn leik." Hvernig gengur sú vinna? "Ágætlega," segir Þórir og bætir við: "Það er mikið að gera í vinnunni og oft er erfitt að finna tíma fyrir aukaæfingar, nóg er nú æft samt. Það er líka til líf fyrir utan handboltans, maður þarf að sinna öðru líka, en þetta gengur allt saman ágætlega." En þótt hér sé minnst á veikleika Þóris er það engin spurning að styrkleikar hans eru mun fleiri en veikleikarnir enda er hann afar fjölhæfur hornamaður með mörg vopn á hendi. "Stökkkrafturinn er ágætur hjá mér og þá er maður alltaf að reyna að bæta skottæknina. Ég er frekar hávaxin miðað við hornamenn hér á landi og það er án efa kostur. Þá nýt ég þess mjög að hafa tvo virkilega sterka örvhenta leikmenn í liðinu, þá Halldór Ingólfsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson, sem draga mjög mikið til sín og opna fyrir mikið fyrir aðra. Þessi hraði leikur sem Hauka spila hentar mér síðan ákaflega vel og mér leiðist ekki að keyra í hraðaupphlaupin." Skipti það einhverju máli fyrir Þóri að þjálfaraskipti urðu hjá Haukum á miðju síðasta tímabili þegar Viggó Sigurðsson var látinn taka pokann sinn og Páll Ólafsson tók við stjórninni? "Nei, ég get ekki sagt það, enda lék ég í sjálfu sér ekki nema í hálft ár undir stjórn Viggós. Páll og Viggó eru talsvert ólíkir persónuleikar en báðir mjög hæfir þjálfarar og það er búið að vera gott og lærdómsríkt að leika undir þeirra stjórn." En hvert stefnir Þórir í framtíðinni? Er ekki draumurinn landsliðssæti og atvinnumennska? "Jú, ég get ekki neitað því. Auðvitað langar öllum handboltamönnum að komast í landsliðið og hafa atvinnu af því að spila handbolta. Það er alltaf hægt að setja sér markmið og ég tel mig alveg hafa nóg til þess að þessi markmið verði að veruleika. Til þess að það takist verð ég þó að leggja enn harðar að mér enda krefst þetta mikillar vinnu. En satt best að segja er ég þó ekkert að hugsa of mikið um þessi mál, einbeiti mér fyrst og fremst að leik mínum með Haukum. Tek þetta bara skref fyrir skref," segir raunsær Selfyssingurinn sem þó hefur aðeins komið við sögu hjá íslenska landsliðinu. "Ég var í æfingahóp fyrir HM 2001 í Frakklandi, þegar Þorbjörn Jensson var við stjórnvölinn. Síðan fór ég til Belgíu í byrjun þessa sumars, en uppistaðan í þeim hópi voru leikmenn sem eru að spila hér heima, þannig að ég hef fengið smá smjörþef af landsliðinu." Að lokum segir Þórir stefnuna hjá Haukum í vetur án alls vafa vera þá að taka alla bikara sem í boði eru. "Við erum með rosalega gott lið og ég segi það að okkar helsti andstæðingur séum við sjálfir. Núna erum við búnir að landa tveimur bikurum og erum hvergi nærri hættir," sagði hornamaðurinn frábæri, Þórir Ólafsson.
Íþróttir Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Suður-amerískur glæpahringur braust inn til Mahomes og Burrow Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Dagskráin í dag: Snóker, píla og hafnabolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Hera hafnaði í fimmta sæti á Evrópumótinu Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sjá meira